Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 8

Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 20208 Kaup á bóluefni í gegnum ESB LANDIÐ: Ákveðið hef- ur verið að kaup bóluefn- is gegn COVID-19 hér á landi fari fram á grundvelli samninga Evrópusambands- ins við lyfjaframleiðend- ur. Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar gert samning við sænsk-breska fyrirtækið Ast- raZeneca um kaup á bólu- efni og samningaviðræður ESB við fleiri framleiðendur bóluefnis standa yfir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar á föstu- dag. Ísland mun njóta góðs af Evrópusamstarfinu fyr- ir milligöngu Svíþjóðar sem hefur heimild til að framselja ríkjum EES, þar á meðal Ís- landi og Noregi, bóluefni á grundvelli samninga ESB og hefur lýst sig reiðubúið til þess. Norsk stjórnvöld hafa einnig ákveðið að fara þessa leið til að tryggja að- gengi að bóluefni fyrir sína landsmenn. Nú liggur fyrir að Ísland og önnur EES-ríki munu fá hlutfallslega sama magn bóluefna og ríki Evr- ópusambandsins. -mm Slasaðist á Leggjabrjóti HVALFJ: Göngumað- ur slasaðist á ferð sinni um Leggjabrjót eftir hádegi á laugardag. Óskað var eft- ir aðstoð björgunarsveita og sjúkraflutningamanna um hálf tvöleytið og var hald- ið á vettvang. Að lokum fór svo að kallað var eftir aðstoð frá Landhelgisgæslu Íslands. Var þyrlu flogið á staðinn og göngumaðurinn slasaði fluttur á slysadeild Landspít- alans, þar sem þyrlan lenti laust eftir kl. 16:30. kgk/ Ljósm. úr safni. Of hratt og í símanum VESTURLAND: Sjö voru sektaðir fyrir farsímanotk- un undir stýri í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi frá 24. ágúst til mánaða- móta. Hraðakstur var áber- andi í landshlutanum und- anfarna viku, eins og svo oft áður og mjög margir sem voru myndaðir við of hraðan akstur af hraðamyndavélun- um í umdæminu. Einhverjir þeirra gerðu hvort tveggja í senn; óku of hratt og notuðu símann undir stýri. Lögregla minnir á að ef menn nota farsíma undir stýri og af því næst mynd í hraðamyndavél, er sekt fyrir farsímanotk- unina bætt við hraðasektina. -kgk Ökklabrot á berjamó DALABORG: Maður slasaðist á göngu á Bröttubrekku seinni partinn á sunnudag, 29. ágúst síðastliðinn. Að sögn lögreglu var viðkomandi að gá til berja, þegar hann rann í blautu grasi með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði. Kallað var eftir aðstoð sjúkrabíls sem kom hin- um slasaða undir læknishendur. -kgk Datt af baki BORGARBYGGÐ: Hestaslys varð í nágrenni við Kvíar í Þver- árhlíð í Borgarfirði síðastliðinn sunnudag. Knapi datt af baki og meiddi sig á öxl. Var hann flutt- ur af vettvangi með sjúkrabíl til aðhlynningar hjá lækni. -kgk Laust barn í bíl STYKKISH: Á mánudag stöðvaði lögregla för ökumanns í Stykkishólmi vegna barns sem var ekki í tilskyldum öryggis- búnaði. Ökumaðurinn var sekt- aður fyrir athæfið og barna- vernd gert viðvart, eins og allt- af er gert þegar svo ber í hlut. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 22.-28. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 1.480 kg. Mestur afli: Knolli BA-8: 1.480 kg í einni löndun. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 11.395 kg. Mestur afli: Bárður SH-811: 10.691 kg í sex róðrum. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 352.613 kg. Mestur afli: Vörður ÞH-44: 76.775 kg í einni löndun. Ólafsvík: 5 bátar. Heildarlöndun: 121.394 kg. Mestur afli: Steinunn SH-167: 42.620 kg í fjórum róðrum. Rif: 4 bátar. Heildarlöndun: 67.029 kg. Mestur afli: tjaldur SH-270: 41.665 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 1 bátur. Heildarlöndun: 270 kg. Mestur afli: Anna Katrín SH-316: 270 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Vörður ÞH-44 - GRU: 76.775 kg. 24. ágúst. 2. Sigurborg SH-12 - GRU: 74.485 kg. 24. ágúst. 3. Farsæll SH-30 - GRU: 71.057 kg. 26. ágúst. 4. Hringur SH-153: 67.497 kg. 26. ágúst. 5. Runólfur SH-135 - GRU: 62.448 kg. 24. ágúst. -kgk Það er varla þverfótað fyrir verk- tökum á Grundarfjarðarhöfn þessa dagana, en Borgarverk er enn á fullu á meðan Almenna umhverfisþjón- ustan er byrjuð að brjóta upp ónýta hluta hafnarinnar og steypa í nýjar. Þá eru starfsmenn Djúpakletts að skáskjóta sér á milli með aflann sem kemur að landi en að sjálfsögðu halda skipin áfram að koma í höfn þrátt fyrir endurbætur. Menn sýna tillitsemi á meðan á þessu stendur og er þetta látið ganga eins og best verður á kosið. tfk Nú þegar nýtt kvótaár er gengið í garð eru flestir bátar byrjaðir að róa aftur eftir sumarfrí. Einhverjir byrj- uðu síðustu dagana í ágúst og er líf farið að myndast aftur í höfnum á Snæfellsnesi eftir að strandveið- um sumarsins lauk, en síðasti dag- ur þeirra var 19. ágúst. Á meðfylgj- andi mynd eru skipverjar á Gunn- ari Bjarnasyni SH að gera klárt fyr- ir fyrsta róðurinn á þessu kvótaári. Báturinn er gerður út á snurvoð frá Ólafsvík. þa Jóhann Eiríksson bifvélavirki hefur keypt smur- og dekkjaþjónustuna G. Hansen í Ólafsvík af afa sínum Gauti Hansen. tók Jóhann form- lega við rekstrinum í gær og heit- ir fyrirtækið nú JE Bílverk. Jó- hann útskrifaðist sem bifvélavirki fyrir fjórum árum en hefur starfað hjá afa sínum í nokkur ár og hef- ur samstarf þeirra gengið snurðu- laust fyrir sig og léttleikinn ætíð í fyrirrúmi. Jóhann segir í samtali við Skessuhorn að reksturinn verði með svipuðu sniði og hjá afa hans, að minnsta kosti til að byrja með. „Við tökum að okkur allar al- mennar viðgerðir á bílum en auk þess erum við með smurþjónustu, dekkjaviðgerðir og umfelgun.“ Jó- hann segir að afi hans muni starfa áfram á verkstæðinu og komi það sér vel fyrir hann, enda sé afinn hokinn af reynslu. Gautur Hansen hefir rekið fyrirtækið í ellefu ár og segir hann að nú sé kominn tími á kynslóðaskipti. „Það er kominn tími á að barnabarnið taki við. Ég verð 70 ára á næsta ári svo það er kominn tími á að ég hægi aðeins á,“ segir hann. af Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur afhent nýja sjúkrabifreið til notkunar í Snæfellsbæ. Það var Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutn- inga hjá HVE, sem afhenti bílinn í gær. Líkt og aðrir nýir sjúkrabílar úr 25 bíla útboði á vegum Sjúkra- bílasjóðs RKÍ og Sjúkratrygginga á landinu, er bíllinn af Bens gerð. Þetta er annar bíllinn sem afhent- ur er úr þessu útboði en fyrsti bíll- inn var afhentur á Akranesi í lok júlí eins og fram kom í Skessuhorni. Bíl- arnir í þessu fyrsta útboði eru flutt- ir inn af Fastus og Öskju. Þeir eru innréttaðir og útbúnir sem sjúkra- bílar hjá Baus í póllandi. Mun fara enn betur en áður bæði um áhöfn og sjúklinga í þessum nýju sjúkra- bílum en þeir eru fjórhjóladrifnir og koma með loftpúðafjöðrun. Það voru þau Hlynur Hafsteins- son, Erna Sylvía Árnadóttir, Birna Dröfn Birgisdóttir og patryk Zolo- bow sjúkraflutningamenn sem veittu bílnum viðtöku. Voru þau að vonum hæstánægð með að nýi bíllinn væri komin og höfðu beð- ið spennt eftir honum í þónokkurn tíma, að sögn Birnu. þa Brotið og bætt við Grundarfjarðarhöfn Haldið til veiða á nýju kvótaári Jóhann og Gautur á verkstæðinu. Kaupir rekstur G. Hansen í Ólafsvík af afa sínum Nýr sjúkrabíll kominn til Ólafsvíkur

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.