Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Side 23

Skessuhorn - 19.02.2020, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 23 félagar í prjónahópi RKÍ á Akra- nesi hafa á undanförnum árum komið vikulega saman og prjónað. fram til þessa hafa föt og teppi ver- ið send til Hvíta Rússlands í verk- efni sem nefndist föt sem fram- lag. Nú er hins vegar hætt sending- um þangað og því var ákveðið að leita nýrra þiggjenda að varningn- um. úrsúla Árnadóttir er formað- ur RKÍ félagsins á Akranesi. „eftir að lokaðist fyrir sendingar til Hvíta Rússlands vorum við dálítið í lausu lofti um hvernig við ráðstöfuðum því sem hér er prjónað. Héldum í haust basar, en svo fréttum við af því starfi sem Hrafn Jökulsson er að sinna á Grænlandi og niðurstað- an varð sú að Hrafn tekur að sér að koma þessum varningi til þeirra sem not hafa fyrir hann á austur- strönd Grænlands. Þar er víða mik- il fátækt og mun Hrafn bæði verða í sambandi við barnaheimili þar og elliheimili. Hann fékk því tvo stóra kassa fulla af sokkum, vettling- um og teppum hjá okkur í síðustu viku,“ segir úrsúla í samtali við Skessuhorn. úrsúla segir að opið sé fyrir alla sem vilja taka þátt í prjónahópnum hjá RKÍ. „Við bjóðum konur jafnt sem karla velkomna til okkar að Skólabraut 25a. Hittumst alla mið- vikudaga.“ mm Á konudaginn, næstkomandi sunnudag, er konum fagnað um allt land að fornum sið. Hefð er fyrir því að færa eiginkonum blóm eða gera vel við þær með einhverjum hætti en vert er að minnast þess að dagurinn er ekki tileinkaður eiginkonum sérstak- lega. Því er ekki úr vegi að kon- ur lyfti sér upp eða geri eitthvað saman af þessu tilefni. Í borg- arneskirkju verður boðið upp á tónleika í tilefni dagsins þar sem hið kvenlega, reynsluheimur kvenna og sköpunarkraftur, er í forgrunni. Inga björk Ingadótt- ir lýruleikari og söngkona flyt- ur eigið efni af plötunni Róm- ur ásamt nýju efni, sem fang- ar í senn bæði töfra lýrunnar og innileik þess kvenlega sem birtist í móðurhlutverkinu, vináttunni og krafti alúðar og virðingar. Inga björk, sem er músíkmeð- ferðarfræðingur og tónlistar- kona, segir tónlistina geta fang- að bæði styrk og mýkt þess skap- andi í okkur, og því miðli hún í tónlist sinni. Tónleikarnir snerta á kvenleikanum í fjölbreytni sinni og heildrænum mætti tón- listarinnar, en slíka nánd virki hún sérstaklega í vinnu sinni við músíkmeðferð í Hljómu Hafn- arfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 sunnudaginn 23. febrúar og eru styrktir af Upp- byggingarsjóði Vesturlands og Menningarsjóðnum undir Jökli. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Næstu tónleikar Ingu bjarkar verða í Reykholti í tilefni af boð- unardegi Maríu sunnudaginn 22. mars. -fréttatilkynning Hrafn kom á Akranes í síðustu viku og tók við tveimur kössum af prjónavarningi. Glaðlegar konur í RKÍ eru hér með honum á mynd. Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir. Prjóna fyrir fátækt fólk á Grænlandi Vinkonur, mæður, systur & dætur Tónleikar í Borgarneskirkju næstkomandi sunnudag Mýs í pakkaleiðangri. Ljósm. úr einkasafni. Ágústi Sigurðssyni því hann neitaði að láta hundinn sinn,“ segir Trausti og bætir því við að þetta hafi ver- ið erfiður tími. Svo fór að Trausti sendi hundinn sinn í fóstur til vin- ar síns og svo flutti fjölskyldan úr samfélaginu og fór á Hallorms- stað þar sem þau gátu haft hund. „Kristborg gerðist skólastjóri og ég skólastjórafrú,“ segir hann. Davíð tók upp hansk- ann Á meðan þau bjuggu á Hallorms- stað voru í gangi í samfélaginu miklar deilur um hundahald í þétt- býli. Davíð Oddsson var borgar- stjóri og setti hann af stað atkvæða- greiðslu í Reykjavík um hvort ætti að leyfa hundahald í borginni og var það fellt. „Þá tók Davíð nú upp hanskann fyrir hundafólkið og sagði að minnihlutinn hefði líka rétt fyrir sér í þessu máli. úr varð að hann leyfði hundahald í Reykja- vík og er það enn leyft. Í kjölfar- ið fóru fleiri þéttbýlisstaðir að leyfa hundahald,“ segir Trausti sem gat þá snúið til baka í Hólminn og haldið sína hunda. „Við höfum allt- af verið með hund, stundum allt að þrjá hunda í einu,“ segir hann. Mikilvægi Handverkshússins en eins og fram hefur komið er Trausti húsasmiður að mennt og vann við smíðar í mörg ár, en hann smíðar ekki einungis hús. Hann hefur alltaf haft gaman að handa- vinnu en eins og fram hefur kom- ið kviknaði áhuginn í Laugarnes- skóla, þar sem hann segist hafa verið í höndum færustu kennara á þessu sviði, þeim Vígþóri Jör- undssyni, bjarna Ólafssyni og Þóri Sigurðssyni. Trausti gerir ýmsa skrautmuni sem hann selur í Gall- eríi Lunda í Stykkishólmi, Norska húsinu, búsæld á breiðaliki og í Listasafni Íslands. Hann sótti röð Sljöd námskeiða hjá sænsk- um úrvalskennurum sem komu að Hrafnagili á vegum Handverkshá- tíðarinnar auk þess sem hann sótti fjögur námskeið hjá Siggu á Grund, sem hann segir að hafi haft veru- leg mótandi áhrif á hann. Þá hef- ur Trausti haldið margþætt hand- verksnámskeið á vegum Hand- verkshússins í nærri 15 ár og seg- ir að handverk á Íslandi væri lítið sem ekkert úr hörðum efnum eins og tré og málmum ef Handverks- hússins nyti ekki við. „Með marg- þættu námskeiðshaldi sem og inn- flutningi á efnum til handverks, vélakost og sérhæfðum handverk- færum og segja má að þessir öðl- ingar í Handverkshúsinu haldi hressilega uppi fjölbreyttu hand- verki í landinu,“ segir Trausti. Nýta viðinn betur Trausti vill vekja athygli á því hvernig betur mætti nýta það mikla magn af við sem hent er ár- lega hér á landi í formi húsganga og innréttinga. „Það má nýta þetta í svo margt en vissulega getur verið flókið að koma þessu í réttar hend- ur til þess. Það væri best að hafa bara samband við einhvern sem er í handverki og tilbúin að nýta við- inn,“ segir hann og bætir því við að eldri húsgöng séu úr mjög góð- um við. „Þetta er viður sem kostar sitt, ætli tólf sentimetra langur bút- ur af 4x6 sentimetra mjög góðum við kosti ekki allavega fimm þús- und krónur. Svo er viðurinn í þess- um gömlu húsgögnum eða innrétt- ingum mun betri en viðurinn sem maður kaupir í dag. Nú er viðurinn mun fljótsprottnari sem gerir hann ekki eins góðan,“ segir Trausti en hann útskýrir betur hvernig megi nýta viðinn í aðsendri pennagrein sem hann skrifaði og birt er hér aftar í blaðinu. Enn að kenna Auk þess að smíða, skoða fugla og sinna öllum áhugamálunum er Trausti enn að kenna. „Ég er að kenna við Laugagerðisskóla í eyja- og Miklaholtshreppi, hef verið þar frá árinu 2005,“ seg- ir Trausti sem er að kenna smíðar og myndmennt. „Það er svo gam- an að kenna svona í sveitaskóla, það eru allir svo glaðir og engin vanda- mál,“ segir hann. Trausti byrjaði að kenna við Grunnskólann í Stykk- ishólmi árið 1994 og kenndi þar smíðar, líffræði og heimilisfræði til ársins 2016. Þá kenndi hann eldri borgurum í Stykkishólmi í áratug og um tíma var hann að kenna líf- fræði og grunnteikningu við fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og í 13 ár kenndi hann við fjöl- brautaskóla Snæfellinga auk þess sem hann hefur haldið ýmis nám- skeið, til dæmis á vegum Símennt- unarmiðstöðvar, Handverkshúss- ins og Silfurskóga ehf. Trausti hef- ur einnig gaman að því að taka upp veiðistöngina og segist gera nokk- uð af því á haustin. Spurður hvern- ig hann komist yfir að sinna öllu sem honum þykir skemmtilegt og að vinna hlær hann og svarar; „mér þykir ekki gaman að taka upp ryk- suguna. Dóttir mín sagði einu sinni við mömmu sína; „hundurinn fékk áfall því pabbi tók upp ryksuguna.“ Hún er spaugsöm eins og pabbi sinn en þetta segir samt allt sem segja þarf um mitt hlutverk á heim- ilinu. Annars hef ég tíma því ég nýti tímann minn vel. Ég sit ekki mikið við sjónvarpið heldur eyði ég tímanum frekar í að sinna öllu því sem mér þykir skemmtilegt,“ segir hann. arg

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.