Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 17

Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 17 um reksturinn. Á endanum gáf- umst við svo upp,“ bætir hann við. „Þá byrjaði ég að drekka aftur eftir að hafa verið edrú í 30 ár. Ég missti tökin mjög fljótt og varð alveg kol- vitlaus. Það æxlaðist einhvern veg- inn þannig að þegar ég var búinn að missa allt þá kom hér stórhöfð- ingi frá Hellissandi og segir við mig: „páll, viltu eiga þetta hús? Ég veit að þú getur gert þetta allt. Þá langar okkur að halda þér hérna því þú ert kraftmikill maður.“ Þeir sáu einhverja glætu í vitleysingnum. Ég þáði húsið án nokkurra skilyrða, hætti að drekka og hef ekki drukkið síðan,“ bætir hann við. „Ég skulda ekki krónu í húsinu, þökk sé þess- um mikla höfðingja. Eina sem ég borgaði var tilkynningin og húsið var mitt.“ Um er að ræða hið sögu- fræga hús Gimli á Hellissandi. Frægasta húsið á Hellissandi „Þetta er frægasta og elsta húsið á Hellissandi,“ segir páll og horfir í kringum rýmið. Upprunalegi hluti hússins var byggður árið 1914 og hefur verið bætt við það með ár- unum. Það var smíðað í Ólafsvík á sínum tíma, fært í flekum og reist á Hellissandi því það var Sandari sem kærði sig ekki um að búa í Ólafs- vík. „Hann reif húsið bara niður og flutti það upp á Hellissand,“ segir páll kíminn. Upphaflega var húsinu skipt í fjórar íbúðir og þegar páll tók við lyklavöldunum fór hann hægt og rólega að tæta það í sundur, sam- eina þessi aðskildu rými og gera húsið að einu. „Húsið var í hand- ónýtu ástandi þegar við tókum við því. Við höfum verið dag og nótt að gera það upp og í rauninni algjör- lega lyft húsinu upp og sprautað lífi í það á nýjan leik,“ bætir hann við. Húsið er þrjár hæðir og um 300 fermetrar að stærð. páll hef- ur sameinað tvær efstu hæðirnar en hyggst halda tveimur íbúðum á neðstu hæðinni, þar leyfir hann vinum og ferðalöngum að gista. „Ég leigi ekki neitt, né vill leigja. Við eigum stóran hóp af fólki út um allan heim sem kemur hingað til Íslands, þá er það bara hjá okkur í kommúnu,“ segir páll. Miðstöð allra Fyrir 30 árum, að vetri til, kynnt- ist páll þýskum strák í Ólafsvík. páll var þá fastur í bíl sínum og kemur útlendingur að honum og býður hjálparhönd. „Þegar hann hafði hjálpað mér, bauð ég honum heim og kynnti hann fyrir kon- unni. Hún Hanna Björk bjó nefni- lega í Þýskalandi um tíma og er mikil málamanneskja, svo ég vildi ólmur tengja þau. Þessi strákur er listamaður og elskar Ísland, hef- ur komið reglulega í heimsókn til okkar síðan við hittumst fyrst. Bara út frá þessum eina litla hittingi höfum við kannski kynnst hundr- að fleirum einstaklingum. Þetta er hópur fólks sem er líkt okkur og með svipað lífsviðhorf. Fólk sem er kannski pínu öðruvísi en geng- ur og gerist og leitar að einhverju öðru í lífinu en fólk er vant. Þetta er fólk sem vill fá meira út úr líf- inu, er ekki háð peningum né að elta þetta efnislega, alveg laust við það. Þetta fólk vill meiri þýðingu og næringu úr lífinu. Við einhvern veginn finnum hvort annað á lífs- leiðinni og úr þessum samskiptum verður til mikil næring fyrir sál- ina.“ páll kallar einmitt heimili sitt miðstöð allra og að fólki sé frjálst að koma til sín, fær jafnvel að gista og eitthvað að borða og heldur svo leið sinni áfram. „Ég býð fólki oft gistingu niðri og segi þeim að koma upp og éta og svona.“ Grænir fingur páll segir hausinn vera stútfullan af hugmyndum en að það sé mik- ilvægt að halda skrokknum í góðu standi og segist hann vera í besta formi sem hann hefur nokkurn tím- ann verið í. „Ég er búinn að vera að hreyfa mig eiginlega alla tíð og aldrei meira en núna. Maður verð- ur að halda skrokknum í því ástandi sem hann á að vera í. Ég fer fimm sinnum í viku í ræktina í Ólafsvík, alveg svakalega flott stöð þar. Ég er svolítið í lóðunum en tek ekki þungt,“ segir hann. „Í dag hleyp ég mikið og lyfti grimmt í stuttan tíma svo fer ég bara að vinna.“ Dagsrútínan hjá páli raðast þann- ig; hann byrjar daginn á að fara í ræktina og vinnur svo fram eftir kvöldi. „Ég skýst reyndar í pottinn í Ólafsvík með konunni þegar hún er búin í vinnunni. Við förum allt- af alla daga saman í það.“ Í dag sér páll um garða út um allt, hirðir þá fyrir bæjarbúa ásamt því sem hann framleiðir plöntur í stórum stíl, tré og runna. „Grænir fingur liggja í manni. Ég var garðyrkjustjóri fyrir Snæfellsbæ í fjögur ár. Svo hef ég verið í þessari sumarvinnu, hugsa kannski um 20 garða og sinni þeim frá A til Ö. Oft er talað um mig hérna af allmörgum í Snæfellsbæ að ég þurfi enga sláttuvél vegna þess að ég ét allar plönturnar sem ég er að hreinsa,“ segir páll og hlær, og blaðamaður spyr, allar plöntur? „Ég borða flest allt og mun meira en nokkur annar gerir. Fíflar eru til dæmis það besta sem þú étur. Við erum hluti af plöntunum og hluti af jörðinni,“ svarar hann. Kind sem drakk kók Eins og fyrr segir þá er páll rollu- bóndi og segist hann eiga 20 hausa. „Ég er með sérstökustu rollur sem talað er um. Þær eru gæfari en allt og þekkja mig umfram allt. Ég fer reglulega út á víðáttunni og kíki á þær,“ útskýrir páll. Rollurnar hans páls halda sig mest í Kross- víkinni eða hjá Gufuskálum úti á Nesi svo það er stutt fyrir eigand- ann að heimsækja kindurnar sínar. „Þegar ég kem þá kalla ég og þær koma alltaf hlaupandi. Þetta er 20 rollur með lömbum eins og ég segi. Ég þarf ekkert að smala þeim held- ur. Þær bara labba með mér heim sjálfar, þegar tíminn er kominn, upp í fjárhús. Þá byrja ég að gefa og svona.“ páll er mikill dýravinur og gisk- ar hann að það sé þannig vegna þess að hann hafi ekki treyst mann- fólkinu jafnmikið og hallaði sér því frekar að dýrunum sem tóku hon- um vel. Hann segir kindurnar sínar einnig vera afar barngóðar „Kind- urnar eru gæfar og krakkar geta klappað þeim, gefið þeim brauð og svona. Ein rolla sem ég átti var alveg mjög sérstök og mætti kalla hana barnarollu. Hún var þann- ig að tveggja ára börn gátu setið á bakinu á henni. Hún drakk líka kók og svona,“ segir hann kíminn. páll heldur kindunum ekki út af fyrir sig. Hann hefur verið dugleg- ur að gefa börnum kindurnar sín- ar. „Ég gef þeim kind eða lamb. Þá eiga þau kindurnar eða lömbin hjá mér og þau vita það og skíra dýr- in. Ég var á einum tímapunkti bú- inn að gefa eina rolluna held ég tíu sinnum svo það voru tíu börn sem áttu sömu rolluna sem var í fínu lagi og allir ánægðir með það,“ seg- ir hann og hlær og bætir jafnframt við að það að eiga eins og eitt lamb hafi jákvæð áhrif á börnin. Kindurnar hans páls fá að lifa eins lengi og þær vilja þó svo hann borði kjötið af þeim. „Ég reyni í sál- fræðinni að gefa lömbin til að þurfa ekki að slátra þeim. Þannig get ég ekki farið að slátra lambi sem ég er búinn að gefa.“ Sterkar skoðanir „Ég tel mig ekki vera neinn öfgam- ann. Ég er til dæmis ekki í neinu trúfélagi eða í þjóðkirkjunni. Ekki endilega af því ég er í einhverju öðru. Ég hef bara andstyggð á öll- um þessum tilbúnaði mannanna um eitthvað til þess að halda okk- ur saman í einhverri hjörð og stýra okkur. Ég er svona í eðli mínu mik- ið á móti öllu svona en ég læt aðra í friði. Ég er ekki að þvinga mínum skoðunum yfir á aðra.“ Sem fyrrverandi drykkjumaður þá hefur páll að sama skapi sterk- ar skoðanir þegar kemur að alkó- hólisma. „Fyrir mér er alkóhólismi ljótt nafn af einhverjum ímynduð- um sjúkdómi. Ég hef þá föstu trú að allir geti sagt nei, þeir verði bara að vilja það. Það er enginn lífs- nauðsynlega að þamba brennivín, það drekkur bara til að bæla eitt- hvað. Það er ekkert vandamál með drykkju og það geta allir hætt að drekka. Þeir þurfa bara að hafa eitt- hvað til að lifa fyrir. Það er enginn sem gerir það nema bara þú og þú getur líka sagt nei við því alveg eins og ef þú ætlar ekki að reykja. Þetta er sjálfsagi og ekkert annað,“ segir hann ákveðinn. Mystík Nú þegar líða tekur á seinni hluta ævinnar hefur páll varið miklum tíma í að leita svara um sitt eig- ið sjálf, hver páll sé í rauninni? Hann hefur verið mikið í mystík- inni sem og dýft sér í hið dulræna eins og hann lýsir því sjálfur. „Ég aðhyllist ekki spiritisma eða fólki að handan eða neitt svoleiðis. Ég er ekkert að spá í því. Heldur er ég meira að velta fyrir mér spurning- um eins og; Hver er ég? Af hverju ég? Hvert er ég að fara? Hvaða lit- ir fylgja mér? Dag og nótt spái ég í þessu,“ útskýrir páll áhugasamur. „Af því maður talar um mystík þá tölum við um forlög og örlög, þau eru ráðin fyrirfram. Ég trúi því að þú lifir ekki einu sinni heldur er þetta samfelld ganga í gegnum ár- þúsundir í mismunandi breytileika líkama hér á jörðinni. Þú munt allt- af koma til baka í einhvers konar formi. Eitthvað ber þér að læra og reka þig á og þú rekur þig endalaust á í lífinu. Allt sem þú mokar inn, gott og slæmt, er reynsla. Þannig er dýptin í manni mörkuð af manns eigin leið og reynslu.“ Unnið úr eintakinu „Þegar komið er að leiðarlokum er unnið úr eintakinu,“ segir páll hugsandi. „Maður fór sína göngu, til sjós og svona, kom aftur til baka. Minningarnar sem maður hef- ur sankað að sér á lífsleiðinni eru bundnar þessu tímabili sem hafði mestu áhrifin á persónuna pál og gerir mig að þeim manni sem ég er í dag. Maður fer í grunninn. Það er alltaf einhver grunnur til stað- ar í hverjum manni og góðir kafl- ar í hverjum og einum sama hversu hörð og þyrnum stráð gangan hef- ur verið. Þegar síga tekur á seinni hlutann fer maður að sækja nær- ingu í góðu kaflana frekar en þá neikvæðu og áttar sig fljótt að góðu kaflarnir er mun stærri en maður gerði sér grein fyrir. Lífið er rosa- lega stutt þegar þú ert búinn að lifa því en langt á meðan þú ert í hel- víti,“ heldur páll áfram. „Þess vegna var maður kannski drykkjumaður af því maður var að bæla niður til- finningar. Ég held að þegar maður eldist svona þá verður maður meiri kelling, tilfinningalega, meiri kell- ing,“ bætir hann hreinskilinn við að endingu. glh „Lífið er rosalega stutt þegar þú ert búinn að lifa því en langt á meðan þú ert í helvíti,“ segir Páll um lífið en sjálfur átti hann erfiða æsku og reynir nú að vinna úr eintakinu sem situr eftir. Frægasta og elsta húsið á Hellissandi. Miðstöð allra eins og Páll kallar heimili sitt. Fólki er frjálst að koma og gista og borða hjá Páli og Hönnu Björk, halda svo leið sinni áfram út í lífið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.