Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 9

Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 9 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi 3ja 105 fm til 107 fm Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra 126 fm til 128 fm Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. HTH Parka Ormsson 898-9396 eða á hakon@valfell.is Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra, segir útlit fyrir mesta skell í afkomu- og skuldaþróun hins opin- bera á lýðveldistímanum, að und- anskildum afleiðingum banka- hrunsins 2008. Forsendur gildandi fjármálastefnu séu með öllu brostn- ar vegna Covid-19 faraldursins og þeirra sóttvarnaraðgerða sem grípa hefur þurft til vegna hans. Fullt tilefni sé til að endurskoða hana vegna dýpstu efnahagslægðar sem riðið hefur yfir heiminn um langt skeið. Þetta kemur fram í þings- ályktunartillögu fjármálaráðherra að uppfærðri fjármálastefnu, sem lögð var fram á Alþingi 25. ágúst síðastliðinn. Tíu prósenta halli ríkissjóðs Útlit er fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 10% halla af vergri landsframleiðslu í ár og með 8% halla á því næsta. Uppsafnaður halli nemi 500 milljörðum króna og gengi krónunnar hafi lækkað um 12% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Ekki er talið að hallarekstur ríkis- sjóðs við núverandi aðstæður leiði til aukinnar verðbólgu. Fram kem- ur í greinagerð með tillögunni að sett sé fram óvissusvigrúm í var- færnisskyni, ef ske kynni að efna- hagsforsendur verði markvert frá- brugðnar núverandi þjóðhagsspá. Svigrúmið geti numið allt að 2% af vergri landsframleiðslu í ár og 3% næstu tvö ár. Aðhaldsráðstafanir og skattahækkanir bíða Þrátt fyrir að innlend einkaneysla hafi verið meiri á liðnu sumri en gert var ráð fyrir er talið óvíst að hún verði það áfram, þegar dregur úr kaupmætti þeirra sem verða at- vinnulausir og áhrif tímabundinni mótvægisaðgerða stjórnvalda taka að dvína. Miðað við þann upp- gang veirufaraldursins sem orðið hefur í öðrum löndum að undan- förnum og þær sóttvarnaráðstaf- anir sem gripið hefur verið til hér á landi mun áfram ríkja talsverð óvissa um efnahagshorfur næstu missera. Engu að síður veiti sterk fjárhagsstaða ríkissjóðs svigrúm til að bregðast við áfallinu af miklum þunga. Í greinagerðinni kemur fram að áhersla verði lögð á að verja og skapa verðmæt störf um allt land og reyna að auka hagvöxt til dæm- is með því að fjárfesta í menntun, rannsóknum og nýskpöum, sem og grænum lausnum. Farin verði sú leið að aðstoða heimili og fyrir- tæki á meðan þau eru í vanda, en sérstakar aðhaldsráðstafanir verði látnar bíða. Ekki sé talið ráðlegt að hækka skatta eða draga úr umsvif- um ríkisins, að því er fram kemur í greinagerðinni. kgk Mesti skellur að hruninu frátöldu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.