Skessuhorn - 02.09.2020, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 27
Vísnahorn
Sumarið og reyndar árið
1882 var eitt það versta
sem heimildir eru um á
Íslandi í seinni tíð og í
Öldinni sem leið er þess
getið við árið 1882 að þá
hafi beinlínis fallið á svæðinu milli Gilsfjarð-
ar og Skarðsheiðar 136 nautgripir, 26 þús-
und fjár, 16.400 unglömb og 1.300 hross. Er
þá ótalin sú fækkun sem varð vegna heyskap-
arleysis og er talið að á þessu ári hafi sauðfé
landsmanna fækkað um þriðjung. Sem dæmi
um sprettuna má nefna að það hey sem náðist
var svo smágert að það tolldi ekki í böndum og
varð að reiðast heim í pokum. Ofaná veður-
farsleg harðindi geisuðu þá mislingar og tóku
bæði drjúgan toll í mannslífum auk þess sem
eftirlifendur voru illa í stakk búnir að standa
í erfiðisvinnu nýstaðnir upp úr veikindum og
var þetta sumar lengi kallað mislingasumar-
ið. Ekki var ástandið betra í Skagafirðinum
og á Gilsbakka á Kjálka lá allt heimilisfólkið
rúmfast en Jón bóndi einn á fótum. Þó sárlas-
inn en reyndi af bestu getu að hjálpa heimilis-
fólki sínu. Einhverjar innantökur og melting-
artruflanir grasseruðu líka og bættu ekki um
ástandið. Stundum er talað um Lækjar Katr-
ínu þá er hægðir gerast liprar og og ákafar og
er ekki betri krankleiki en hver annar:
Nú er aukvisum ekki rótt
í þessu herbergi,
mislinga þar eð sveimar sótt
sigrar hún heilbrigði.
Lækjar Katrín með þor og þrótt
þrengir að mannkyni.
Drulla menn bæði dag og nótt.
-Dæmalaust helvíti.
Haustið nálgast okkur nú allavega þó trú-
lega verði það í meira lagi frábrugðið öðrum
haustum miðað við allar aðstæður í þjóðfélag-
inu en Ingólfur Ómar yrkir:
Fölva slær á fjallahring
fölna gróðurreitir.
mosabreiðu laut og lyng
litadýrðin skreytir.
Falla lauf og fölnar reyr
flögra í hringi þrestir.
vankaðir nú virðast þeir
vel af berjum hresstir.
Stundum verður manni á að velta fyrir sér
hver yrðu viðbrögð manna sem kæmu skyndi-
lega inn í nútímann frá því fyrir svona 150
árum eða svo. Hætt er við að þeim kæmi all-
margt undarlega fyrir sjónir. Gísli Ásgeirs-
son velti fyrir sér hvernig Bólu Hjálmar hefði
brugðist við að koma í Kringluna og sjá þar
rúllustigann og fleira:
Mér er ekki greitt um gang
geng þó búða á milli
hefi þetta færst í fang
fíla ekki skrum og prang
en strigapokann stirðlega þó fylli.
Hér er nú mín hinsta búð
horfi ég fram á stiga
upp hann ber mig, allt að súð
undramáttur hefur knúð
en álagið mun eflaust rúllu sliga.
Lengi hefur það verið siður okkar Íslend-
inga að hnýta ósparlega í þá sem eru okk-
ur andsnúnir í pólitík og þá ekki bregða því
betra að nauðsynjalausu. Jón pálmason orti
um Framsóknarmenn:
Framsókn ýtir fleyi á mar
fegrar grýtinguna
flibbar hvítir fela þar
fleira en skítmennskuna.
Fyrir þeirra hönd svaraði síðan Valdimar
Benónýsson:
Svart á hvítu sýnir Pá
svo ég hlýt að muna:
Furðu nýtinn er hann á
íhalds skítmennskuna.
Ein íþrótt hagyrðinga er svokallaður Slitru-
háttur en þá eru orð slitin í sundur og atkvæð-
um endurraðað í þeim tilgangi að ríma, finna
ljóðstafi eða búa til orðaleiki. Þegar Sigurður
Ingi bar hærra hlut gagnvart Sigmundi Dav-
íð í formannsslag í Framsóknarflokknum árið
2016 orti Helgi Ingólfsson:
Sýtir stjórnar- sína -háttu,
Sig- mun- láta hverfa -dur.
Háði bar- og harða -áttu,
hafði Sigur- góðan -ður.
Sannarlega er pólitíkin ekki betri en aðrar
tíkur nema síður sé. Óvíst líka hvað kærleik-
urinn milli frammámannanna ristir djúpt þó
allt sé kyrrt og fellt á yfirborðinu. Um einn
ónafngreindan stjórnmálamann orti Onni á
Kjörseyri:
Beitti mælsku mjúkum hreim
með því ýmsa blekkt’ann.
Elskaður af öllum þeim
sem ekki mikið þekkt’ann.
Það hafa svosem fleiri en stjórnmálamenn
verið elskaðir um tíma en síðan dalað nokk-
uð í vinsældum og er þá skemmst að minnast
blessaðra útrásarvíkinganna okkar sem var um
tíma nánast blandað inn í trúarjátninguna en
það tók nú af enda orti Jón Ingvar:
Meðan okkar þjóðarþing
þarf að halda á lausnum
enginn grætur auðkýfing,
einan sér á hausnum.
Laxveiðin virðist hafa verið með dræm-
ara móti í sumar. Allavega hér vestanlands
þó blessuðum möðkunum hafi verið óspart
drekkt þeim til dýrðar. Ingibjörg Guðmunds-
dóttir frá Berghyl í Fljótum orti þetta erfiljóð
um þá sem oftast hafa fórnað lífi sínu fyrir
laxa og laxveiðimenn:
Laxinn sér leikur á grynning
- það lygnir í nótt eftir spánni -
blessuð sé maðkanna minning
sem mennirnir drekktu í ánni.
Veiðifélög eru gagnmerkar stofnanir og
að sjálfsögðu þurfa þau að halda fundi öðru
hvoru eins og tíðkanlegt er. Fundargerðir eru
og skrifaðar og jafnan valdir sem fundarritar-
ar orðhagir og pennafærir menn í besta lagi.
Eftir lestur á fundargerð veiðifélags nokkurs
orti Jakob á Varmalæk:
Fundur var haldinn og hjalað lengi um hæng
og gálu.
Hrifningu vakti og hrærði strengi í hvers
manns sálu
fundargerðin á gullaldarmáli góðu og þjálu.
- Helst mætti ætla að hún væri skráð - af
höfundi Njálu.
Þegar séra Elínborg var nýkomin til starfa
sem sálnahirðir í Stafholti varð henni það á
vegna ókunnugleika að leggja í heimildarleysi
net í Norðurá. Guðmundur á Skálpastöðum
minntist þá þess þegar félagi Jesú var að telja
fiskimennina við Genesaretvatn á að slást í för
með sér:
Postulans Péturs ráð
prestinum hlýðir enn.
Laxinn er bönnuð bráð,
bara má veiða menn.
Misjafnt er hvernig það fer í menn þegar
hárum fer að fækka. Sumir láta sér á sama
standa en aðrir hafa þungar áhyggjur og líða
sálarkvalir miklar. Um skallamyndun sína orti
Guðmundur Böðvarsson:
Alltaf skallinn eykst með hverjum degi.
Nú er hann kominn norður á haus
og næst verður hann endalaus.
Ætli nú sé ekki tími til að fara að ljúka þessu
og mætti þar til nota þennan fyrripart eftir
Kristján frá Djúpalæk:
Himinn blánar öðrum yfir,
alltaf gránar minn.
Heiðrekur Guðmundsson botnaði:
Annan smánar allt sem lifir,
eltir lánið hinn.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Blessuð sé maðkanna minning - sem mennirnir drekktu í ánni
Sólsetur við Skorradalsvatn er oft
ægifagurt sumarlangt. Fólk ger-
ir sér margt til dundurs eins og
að veiða á stöng. Vegagerðin er
á lokastigi frá Vatnsenda inn fyr-
ir Dagverðarnes. Mikið í veg-
inn lagt eins og það hafi farið inn
2+1 og 2+2 verklýsing enda mik-
il umferð um fagran dal. Skógur-
inn í Hvammsklifinu hefði mátt
og má enn fá betri frágang. Veg-
urinn gæti verið varaflugvöllur
í Hvammshlíðinni í stað Stóra
Kropps. Bíltúr og ganga um inn-
dalinn innan við Fitjar og yfir að
Vatnshorni er liðin tíð, lúpínan
hefur endanlega fyllt dalinn og
kaffært berjalandið og íslenskan
gróður og gönguleiðir í fagurri
náttúru, mjög sorglegt í annars
einstakri náttúru. Vatnsvesenið
virðist fylgja Andakílsárvirkjun,
endalaus breytileg vatnshæð hef-
ur slæm áhrif á lífríkið. Áður ið-
aði fjöruborðið af síli nú er það
allt horfið. Hreppsnefnd Skorra-
dalshrepps er búin að vera mót-
fallin virkjuninni í 60 ár en ekkert
breytist til betri vegar í vatnsbú-
skap.
Höf. er Skordælingur til 32 ára.
pS: Ég hafði ekki löngun til að
taka mynd af lúpínu frumskóginum í
Vatnshorni.
Þingvallavatn er alltaf með sömu vatnshæð með sínar þrjár
stórvirkjanir. Skorradalsvatn með sína litlu og óvinsælu virkjun
hleypur upp og niður um allt að einn metra þannig að seiðin vita
ekki hvort þau eru að koma eða fara.
Sumarannáll úr
Skorradal 2020
Veitt í kvöldhúminu.
Frekar druslulegt í Hvammsklifi. Þessi dugði vel til verksins enda hokinn af reynslu.