Skessuhorn - 19.02.2020, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202020
Ólafía Kristjánsdóttir og Andri
Már Margrétarson eiga og reka
húðflúrstofuna Immortal. Stofuna
opnuðu þau fyrir um þremur árum
í Hafnarfirði en eru í dag búin að
flyta stofuna á Akranes. Ólafía er
fædd og uppalin á Ísafirði en Andri
hefur alla tíð búið í Reykjavík, en á
þó rætur að rekja út á land og lík-
ar að eigin sögn betur við lands-
byggðina. Þau fluttu á Akranes
fyrir tveimur árum. „Við vildum
meiri ró og næði í lífið og okkur
þótti þessi bær heillandi og ekki
of langt frá Reykjavík og hér líður
okkur bara mjög vel,“ segir Ólafía
þegar blaðamaður Skessuhorns leit
við hjá þeim á nýju húðflúrstofuna
við Smiðjuvelli 17 í síðustu viku og
ræddi við þau um húðflúrin, listina
og lífið.
Kúnninn fær alla
athyglina í stólnum
Nýja stofa Immortal við Smiðju-
velli 17 er í sama rými og húðfúr-
stofan Dark Moon Tattoo sem er í
eigu Orra Ingólfssonar. „Þetta eru
tvær stofur í sama húsi,“ útskýr-
ir Andri og bætir því við að stofan
verði opin eftir pöntunum. „Þetta
er einkastúdíó bara þar sem ég tek
alltaf eingöngu einn viðskiptavin á
dag og stofan sjálf er alltaf læst og
kúnninn og listamaðurinn eru bara
saman. Ég vil geta gefið kúnnan-
um alla mína athygli þegar hann er
í stólnum,“ segir Ólafía. Aðspurð
segist hún miða við að taka um
sex klukkustundir á dag í að flúra.
„Sum verk taka minni tíma og svo
stundum get ég verið lengur en ég
miða svona við þennan tíma. Það er
líka misjafnt hvað fólk getur setið
lengi í stólnum,“ segir hún.
Þegar maður byrjar er
erfitt að hætta
Ólafía hefur alla tíð verið mjög
listræn. „Á leikskólanum báðu hin
börnin mig alltaf um að teikna fyrir
sig. Svo ég var í fjöldaframleiðslu á
páskaskrauti,“ segir Ólafía og hlær.
Hún byrjaði að vinna í afgreiðslu á
tattoostofu fyrir um átta árum og
gekk þar í ýmis verk. eftir um tvö
ár var hún farin að flúra sjálf. Þrem-
ur árum síðar ákvað hún að fara út
í eigin rekstur og opnaði Immortal.
Ólafía hefur skapað sér gott orð-
spor fyrir falleg og vel gerð húð-
flúr og á í dag góðan hóp kúnna
sem stöðugt er að stækka. Aðspurð
segist hún sérhæfa sig í svörtum
og gráum realistic húðflúrum og
þá aðallega stærri flúr eins og yfir
allt bakið eða ermi. „Þannig eignast
maður líka fastakúnna. Þessi stóru
flúr taka tíma svo fólk þarf að koma
til mín í nokkur skipti. en svo eru
margir sem byrja á að fá sér kannski
yfir upphandlegginn en vilja svo
klára ermina og svo kannski bæta
við á hina höndina eða bakið og svo
heldur fólk oft áfram. Það er erfitt
að hætta þegar maður er byrjaður,“
segir hún og brosir.
Hönnunarvinna
Hvaða eiginleika þarf maður að
búa yfir til að vera góður húðflúr-
ari? „Það er náttúrulega gott að
vera góður að teikna og vera list-
rænn í sér. Þetta snýst mikið um
að skapa og hanna og þá þarftu að
hafa þetta í þér. fólk getur jú alveg
tekið teikningar eftir aðra og flúr-
að og verið þokkalega góðir í því.
en þegar maður er að gera stærri
verk, þar sem maður þarf að hanna
sjálfur, þarf að búa eitthvað í þér til
að koma verkinu saman á fallegan
hátt,“ svarar Ólafía og bætir því við
að vinnan bakvið húðflúrin sé meiri
en bara tíminn sem viðskiptavin-
urinn situr í stólnum hjá henni.
„Helmingurinn af vinnunni er
unninn heima í tölvunni. Það getur
farið ótrúlegur tími í að hanna verk
fyrir viðskiptavininn. Ég hanna líka
alltaf nokkrar útgáfur svo það sé
alltaf eitthvað sem viðskiptavinin-
um líkar við þegar hann kemur til
mín,“ segir Ólafía. „Þetta er líka
mikið vinna sem fer fram í hausn-
um á henni og það er erfitt að telja
þær klukkustundir. Hún hefur al-
veg stokkið fram úr rúminu þeg-
ar við erum að fara að sofa því hún
fær hugmynd og verður að fara að
teikna,“ segir Andri og hlær. „Sum-
um þykir þetta kannski hátt tíma-
kaup sem það borgar fyrir flúr en
þá er fólk bara að horfa í klukku-
tímana í stólnum en ekki alla hina
klukkutímana sem listamaðurinn
er að vinna verk fyrir viðkomandi,“
bætir Andri við.
Mikil breyting
Þau hjónin skarta bæði mörgum
húðflúrum frá ýmsum listamönn-
um og aðspurð segja þau húðflúr
almennt vera orðin viðurkenndari
í dag en fyrir nokkrum árum. „fólk
er farið að sjá þetta meira sem list,“
segir Ólafía. „Auðvitað eru alltaf
einhverjir sem hafa sterkar skoðan-
ir á fólki með húðflúr og mörgum
sem þykir þetta ljótt. en fólk er bara
misjafnt og það er allt í lagi,“ held-
ur hún áfram. „Húðflúrin sjálf hafa
líka mikið breyst síðustu ár. Áður
var fólk að fá sér kannski bara eina
litla mynd en núna er fólk að koma
til að fá ermi eða yfir allt bakið eða
eitthvað, fólk sem er kannski ekki
með neitt flúr fyrir. fólk er bara að
fá sér listaverk. Gæði húðflúranna
eru líka meiri en þau voru, tækn-
in hefur breyst svo mikið, vélarnar
eru betri, blekið er betra og svo er
metnaðurinn fyrir þessari list orðin
svo mikið meiri. Þetta er bara við-
urkennd list í dag,“ segir Andri.
Velja listamann
eftir verki
Hvað er það sem fólk þarf að hugsa
um áður en það ákveður að fá sér
húðflúr? „Það er mikilvægt að
vita hvað maður vill og velja svo
listamann eftir því og svo bara að
hafa samband við listamanninn og
finna tíma,“ segir Ólafía og bæt-
ir því við að hægt sé að hafa sam-
band við hana á facebook en hún
er með síðu undir nafninu Ólafía
og á Instragram undir nafninu @
olafia_k. „Það er líka mikilvægt að
fólk kynni sér tattoo artistana og
finni einhvern sem hentar því verki
sem viðkomandi vill. Ólafía hefur
alveg þurft að neita fólki því það
vill kannski fá eitthvað sem hent-
ar hennar stíl ekkert. Hún er að
gera svört og grá realistic flúr og
þá er hún ekki listamaðurinn fyr-
ir þann sem vill kannski fá eitt-
hvað í svaka litum eða slíkt,“ seg-
ir Andri og Ólafía tekur undir það.
Hún segist leggja mikla áherslu á
að bæði hún sjálf og viðskiptavin-
urinn geti verið ánægð með verk-
in, enda sé það hennar nafn sem
er á bakvið þau húðflúr sem hún
gerir og viðskiptavinurinn þarf að
lifa með þeim út lífið. „bestu verk-
in fær fólk ef það kemur bara með
ákveðna grunnhugmynd en leyfir
svo listamanninum að ráða útfærsl-
unni,“ segir Andri og Ólafía tekur
undir það.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
„Fólk er farið að sjá þetta meira sem list“
Vildu meiri ró og næði í lífið og fluttu því húðflúrstofu sína á Akranes
Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Margrétarson ásamt dóttur sinni, Díönu
Andradóttur. Ljósm. arg
Ólafía að húðflúra.
Ólafía sérhæfir sig í svörtum og gráum
realistic húðflúrum.
Hér má sjá húðflúr við hlið myndar-
innar sem Ólafía fór eftir.
Ólafía er mest að gera stór húðflúr. Björn og hreindýr.
Ólafía getur húðflúrað eftir ljós-
myndum.
Tígrisdýr. Mjög raunverulegt húðflúr eftir Ólafíu. Risaeðla.