Skessuhorn - 02.09.2020, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202016
Honum hefur verið lýst sem rollu-
bónda, manni sem pússar steina
og sjómanni svo fátt eitt sé nefnt.
Fæddur í Ólafsvík en býr nú á Hell-
issandi. „Ég kom náttúrlega úr
helvíti,“ segir Sandarinn og hlær.
„Flutti svo til himnaríkis, Hellis-
sands.“ Þannig lýsir páll Sigur-
vinsson plássunum tveimur í Snæ-
fellsbæ, sem hann á mikla tengingu
til, en tekur það jafnframt skýrt
fram að svona tal sé alltaf í gríni
sagt. „Við bara djöflumst svolítið.
Hann er mest í munninum þessi
rígur og allt sagt í gríni,“ segir páll
léttur í bragði þegar blaðamaður
Skessuhorns ræddi við hann.
Erfið æska
páll er 71 árs, fæddur árið 1949.
Hann hefur farið víða á lífsleið-
inni og vegurinn verið hlykkjótt-
ur. páll var alinn upp við erfiðar að-
stæður þar sem meðal annars for-
eldrar hans voru ekki til staðar fyrir
hann sem barn að alast upp. „Ég er
lúði sem aldrei lærði neitt. Það var
stöðugt verið að senda mig burtu
úr bænum, yfirleitt var það eitthvað
félagslegt sem tók mig úr umferð
og sendi mig frá Ólafsvíkinni. Ég
var sendur á bæi hér og þar. Lík-
lega hef ég verið erfiður og fyrir-
ferðamikill,“ segir páll hugsandi.
„Ég var ekki með foreldra til stað-
ar, þau voru ekki í þeirri stöðu til að
geta alið okkur systkinin upp. Barn-
mergðin var svo miklu meiri þá og
fátæktin sömuleiðis hjá mörgum.
Við vorum ein af þeim,“ útskýr-
ir hann. „Þetta er náttúrlega fyr-
ir 60, 70 árum síðan og talsverðar
breytingar orðið á, sem betur fer.
Á þessum tíma fékk maður í raun-
inni aldrei að vita af hverju hlut-
irnir voru eins og þeir voru. Aldrei
fékk maður útskýringar hvers vegna
maður var sendur hingað eða þang-
að. Þegar það félagslega gerir inn-
grip þá splittast oft fjölskyldur upp
og allt verður erfitt. Maður verð-
ur þá í eðli sínu harður og grimm-
ur við sjálfan sig og aðra vegna þess
að maður fékk ekki að njóta ákveð-
inna fríðinda sem aðrir nutu. Mað-
ur gerði í því að vera ógnandi, var
stöðugt í vörn, beitti hörku og
grimmd ásamt því að vera hefni-
gjarn. Allt eru þetta persónuein-
kenni sem eru engan veginn eins og
raunverulegi karakterinn sem mað-
ur hefur að geyma. Frekar eru þessi
persónueinkenni afleiðing erfiðra
tíma og aðstæðna sem maður skap-
aði ekki sjálfur. En á bakvið hart yf-
irborðið er einhver mjúkur einstak-
lingur sem þorir ekki að sýna til-
finningarnar. Það hefur breyst og
er að breytast.“
Drykkjumaður
og slarkari
„Ég var drykkjumaður og mikill
slarkari. Lifði helst lífinu alltaf full-
ur,“ segir páll. „Ég var mikill beitn-
ingarmaður og það hentaði mér
mjög vel. Ég var virkilega skarpur
í þessu og réði soldið mínum tíma
sjálfur. Gat drukkið meira. Svo um
’84 þá var ég eiginlega bara búinn,
sviðinn niður í jörðu,“ bætir hann
við. páll sendi sjálfan sig í meðferð
sama ár, þá 34 ára að aldri. „Eftir
það snerist allt lífið við.“
páll kynnist konu sinni tveimur
árum eftir meðferð á heilunarnám-
skeiði í Reykjavík en þá hafði hann
verið búsettur í borginni í einhvern
tíma. „Hún er náttúrlega betri
helmingurinn og skólagengin,“
segir páll um konu sína, Hönnu
Björk Ragnarsdóttur, sem ættuð er
frá Akureyri og starfar á leikskól-
anum á Hellissandi. Saman eiga
þau tvær dætur, þær Erlu og Unu
sem báðar eru hjúkrunarfræðingar
að mennt og búsettar í Reykjavík.
„Svo eftir 47 ár þá fann ég eina sem
ég á út í Danmörku og hún er líka
hjúkrunarfræðingur. Í gamla daga
fór maður soldið hratt yfir. Ég á
fimm börn með þremur konum og
það gæti verið að ég eigi eitt enn,
mögulega,“ segir páll hreinskilinn.
Eftir að þau hjónin stofnuðu til
fjölskyldu og eignuðust börn ákvað
páll að færa fjölskylduna um set og
fluttu þau vestur í meira frelsi og
öryggi sem sveitin veitti. „Sveitin
togar alltaf í mann, maður er nátt-
úrlega hálfgerður sveitalubbi.“
Fékk hús að gjöf
páll hefur komið víða við. Verið
meðal annars á sjó eins og marg-
ir á Snæfellsnesi, þá aðallega róið
frá Ólafsvík og eitthvað var hann í
millilandasiglingum en hætti fljót-
lega allri sjómennsku eftir það æv-
intýri. Í kjölfarið fór hann í húsa-
viðgerðir og stofnaði sitt eig-
ið húsaviðgerðafyrirtæki í Reykja-
vík þar sem hann sá um viðhald,
smíði og annað í rúm sjö ár. Að
auki opnaði hann veitingastaðinn
Gilið í Ólafsvík með tengdasyni
sínum fyrir nokkru síðan. „Maður
var svona vert. tengdasonurinn er
lærður kokkur og við unnum sam-
an í þessu. Það gekk ekki upp og ég
missti allt. Það eru svona sex til sjö
ár síðan þetta var. Þá var ekki annað
í stöðunni fyrir mig en að yfirgefa
svæðið,“ rifjar páll upp.
Gilið var í rekstri í tvö ár áður en
veitingastaðurinn lenti í þroti. „Við
náðum aldrei fullum dampi og það
fór fljótt að halla undan fæti. Við
vorum í rauninni bara að reyna að
ná í skottið á okkur frá því við hóf-
„Ég er lúði sem aldrei lærði neitt“
Rætt við Pál Sigurvinsson á Hellissandi um lífið og tilveruna
Páll er Sandari frá Ólafsvík.
Draumaperlur slípaðar í smiðju Páls. Hægt er að kaupa draumasteina í Endur-
ómun hjá Páli á Hellissandi.