Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Page 24

Skessuhorn - 19.02.2020, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202024 Í Múlakoti í borgarfirði hef- ur Heiðar Árni baldursson opnað hestamiðstöð í nýju 510 fermetra hesthúsi. Í húsinu eru básar fyrir 18 hross auk þess sem þar er rúmgóð inniaðstaða til tamningar og þjálf- unar. „Ég ólst upp í hnakknum,“ segir Heiðar þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti við í nýju hesta- miðstöðinni á mánudagsmorg- un. Næstkomandi laugardag ætlar Heiðar að verða með opið hús fyr- ir vini og vandamenn í nýju hesta- miðstöðinni. Við þjálfun frá því í grunnskóla „Ég hef verið í hestamennsku eins lengi og ég man eftir mér og hef verið að temja og þjálfa hross bara frá því ég var í grunnskóla held ég, þó með hléum,“ segir Heið- ar. Hann lauk nýverið námi í bú- fræði frá Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri og er nú kominn í fulla vinnu við tamningar og þjálf- un. „Ég er með um 12-13 hross í einu, sem er fínt. Það fer svolít- ið eftir hrossunum hvað hentar að hafa mörg. Þau sem eru langt kom- in í tamningu taka meiri tíma en þau sem eru að byrja. Ótamin hross taka kannski 15 mínútur á dag til að byrja með í frumtamningarferlinu. Þegar þau eru orðin meira tamin getur tíminn á hvert hross aukist alveg upp í klukkutíma á dag,“ segir Heiðar og bætir því við að hann sé lítið að þjálfa eigin hross. „Ég á ekki svo mörg hross sjálfur, bara þrjú eða fjögur. Til að geta haft þetta að atvinnu þarf ég að verja tímanum mínum mest í hross frá öðrum. Það er auðvitað hagstæðara fyrir mig að vera með hrossin sem ég fæ borgað fyrir,“ segir hann og brosir. Ánægður að sjá hross lukkast vel Heiðar var áður að vinna við tamn- ingar og þjálfun á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal. „Þó ég sé bara að opna þessa hestamiðstöð núna hef ég verið í þessu í nokkuð langan tíma og hef reynslu,“ segir hann. Spurður hvort það sé ekki erfitt að hafa hross í þjálfun í margar vik- ur og þurfa svo að sjá eftir þeim til eigenda sinna svarar hann því neit- andi. „Auðvitað getur verið leiðin- legt að horfa á eftir þeim en ég er bara alltaf svo ánægður að sjá þeg- ar hross lukkast vel og ég get lát- ið eigandann fá gott hross. Þetta er auðvitað bara vinnan mín og ég er alltaf meðvitaður um að hross- in fara aftur og hugsa ekkert út í það,“ svarar hann. Aðspurður seg- ir hann flest hrossin vera hjá sér í um þrjá til fjóra mánuði í einu þó sum séu lengur. „flestir vilja bara fá hrossin reiðfær og taka svo sjálfir við þeim og ljúka tamningunni. en hross verður ekki fulltamið fyrr en eftir svona átta mánuði í tamningu, ef það er yfir höfuð hægt að segja að hægt sé að fulltemja hross. Það er alltaf hægt að kenna þeim meira og gera betur,“ segir Heiðar. „Það tekur að mínu mati allavega átta mánuði að gera hest sterkan á öll- um sínum gangtegundum, en það á kannski helst við um keppnishross. fólk er eiginlega ekki að borga fyr- ir svo mikla tamningu fyrir smala- hestinn, eða reiðhestinn,“ segir hann. Þakklátur föður sínum Heiðar hefur einnig töluverða reynslu af keppnum en hann hef- ur bæði verið að keppa á hrossum í eigu þeirra feðga og hrossum í eigu annarra. „Ég setti keppnir samt al- veg á bið meðan við vorum að koma upp þessu húsi. Það hefur allur tím- inn farið í það svo ég hef lítið náð að þjálfa keppnishross, en það kem- ur að því og ég stefni á að keppa aft- ur,“ segir hann og bætir því við að hann og pabbi hans, baldur björns- son, hafi að mestu byggt húsið sjálf- ir. „Þannig gátum við gert þetta. Við vorum með iðnaðarmenn með okkur en það væri dýrt ef við hefð- um þurft að ráða iðnaðarmenn í allt. Við gerðum eins mikið og við gátum sjálfir, ég og pabbi,“ seg- ir hann og bendir blaðamanni á að hann hafi sjálfur smíðað allar innréttingar í hesthúsinu. „Ég er ótrúlega þakklátur gamla fyrir alla hjálpina. Hann er búinn að hjálpa mér ótrúlega mikið . Hann á gröf- ur og vélar sem ég gat notað til að grafa grunninn og það munar ótrú- lega um það. Svo hefur hann verið ótrúlega mikið með mér í öllu ferl- inu,“ segir Heiðar og bætir því við að pabbi hans hjálpi honum einnig mikið í hesthúsinu. „Hann hjálpar mér mikið með tryppin og svo sóp- ar hann fyrir mig, það er rosalega fínt að hafa hann á kústinum,“ segir hann og brosir. arg bræðurnir Hafþór og Sævar bene- diktssynir hjá bb og sonum í Stykk- ishólmi festu nýverið kaup á öflug- um kranabíl. Um er að ræða fjög- urra öxla MAN, með drifi á öll- um átta hjólum og 100 tonnmetra krana. „Við ætluðum ekkert að kaupa kranabíl,“ segir Hafþór í samtali við Skessuhorn. „en það er gott að eiga en vont að vanta,“ bætir hann við. „Ég fór út til Dan- merkur að kaupa fyrstivagn. Þegar ég var búinn að því að kvöldi dags keyrði ég niður til Rotterdam þar sem ég ætlaði að finna vélavagn. en ég fann ekki neitt, var búinn að gef- ast upp og var lagður af stað til baka þegar ég keyrði fram á bílasölu þar sem ég sá þennan kranabíl og bara keypti hann,“ segir Hafþór léttur í bragði. en þrátt fyrir að bræðurnir Haf- þór og Sævar hjá bb og sonum hafi ekki ætlað sér að kaupa kranabílinn eru þeir engu að síður ánægðir með hann. „Við erum fyrir með kranabíl með 30 tonnmetra krana en þessi er miklu öflugri, með 100 tonnmetra krana. Reyndar hífði hann ekki tvö fyrstu verkefnin sem við fengum á hann,“ segir Hafþór og hlær við. „en við munum nota í bygginga- vinnu, til að hífa báta og svo auð- vitað við bílabjarganir. ef vörubíl- arnir hitta ekki alveg á veginn þá erum við núna með tvo mjög öfl- uga kranabíla í svoleiðis verkefni,“ segir hann. Hafþór segir að þeir séu smám saman að endurnýja og bæta við tækjakost fyrirtækisins. Nýlega var sjöunda frystivagninum bætt í flot- ann, vörubílarnir eru orðnir 15 talsins og þá var keypt rúta í fyrra. „Mikið af þessu er hugsað í flutn- inga fyrir Þórsnes og svo eru flutn- ingar fyrir Arnarlax alltaf að aukast. Við erum búnir að keyra fyrir þá á átta bílum núna síðustu vikuna, en venjulega höfum við verið að keyra á tveimur. Áhrifin af laxeld- inu teygja sig þannig alveg hingað til okkar,“ segir Hafþór. „Svo er bara almennt mjög mikið að gera og nóg framundan líka,“ segir Haf- þór að endingu. kgkKranabíllinn góði sem BB og synir keyptu nokkuð óvænt í Rotterdam á dögunum. Ljósm. BB og synir. Ætlaði að kaupa vélavagn en kom heim með kranabíl Heiðar segir það mikilvægt að hafa góða inniaðstöðu. Opnar hestamiðstöð í Múlakoti Heiðar Árni Baldursson hefur atvinnu af þjálfun og tamningu hrossa Heiðar hefur opnað nýja hestamiðstöð í Múlakoti. Í hestamiðstöðinni er góð inniaðstaða. Heiðar Árni Baldursson og Karen Munda Jónsdóttir með dóttur þeirra, Heiðdísi Önnu Heiðarsdóttur. Ljósm. aðsend Í húsinu eru básar fyrir 18 hross.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.