Skessuhorn - 02.09.2020, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 25
Endurvinnslan – markaður er heiti
á viðburði sem haldinn var í Sam-
komuhúsi Grundarfjarðar um
liðna helgi. Þar gat fólk leigt bása
og boðið fatnað sem legið hafði í
geymslum manna engum til gagns.
Verði var stillt í hóf og voru sum-
ir að gefa varning á meðan aðr-
ir létu ágóðann renna til góðgerð-
armála. Rut Rúnarsdóttir er for-
sprakki markaðarins en hún sat sjálf
uppi með mikið af barnafötum sem
ekki var hægt að nota lengur. Um-
hverfissjónarmið ráða för en að-
spurð segist Rut vilja leggja sitt af
mörkum í að endurvinna og end-
urnýta ýmsan varning. „Það sem
liggur óhreyft í geymslum er eng-
um til gagns en gæti nýst öðrum,“
segir Rut og bætir við að þetta sé
ekki gert til að stækka bankabókina
en frekar til að sporna við að nýti-
legum fötum sé hent með tilheyr-
andi mengun enda er verðið á vör-
unum þarna frekar hóflegt. Vonir
standa til að halda þennan markað
á tveggja mánaða fresti og er öllum
frjálst að leigja pláss. Básaleigan er
ekki dýr en markaðurinn er í sam-
starfi við Grundarfjarðarbæ sem
leggur til húsnæði enda smellpass-
ar þessi viðburður við umhverfis-
stefnu bæjarins. tfk
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, hefur skipað
starfshóp sem mun vinna reglulegar
greiningar á efnahagsáhrifum val-
kosta í sóttvarnarmálum, með tilliti
til hagsmuna ólíkra samfélagshópa
og geira hagkerfisins. Bæði verða
metin skammtímaáhrif og áhrif á
getu hagkerfisins til að taka við sér
að nýju þegar faraldurinn og áhrif
hans líða hjá.
Vart þarf að taka fram að Co-
vid-19 faraldurinn og viðbrögð við
honum hafa haft djúpstæð áhrif
á efnahagslífið frá því snemma á
þessu ári. Stjórnvöld hafa beitt sér-
stökum úrræðum á landamærum
til að takmarka útbreiðslu sjúk-
dómsins, meðal annars með kröf-
um um sóttkví og skimanir. Slík úr-
ræði hafa víðtæk efnahagsleg áhrif.
„Í ljósi þess að áhrifa faraldursins
mun gæta a.m.k. næstu mánuði og
að hann er síbreytilegur, bæði hér-
lendis og erlendis, þurfa viðbrögð
stjórnvalda að vera í stöðugri end-
urskoðun. Mikilvægt er að unnin
verði frekari greining á efnhagsleg-
um kostnaði og ábata ólíkra sótt-
varnaraðgerða og þeim valkostum
sem helst kunna að koma til álita,“
segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Starfshópurinn mun skila ráð-
herra reglulegum greinigum á
efnahagsáhrifum valkosta í sótt-
varnarmálum. Hópinn skipa: Már
Guðmundsson fyrrverandi seðla-
bankastjóri, tómas Brynjólfsson
skrifstofustjóri skrifstofu efnahags-
mála í fjármála- og efnahagsráðu-
neytinu og Ásdís Kristjánsdóttir
aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins. Benedikt Árna-
son, skrifstofustjóri í forsætisráðu-
neytinu, mun starfa með hópnum
og Analytica ehf. verður hópnum
til aðstoðar.
kgk/ Ljósm. úr safni/ glh.
„Finnst þér sama og mér?“ er
nýtt lag sem hljómsveitin Meg-
instreymi sendi frá sér fyr-
ir helgina, ásamt myndbandi.
Hlýða má á lagið á Spotify og
öllum helstu streymisveitum og
myndbandið má sjá á Youtube,
auk þess sem það er aðgengilegt
á Instagram- og Facebook-síðu
hljómsveitarinnar. Hafa viðtök-
urnar verið góðar, en horft var
yfir 3000 sinnum á myndbandið
við lagið fyrsta sólarhringinn, að
því er fram kemur í tilkynningu
frá sveitinni.
Meginstreymi hefur undan-
farin ár leikið á dansleikjum víðs
vegar um landið en hefur nýtt
skemmtanabannið undanfarið til
að búa til nýja tónlist. „Finnst þér sama og mér?“ er
fyrsta lagið sem tekið er
upp í nýju hljóðveri sveit-
arinnar, Stúdíó Straumi, en
myndbandið er jafnframt
tekið upp þar. Lagið er
eftir Róbert Aron Björns-
son og Jakob Grétar Sig-
urðsson, en textann samdi
Óðinn Arason. „Sérstök
gestasöngkona í laginu er
Unnur Birna Björnsdóttir,
söngkona og fiðluleikari,
en einnig komu fleiri að-
stoðarmenn að upptöku
lagsins eins og flamenco-
gítarleikarinn Reynir Del
Norte og gongleikarinn
Atli Már Björnsson,“ seg-
ir í tilkynningu frá hljóm-
sveitinni. kgk
Existentíalismi eða tilvistarstefn-
an var áhrifamikil heimspekistefna
upp úr heimstyrjöldinni og hafði
víðtæk áhrif á menningu og hug-
vísindi um heim allan. Kirkegaard,
Nietzsche, Sartre og Dostojevs-
kíj voru taldir til mikilvægra leik-
manna (MVp´s) á þeim leikvelli.
Hugmyndin um sjálfræði er stór
þáttur í stefnunni, þó var Nietzsche
einn af þeim sem dró í efa mögu-
leikann á skynsamlegu sjálfræði en
það er efni í annan pistil. Í stuttu
máli fjallar þessi stefna um að hin
traustu bönd mannsins við Guð
og náttúru séu rofin og maðurinn
skuli ryðja sína eigin leið. Mað-
urinn ber sjálfur ábyrgð á sínum
mistökum, hvorki Guð né einhver
annar. „Hver er sinnar gæfu smið-
ur“ er orðatiltæki sem hnýtir þessa
stefnu snyrtilega saman.
En eins og fanginn stígur út fyr-
ir veggi fangelsisins þá kemur það
fyrir að manneskjan upplifi ótta,
ótta við allt það frelsi og sjálfræði
sem hann var eitt sinn sviptur. Hver
skal vera leiðarvísir þessara týndu
sála í öllu því frelsi sem sprottið
hefur upp líkt og í aldingarðinum
Eden, hver segir til um hvað sé rétt
og hvað sé rangt o.s.fv? En hvernig
er það? Á ég að setja bananaknipp-
ið fyrst á vigtina eða leita að þeim
fyrst í kerfinu og setja þá svo á vigt-
ina? Hvar er Æ-ið á takkaborðinu
fyrir sætu kartöfluna? Hvernig raða
ég á pokasvæðið án þess að konan
í tölvunni fari að kvabba við mig
að það sé óvæntur hlutur á poka-
svæði? Sjálfsafgreiðslukassarnir í
matvörubúðunum hefur breytt því
hvernig fólk hagar sér í búðinni, ef-
laust hafa þeir haft meiri áhrif en
ég geri mér grein fyrir.
Eins og leikskólabörn sem bíða
í röð eftir að vera smúluð af kenn-
aranum eftir að hafa leikið sér í
sandkassanum og drullunni áður
en þau fara inn í nestisstund biðu
viðskiptavinirnir
eitt sinn eftir því
að röðin kæmi að
þeim á kassanum. Áhyggjuleysið í
algleymingi þegar vörurnar rúlluðu
hægt en örugglega í átt að peysu-
klædda starfsmanninum með nafn-
spjaldinu. Í huga okkar viðskipta-
vina var hann Guð og náttúran
holdi klædd. Hann einn veit hvern-
ig á að stimpla inn vörunúmerið
þegar strikamerkið bregst, hvort
það eigi að setja ávextina á vigt-
ina fyrir eða eftir vöruleit. Hann
einn getur breytt magni dósa. Hjá
honum er enginn óvæntur hlutur á
pokasvæði. Nú er enginn tími fyrir
spjall við kassana ef vel á að ganga
við sjálfsafgreiðsluna, hnykkluð
enni og einbeitt augu föst í störu
á 15“ snertiskjánum einkenna þessa
nýju áþján, sjálfs (afgreiðslu) stæði
einstaklingsins.
Axel Freyr Eiríksson
Ferjukoti
„Þetta var gaman, fiskurinn veidd-
ist í Staðarhólsánni,“ sagði Ingi
Stefán Ólafsson en hann skrapp að-
eins í Hvolsá og Staðarhólsá í Döl-
um en árnar hafa gefið ágætlega í
sumar, bæði lax og bleikju. „Þetta
var 75 sentimetra lax,“ sagði Ingi
Stefán ennfremur.
Krossá á Skarðsströnd hefur
aðeins verið að lifna seinni hluta
veiðitímans og það sama má segja
um Fáskrúð í Dölum eftir rólega
byrjun þetta sumarið. „Við feng-
um fína veiði í Fáskrúð um daginn
en aðeins er veitt á flugu í henni,“
sagði veiðimaður sem við hittum í
Búðardal fyrir skömmu. En þrátt
fyrir að það hafi rignt undanfarið
virðist veiðin ekki hafa tekið mik-
ið við sér. Haffjarðará hefur reynd-
ar gefið vel og er stutt í að þúsund-
asti laxinn komi á land, sem er frá-
bær veiði. Mikið er af laxi í ánni og
trónir áin á toppi vestlensku ánna.
Norðurá og Þverá hafa alls ekki
staðið undir væntingum í sumar,
þótt þær hafa bætt sig síðan í fyrra.
Norðurá hefur gefið um 840 laxa
en Þverá er komin í 830 laxa. Langá
á Mýrum hefur gefið 755 laxa. „Við
náum sex löxum og þetta var gam-
an, töluvert af fiski,“ sagði Jógvan
Hansen er hann var á Langárbökk-
um eins og oft áður í sumar. Þar
kann hann best við sig í veiðinni.
Hítaráin hefur verið góð í sumar og
eru komnir 455 laxar á land, sem er
mjög gott.
En sumarið er ekki búið. Veiði-
menn eru að reyna ennþá, víða er
mikið eftir af veiðitímanum. Reið-
ir hængar eru líklegir til að ráðst
á agnið núna. Og þeir geta verið
vænir.
gb
Benedikt Einarsson með lax úr Þverá. Ljósm. Aðalsteinn Pétursson.
Rigning virðist lítið
hafa hleypt lífi í veiðina
Ingi Stefán Ólafsson með flottan lax í
Staðarhólsá í Dölum.
Greina efnahagsáhrif
sóttvarna
Rut Rúnarsdóttir við söluborðið sitt síðasta mánudag.
Endurnýting og
umhverfissjónarmið í Grundarfirði
Nýtt lag með Meginstreymi
Pistiill - Axel Freyr Eiríksson
Óvæntur hlutur
á pokasvæði