Skessuhorn - 02.09.2020, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202028
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Grein mín á dögunum um yfirvof-
andi skipulagsslysfarir í Skógar-
hverfi vakti bæði og kallaði á við-
brögð Ragnars B Sæmundssonar,
formanns skipulags- og umhverf-
isráðs. Með því var nokkur sigur
unninn því núverandi meirihluti
bæjarstjórnar Akraness hefur lítt
verið sýnilegur á kynningarfundum
um málið og einatt falið embættis-
mönnum bæjarins kynningu máls-
ins.
En að grein formannsins. Hann
bendir á þá augljósu staðreynd að
með breyttu skipulagi verði ekki al-
veg skorið á tengingu Garðalundar
og Klapparholts. Þar á hann við stíg
er nú liggur á milli svæðanna. Ein-
mitt þar kristallast, að ég vil segja,
metnaðarmunur okkar. Mín fram-
tíðarsýn er sú að þessi tvö svæði
verði ein samfelld útivistarparad-
ís Akraness. Formanninum dugar
stígurinn sem jafnframt á að vera
akvegur.
Þá nefnir formaðurinn í löngu
máli ofanvatnslausnir, sem hann
kallar svo og brigslar mér um að
þekkja ekki mun á slíkum lausnum
og göngu- og hjólastígum frá græn-
um svæðum. Það er algengur ósiður
stjórnmálamanna í dag, sem á tylli-
dögum vilja kenna sig við græna
framtíð, að benda á næfurþunnt og
fölt hálmstráið sem eftir stendur
þegar skóginum hefur verið fórnað.
Hjólastígar og regnvatnssprænur
koma ekki í stað heildstæðs útivist-
arsvæðis sem nýst getur bæjarbúum
allan ársins hring.
Uppbygging ferðaþjón-
ustu – Hótel
Formanninum þykir skjóta skökku
við að ég skuli vilja halda mögu-
leika á hótelbyggingu á svæðinu
opnum þar sem enginn hafi óskað
eftir leyfi til slíkrar byggingar. Þar
kemur enn og aftur misjöfn fram-
tíðarsýn okkar í ljós. Er til betri
staður til slíks rekstrar en í mið-
punkti útivistarsvæðis, Akrafjall-
ið innan seilingar, í göngufæri við
golfvöll, byggðasafnið, Jaðarsbakk-
ana að ógleymdum Langasandin-
um. Bíður einhver betur? Þessum
gullna möguleika í ferðaþjónustu er
algjör óþarfi að fórna. Vilji meiri-
hlutans er hins vegar sá að á þeim
reit rísi gróðurhús og geymslur
þrátt fyrir að formaðurinn hafi
gefi í skin bæði í ræðu og riti að
þar verði grænt svæði! Formannin-
um er ekki kunnugt um að nokk-
ur hafi sótt um þessa hótellóð og
því beri að taka hana út af skipulag-
inu. Enginn hefur sótt um hótellóð
á Sementsreitnum, er það þá næsta
verkefni formannsins að taka hana
út af skipulagi? Eigum við bara að
bíða eftir því að einhver sæki um
að byggja hótel og þá fara að skipu-
leggja einhverja lóð? Stjórnmála-
menn eiga að hafa framtíðarsýn og
skapa möguleika til uppbyggingar.
Skipulag hvers er verið
að kynna?
Alvarlegast er í grein formansins að
ásaka mig um að fara niður á „það
plan að leggja starfmönnum bæjar-
ins og skipulagshöfundi orð í munn
og lýsa yfir takmörkuðum skilningi
þeirra á möguleikum svæðisins.“ Í
umræðunni á kynningarfundinum
kom fram spurning um hvort þetta
land sem byggðin færist yfir og er
skilgreint sem beitarland í dag, væri
fundarmönnum dýrmætt? Í grein
minni segi ég; „á fundinum kom
ekki fram mikill skilningur af hálfu
meirihlutans um möguleika svæðs-
ins og talað um svæðið sem fer und-
ir íbúðabyggð sem ómerkileg beit-
arhólf.“ Ég skynjaði ásamt fleirum
sem voru viðstaddir að þetta væri
skoðun meirihlutans enda verið
að kynna verk hans. Í mínum huga
er skipulagið stefnumótun meiri-
hlutans en ekki embættismanna. Á
fundinum var hins vegar ekki kost-
ur fyrir gesti fundarins að eiga rök-
ræður við aðra en embættismenn.
Það er nýlunda í bæjarmálum á
Akranesi að kjörnir fulltrúar treysti
sér ekki til þess að standa fyrir máli
sínu gagnvart íbúum. Á síðasta
kjörtímabili, þegar kynntar voru
umfangsmiklar skipulagsbreyting-
ar sem skiptar skoðanir voru um,
þá var það formaður skipulags- og
umhverfisráðs sem stýrði kynning-
arfundum og fékk þá tækifæri til
að hlusta á íbúana. Mikilvægustu
verkefni stjórnmálamanna eru að
marka stefnuna til framtíðar. Skýr-
asta stefnumörkun til framtíðar eru
ekki síst skipulagsmálin. Þar eiga
og verða stjórnmálamenn að hafa
skoðun og þora að kynna hana og
standa fyrir máli sinu. Það hefur
núverandi meirihluti bæjarstjórnar
ekki gert heldur teflt fram embætt-
ismönnum bæjarins.
Það er gleðilegt hversu mikil eft-
irspurn er til byggingar einbýlis- og
raðhúsa á Akranesi. Þegar núver-
andi meirihluti bæjarstjórnar tók
við var í gildi skipulag sem uppfyllti
þessa eftirspurn. Nú hefur meiri-
hluti bæjarstjórnar hins vegar ógilt
það skipulag með augljósum af-
leiðingum. Það er formaður skipu-
lags- og umhverfisráðs eðli málsins
samkvæmt sem ber mesta ábyrgð á
slíkum ákvörðunum hverju sinni.
Hann getur ekki skýlt sér á bak
embættismanna eða minnihlutans
í þeim ákvörðun-
um. Hans hlutverk
er líka að sannfæra íbúa hverju sinni
um að hann og meirihluti bæjar-
stjórnar stefni í rétta átt.
Tjaldað til einnar nætur
Verðmætasta verkfæri við stjórn
sveitarfélags er framtíðarsýnin.
Skipulagsmál er besta dæmið um
slíkt. Þar mega menn ekki tjalda
til einnar nætur. Íbúar sem ráðast
í húsbyggingu gera það með gild-
andi skipulag í huga og með þá trú
að þar sé horft til lengri tíma. Það
er því fráleitt að með skipulagi lóða
undir örfá íbúðarhús sé ekki bara
gengið á rétt íbúa í Skógarhverfi
heldur einnig á rétt allra íbúa sveit-
arfélagsins hvað varðar framtíðar
útivistar- og viðburðasvæði.
Að lokum þá hvet ég íbúa á Akra-
nesi að kynna sér þessar breytingar
vel því þetta er ekki bara einkamál
þeirra sem búa í Skógarhverfinu.
Framtíðar útivistar- og viðburða-
svæði okkar allra liggur undir. Það
er ennþá hægt að forða þessu skipu-
lagsslysi. til þess að svo megi verða
þurfa íbúar Akraness að láta í sér
heyra.
Einar Brandsson
Höf. er bæjarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á Akranesi.
Botnsskáli
Þegar ég var krakki vestur í Stað-
arsveit ferðaðist ég stundum suður,
það var þá langur vegur varðaður
vegasjoppum. Ein skar sig úr. pét-
ur Geirsson seldi mönnum ódýrt
bensín, sumir sögðu að hann borg-
aði með því. Greiðvikin ungmenni
dældu á bílana en inn þurftu menn
að fara til að gera upp. Og þá var
draumurinn úti. Þar mætti mönn-
um smörrebröd sem fáir höfðu séð
viðlíka, jafnvel í útlöndum. Þeg-
ar ég ferðast um fjarlægar borg-
ir heimsmenningarinnar, Kaup-
mannahöfn, parís og Búdapest og
kem inn í verslanir þar sem hillur
svigna af kökum og smurbrauði,
dettur mér alltaf Botnskáli í hug!
Á þessu græddi pétur, hann var
og er veitingamaður af Guðs náð.
Enda enn að á níræðis aldri, rekið
hótel á sömu kennitölu áratugum
saman en slíkt þykir fátítt í voru
landi. Annar vert ritaði í blað fyr-
ir nokkrum árum og kvartaði yfir
kúnnum sínum sem kæmu til að
kúka en keyptu ekki neitt. Þá varð
mér á að hugsa að þessi maður
hefði ekki skólast hjá pétri og ætti
kannski að fást við annað en að reka
sjoppu.
Riddari götunnar
Í dag kynnist ég hinsvegar nýjum
hæðum í lágkúru í túrisma! Á ferð
minni um Suðausturland vildi ég
líta aflögð varnarmannvirki en fá
mér í leiðinni kaffivatn á veitinga-
stað sem þar var í grenndinni. Við
vorum feðgar á ferð og lögðum
bílnum við kaffihúsið þegar okkur
var ljóst að innheimt væri gjald fyrir
frekara ferðalag á bíl. Ákváðum að
fá okkur stuttan göngutúr áður en
farið væri í kaffið. Hefst nú gang-
an en skammt er farið niður brekku
þegar hrópað er að baki úr kven-
nmannsbarka skipandi rómi. Ljóst
var þegar að hér væri ekki sung-
inn matseðill dagsins! Þið verðið
að borga tilkynnti konan. Heldur
fór þetta illa í ferðalangana, erlend
kona vildi nú rukka okkur fyrir að
tipla um fósturjörðina. Við blasti
timburskilti sem á stóð heiti kaffi-
hússins, það gaf til kynna að hér
svifi andi Egils Skallagrímssonar og
Skarphéðins Njálssonar yfir vötn-
um og lögmál péturs Geirssonar
væru fyrir mönnum latína. Hér var
kaffihús víkinga! Við flúðum kon-
una en komust ekki langt áður en
sjálfur eigandinn kom akandi og
fór geist. Borga skildum við. Rök
hans voru skýr, hann átti landið og
veginn og hélt honum við. Allt var
skýrt. Vildum við að hann kæmi
heim til okkar og kúkaði í klósett á
einkaheimilum okkar!
Þarna lauk samtali okkar við veit-
ingamanninn. Þegar komið var aft-
ur að bílnum hafði, líkt og fyrir
galdur, loft lekið úr hjólbarða far-
þegamegin að aftan. Heimsókn á
kaffihúsið góða vék því fyrir dekkja-
skiptum.
Sumir eru þeirrar gæfu aðnjót-
andi að rata ungir
í störf sem þeim
fellur vel að sinna,
lenda á réttri hillu
í lífinu. Aðrir ættu
að vera að fást við
annað en það sem hefur orðið hlut-
skipti þeirra um lengri eða skemmri
tíma. Vandi ferðaþjónustu á Íslandi
er mikill eins og víðast hvar um
þessar mundir. Það er þó ljóst að
hann einskorðast ekki bara við of
fáa ferðamenn, í einhverjum tilvik-
um eru veitingamennirnir allavega
einum of margir!
Finnbogi Rögnvaldsson
Viðskiptamódelið
Pennagrein
Skammvinn framtíðarsýn