Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Síða 19

Skessuhorn - 19.02.2020, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 19 Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is Garðyrkjufræðingur Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf við garðyrkju frá apríl nk. út september eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100% á starfstímanum. Viðkomandi sér m.a. um að sinna öllum gróðri á opnum svæðum og lóðum stofnana sveitarfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgð: • Að skipuleggja verkefni í garðumhirðu og hreinsun opinna svæða • Verkstjórn smærri garðyrkjuhópa vinnuskólans • Aðstoð við þjálfun og fræðslu flokkstjóra er snýr að garðyrkju • Klippingar, grisjun og útplöntun á tjrám, runnum og sumarblómum • Öll umhirða á beðum, bekkjum og blómakerum sveitarfélagsins • Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum er snýr að hreinsun og fegrun umhverfis sveitarfélagsins Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði skrúðgarðyrkju, garðyrkju, skógfræði eða tengdum greinum er æskileg • Reynsla af garðyrkjustörfum er skilyrði • Reynsla af verkstjórn er kostur • Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Reglusemi og stundvísi • Almenn ökuréttindi Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu. Frekari upplýsingar veitir Davíð Viðarsson í síma 433-6900 eða á david@snb.is. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið david@snb.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningabréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Karlakórinn Söngbræður heldur sína árlegu þjóðlegu veislu í Þinghamri,Varmalandi, laugardaginn 29. febrúar 2020 kl. 20:00. Á matseðli verða: Svið frá Fjallalambi, heit og köld. Saltað hrossakjöt. Meðlæti: rófustappa og kartöflumús. Til skemmtunar verður söngur Söngbræðra. Hljómsveit kórsins leikur undir fjöldasöng. Miðaverð kr. 5.000 - posi á staðnum. Miðapantanir í síma 894 9535 eða 892 8882 fyrir kl. 22:00 fimmtudaginn 27. febrúar 2020. störf á Skaganum. Var hjá bátasmiðj- unni Knörr, hjá Málningarþjónust- unni við útkeyrslu og það var sitt- hvað fleira sem maður kom nærri. Árið 2003 réði ég mig til starfa við íþróttamiðstöðina á Vesturgötu. fyrstu vikuna mína í því starfi fann ég að enn var eitthvað í ólagi með samskipti fólks í minn garð, gerði mér bara ekki grein fyrir hvað það var. Þá hafði ég aldrei heyrt minnst á orðið einelti. Þar vann ég engu að síður í þrjú ár en gafst þá upp og fékk mig fluttan í Íþróttahúsið við Jaðarsbakka. Þar tók hins vegar ekk- ert betra við. Það er yfirmanna að stöðva einelti ef það er í gangi. Það varð einhvers konar hjarðhegðun sem greip um sig á þessum vinnu- stað og ef ekki er tekið á því þá er það þolandinn sem verður að víkja - og það gerði ég að endingu. Gafst hreinlega upp.“ Mikið gæfuspor Sævar keypti litla húsið sitt við Suð- urgötu árið 2001 og fór strax að dytta að því og ætlaði sér að eiga þar sitt heimili til æviloka. en eftir að hafa hætt störfum við íþróttamann- virkin hvarf hann til annarra starfa. „Ég fór fyrst að starfa í borgar- nesi, á lokaárum borgarness kjötv- ara, og var eftir það um tíma hjá Ís- tex í Mosfellsbæ en þar voru laun- in ekki nægjanlega góð til að rétt- læta þriggja tíma ferðalag á hverjum degi í strætó til og frá vinnu. Þá réði ég mig til starfa hjá Norðlenska á Húsavík og flutti norður. Þar starf- aði ég til ársloka 2018 þegar ég gat hætt störfum vegna aldurs 65 ára og hóf snemmtöku lífeyris eins og það er kallað. fyrir mig var flutning- ur á Húsavík árið 2010 mikið gæfu- spor á alla lund. Þar er rekið mann- legt fyrirtæki með góðu fólki og þar er einelti ekki liðið. einu sinni kom einelti upp í minn garð í kveð- skap sem fluttur var á árshátíð. Þá leið mér illa, fór heim og var afskap- lega dapur það sem eftir lifði helg- arinnar. Yfirmenn mínir tóku hins vegar á því máli strax á mánudags- morgni, kölluðu mig inn til sín og báðu mig afsökunar. Sögðu slíkt ekki í boði á þeirra vinnustað. Í lok þeirrar vinnuviku kom svo gerand- inn til mín og bað mig sömuleiðis afsökunar. Það er mannlegt að geta beðist afsökunar á slæmu framferði og þá tekur maður að sjálfsögðu vel í slíka beiðni.“ Allir eiga rétt á að sinna sinni vinnu Sævar segist hafa náð sátt við sjálfan sig og áhrif eineltisins þegar hann var 61 árs gamall. „Sú sátt átti vissu- lega sinn aðdraganda. eftir að hafa hrökklast frá störfum á Akranesi skrifaði ég þáverandi bæjarstjóra bréf. fannst ég ekki geta sagt skil- ið við starfið og heimabæ minn án þess að láta vita af því sem ég hafði þurft að upplifa. Árni Múli Jónasson var þá í starfi bæjarstjóra. Í þessu bréfi lýsti ég fyrir honum hvernig framkoman í minn garð hafði ver- ið. Spurði jafnframt hvort hann vildi ekki beita sér fyrir því að reynt yrði að bæta úr þessu ástandi, svona upp á að gera samfélagið mannvænlegra. Árni Múli skrifaði mér til baka og bað mig formlega afsökunar. Ég er honum afar þakklátur fyrir. Sjálfur er ég ekki í vafa um að þessi sam- skipti okkur urðu til þess að nokkru síðar var sett í starfsmannastefnu bæjarins klausa sem hljóðar ein- hvern veginn þannig að allir starfs- menn bæjarins eiga rétt á að sinna sinni vinnu.“ Kraftaverk Sævar segir að síðar hafi þetta hrein- skipta svar þáverandi bæjarstjóra á Akranesi átt eftir að hjálpa sér við að snúa aftur til heimabæjarins. „Ég gat farið að vinna í minni for- tíð. útkoman varð vissulega betri líðan, sáttauppgjör. Nú er ég þann- ig stemmdur að ég vil tala um for- tíðina, þessa bitru reynslu sem ekki nokkur manneskja á að þurfa að upplifa. Þeirri sátt náði ég einn falleg an síðsumarsmorgun árið 2014. Ég var staddur inni í eldhúsi á heimilinu mínu á Húsavík, en það var í útjaðri bæjarins. Þarna stóð ég og horfði yfir bæinn á Húsavík, inn að miðju hans, þar sem hið ið- andi mannlíf var. Ég hugsaði með mér; ég fékk aldrei að komast inn að miðjunni, var aldrei þátttakandi í því sem gerðist þar. Það var hins vegar ekki mér að kenna, heldur gerendunum; hópnum, samfélaginu sem lét grímulaust einelti viðgang- ast. en þarna um morguninn var eins og ég fengi hugljómun. Það áttu sér stað þessi VÁ! áhrif. Það var eins og þungu fargi hefði verið af mér létt. fargi sem legið hafði eins og mara á sálu minni nær allt mitt líf. Alveg frá því ég fimm ára flyt úr Andakílsárvirkjun og svo áfram öll uppvaxtarárin. Þessi ónotatilfinning bókstaflega hvarf eins og dögg fyrir sólu, þarna seint um sumarið norð- ur við Skjálfandaflóa. Síðar þenn- an morgun fór ég sáttur í vinnuna og leið eins og mér hafði aldrei lið- ið áður. Löngu síðar var ég að ræða þessa hugljómun við sálfræðing sem ég þekki og sá hafði enga haldbæra skýringu aðra en þá að þetta hefði einfaldlega verið kraftaverk. Ég er afskaplega þakklátur fyrir að krafta- verk geta þrátt fyrir allt gerst.“ Keikur í dag Sú sátt sem Sævar Þór náði við sjálf- an sig fyrir sex árum síðan, og raun- ar þetta uppgjör sem hann átti við fortíðina, varð til þess að hann gat vel hugsað sér að flytja glaður heim á Akranes. Það gerði hann fyrir tæpu ári og settist að í litla húsinu sínu sem nefnt er bakkabúð við Suður- götu 120. Þetta er minnsta skráða íbúðarhús á Vesturlandi, innan við 25 fermetrar að grunnfleti, á tveim- ur hæðum. „Hér á Akranesi ætla ég að eiga heima. Hef í raun alltaf viljað það en aðstæður gerðu það að verk- um að hér var mér ekki líft. Hér á ég mikið af skyldfólki, nokkur systkini og börn þeirra sem mér þykir afar vænt um. Ég hef gaman að fylgj- ast með systkinabörnum mínum og börnum þeirra standa sig vel í starfi og leik. Systir mín og hennar fjöl- skylda eru til dæmis óþreytandi við að byggja upp keiluíþróttina á Akra- nesi og þá er Davíð Þór Jónsson systursonur minn einn færasti tón- listarmaður landsins. Ég gleðst yfir góðu gengi þeirra. Ég er í rauninni mikill barnakarl,“ segir Sævar. Aðspurður segist hann aldrei hafa stofnað til sambúðar með konu. Það eigi sínar skýringar. „Ég einfald- lega kunni ekki að umgangast konur og hafði því hvorki þor né burði til að stofna til sambands, jafnvel þótt tækifærin hafi gefist. Auðvitað eru það áhrif frá uppvaxtarárunum og hvernig manni var haldið frá því að mynda eðlileg félagsleg tengsl við jafnaldrana. Í dag sætti ég mig hins vegar miklu betur við stöðuna, enda náði ég þessari sátt við sjálfan mig eins og ég sagði þér frá. Nú veit ég að skömmin var ekki mín og því ætla ég ekki að lifa með henni. Geng því keikur inn í sólarlagið,“ segir Sævar Þór Magnússon að endingu. mm Sævar á leið í frí til útlanda í kringum aldamótin. Ljósm. Karl Jónsson. „Mér hefur alltaf líkað vel í sveitinni og hefði keypt mér bújörð hefði ég átt tök á því.“ Hér er Sævar Þór 15 ára unglingur í réttum í Skorradal. Ljósm. Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.