Skessuhorn - 02.09.2020, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202022
Klukkan á Íslandi verður áfram
óbreytt. Það er niðurstaða ríkis-
stjórnarinnar eftir ítarlega skoð-
un á kostum og göllum þess að
seinka henni um klukkustund. Seg-
ir í ákvörðun þeirri að skoðun á því
hvort færa ætti staðartíma nær sól-
artíma á Íslandi hafi ekki leitt fram
nægilega sterk rök til að réttlæta þá
miklu breytingu sem felst í því að
seinka klukkunni um eina klukku-
stund. Vegur þar þyngst að neikvæð
áhrif fækkunar birtustunda á vöku-
tíma og skerðingar birtustunda í
lok dags sem dregið gætu úr útivist
og hreyfingu eru ekki nægilega vel
þekkt, en birtustundum hefði fækk-
að um 13% á ársgrundvelli með
breytingunni.
mm/ Ljósm. als.
Á tímum Covid-19 hefur dregið úr
skiptinámi í háskólum. Við Háskól-
ann á Bifröst hefur ætíð verið nokk-
ur hópur skiptinema. Áformað var
að 32 nemar kæmu að utan til náms
á Bifröst þetta haustið. Skiljanlega
urðu töluverð afföll í hópnum í ljósi
ástandsins en sautján skiptinemar
mættu á svæðið og létu Kófið ekki
hefta för sína. Flestir úr hópnum
eru frá Mið-Evrópu en einn nemi
kemur alla leið frá Suður-Kóreu.
Stjórnendur skólans höfðu vissar
efasemdir um að rétt væru að taka
við skiptistúdentum í ljósi ástands-
ins, en nemendurnir voru alveg
gallharðir, Borgarfjörðurinn væri
fyrirheitna landið og þangað skyldu
þær fara.
Starfsmaðurinn sem heldur utan
um hópinn er Þorbjörg Valdís
Kristjánsdóttir sem jafnframt er al-
þjóðafulltrúi skólans. Aðspurð segir
hún að mikil og góð stemning sé í
hópnum. Nemendurnir séu heillað-
ir af umhverfinu í Norðurádalnum
en hluti af upplifuninni er að anda
að sér náttúru dalsins og stunda
kröftuga útivist. Skólinn býður
nemendunum upp á margs konar
nám, t.d. í íslensku sem öðru máli,
menningarsögu og þjálfun í frum-
kvöðlahugsun og leiðtogafærni.
Bifrastaranemar sem búa á staðn-
um hafa tekið vel á móti skiptinem-
unum að sögn Þorbjargar. Í sam-
einingu hafa nemarnir skapað ið-
andi mannlíf í upphafi skólaársins
á Bifröst. Nemendafélag skólans er
öflugt en í ár stýrir því Bjarni Heið-
ar Halldórsson.
grj
Þeir virtust ekki láta rigninguna og
rokið á sig fá ferðamennirnir sem
dvöldu á tjaldstæðinu í Ólafsvík á
sunnudagskvöldið, en í kringum
10 ferðabílar voru á svæðinu þetta
kvöld. Mikið vatnsveður gekk yfir
Snæfellsnesið þá um kvöldið og
mátti sjá mikla aukningu á vatni í
lækjum og fossum og hafði vatns-
borðið í Hvalsánni hækkað mikið á
stuttum tíma. Mestur vindur mæld-
ist á sjötta tímanum um daginn, eða
17 metrar á sekúndu og 26 metr-
ar í hviðum. Þá mældist 7 mm úr-
koma þegar mest var. Engir ferða-
menn voru á tjaldstæðinu á Hellis-
sandi þó þar væri mun betra veður
en þess má geta að suðaustan vind-
átt er versta áttin og getur orðið
bálhvasst í Ólafsvík. þa
Umsóknarfrestur um starf sóknar-
prests í Stafholtsprestakalli í Borg-
arfirði rann út í byrjun júní. Aug-
lýst var eftir sóknarpresti til þjón-
ustu við prestakallið og miðað við
að viðkomandi gæti hafið störf sem
fyrst. Sjö sóttu um starfið. Kjör-
nefnd hefur nú kosið sr. Önnu Ei-
ríksdóttur til starfans og hefur bisk-
up Íslands, sr. Agnes M. Sigurðar-
dóttir, staðfest ráðningu hennar. Í
samræmi við þær breytingar sem nú
hafa verið gerðar á starfsmannamál-
um Þjóðkirkjunnar er sr. Anna ráð-
in ótímabundið í starfið með hefð-
bundnum uppsagnarfresti. „presta-
kallið var auglýst nú í vor með þeim
fyrirvara að vera mætti að biskupa-
fundur legði tillögur fyrir kirkju-
þing er snertu m.a. Stafholtspresta-
kall og sem kynnu að leiða til breyt-
inga á skipan prestakalla í Vestur-
landsprófastsdæmi, hljóti þær sam-
þykki kirkjuþings,“ eins og segir í
tilkynningu frá Biskupsstofu.
Sr. Anna er fædd í Reykjavík
1955 og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við tjörnina
1975. Hún starfaði um árabil við
rekstur fyrirtækis en hóf nám
við guðfræðideildina 1991 í BA-
námi. Samhliða námi starfaði
hún sem skrifstofustjóri Norrænu
eldfjallastöðvarinnar þar sem hún
annaðist umsýslu erlendra masters-
og doktorsnema í jarðvísindum
sem sóttu framhaldsnám til Íslands
og frá árunum 2004- 2009 starfaði
hún einnig sem skrifstofustjóri
Jarðvísindastofnunar HÍ. Meðfram
vinnu sótti hún nám í guðfræðideild
Háskóla Íslands og útskrifaðist
með guðfræðipróf árið 2011. Sr.
Anna var vígð til Dalaprestakalls
árið 2012 og hefur þjónað þar
sem sóknarprestur síðastliðin
átta ár. Veturinn 2019-2020 sótti
hún diplóma- og sálgæslunám hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands og
útskrifaðist síðastliðið vor. Anna á
tvö uppkomin börn. mm
Útboð á sorphirðu í Dalabyggð
stendur nú yfir en í því felst meðal
annars nýtt sorphirðukerfi sem tek-
ið verður upp á næsta ári. Að því er
fram kemur í frétt á vef Dalabyggð-
ar verður sett upp svokallað þriggja
tunnu kerfi fyrir betri flokkun. Í
þéttbýlinu koma tvær tunnur til
viðbótar þeim sem eru nú þegar
og í dreifbýlinu koma þrjár tunnur
við hvert heimili og lögbýli. „Þann-
ig verða öll heimili í sveitarfélaginu
með þrjár sorptunnur; grátunnu,
græntunnu og brúntunnu,“ segir á
vef Dalabyggðar.
Gráa tunnan verður fyrir almennt
óflokkað heimilissorp, græna tunn-
an verður fyrir flokkað sorp sem
hægt er að endurvinna og brúna
tunnan fyrir allan lífrænan úrgang.
tunnurnar verða tæmdar á fjögurra
vikna fresti auk þess sem brúnu
tunnurnar verða tæmdar aukalega í
fjögur skipti yfir sumarið. arg
Sr. Anna Eiríksdóttir verðandi sóknarprestur í Stafholti. Ljósm. kirkjan.is.
Séra Anna er nýr prestur í Stafholti
Hópur erlendra skiptinema
kominn á Bifröst
Mynd úr gönguferð sem Nemendafélag Háskólans á Bifröst stóð fyrir. Af myndinni að dæma er ljóst að hamingja er í húsi á
Bifröst og tilhlökkun í hópi nema og starfsmanna að fylgjast með þegar haustið knýr dyra í hrauninu. Ljósm. James Einar
Becker.
Brún, grá og græn tunna. Teikning: Íslenska gámafélagið.
Þriggja tunnu kerfi í
Dölum á næsta ári
Ákvörðun tekin um að
klukkunni verði ekki breytt
Létu rok og rigningu
ekki á sig fá