Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Page 30

Skessuhorn - 02.09.2020, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202030 Hvað gerðir þú í gær? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi á mánudag) Ásrún Adda Stefánsdóttir „Fékk mér Brynjuís, horfði á úrslitaleikinn í meistaradeild kvenna, Lyon og Wolfsburg. Keyrði svo heim í Borgarnes frá Akureyri.“ Bjartur Einarsson „Fór á æfingu og kláraði heima- vinnuna fyrir skólann.“ Gunnar Örn Ómarsson „Var að vinna og fékk mér kombótilboð á Olís.“ Páll Egilsson „Ég fór í sund og svo í góðan göngutúr.“ Sóttvarnaryfirvöld hafa ákveðið að veita heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum hér á landi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum; tveggja metra reglan þarf að gilda milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og ekki mega vera nema að hámarki 100 manns í stúku/stæði. Mest geta íþróttafélög fengið heimild fyrir tveimur stúk- um/stæðum við hvern leikvang, að því gefnu að svæðin séu aðskilin og enginn samgangur þar á milli. Heimildin tók gildi fyrir helgi, en greint var frá málinu á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á föstudagskvöld. Þannig mátti til dæmis sjá áhorfendur á leikjum helgarinnar í Íslandsmótinu í knatt- spyrnu. kgk Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Norwich City, er kominn á lánssamningi til ÍA. Mun hann leika með liði Skaga- manna út keppnistímabilið 2020. Ísak Snær er 19 ára gamall miðjumaður og á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands, þar af níu með U19 ára liðinu. Hann hefur einnig verið fyrirliði U19 ára landsliðsins. Ísak er uppalinn hjá Aftureld- ingu en hefur verið á mála hjá Nor- wich City frá 2017, en hefur einnig leikið með Fleetwood town og St. Mirren á láni. kgk Lið Skallagríms í 4. deild karla í knattspyrnu gerði jafntefli við topp- lið Hamars á laugardaginn, þegar liðin mættust í 13. umferð deildar- innar. Leikið var á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Hamarsmenn komu beittir til leiks og slógu tóninn strax á 6. mín- útu þegar Magnús Ingi Einarsson skilaði knettinum í netið og kom gestunum yfir. Eitthvað hefur forskot gestanna kveikt undir heimamönnum. Borg- nesingar pressuðu Hvergerðinga hátt upp völlinn. Þeir voru með tærnar í flestum sendingum, kæfðu hverja sókn Hamarsmanna nánast í fæðingu og voru með yfirhöndina stærstan hluta fyrri hálfleiks. Það var svo á þeirri miklu markamínútu, 43. mínútu, sem Skallagrímsmenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað. Fyr- irgjöfin rataði á Declan Joseph Red- mond sem reis manna hæst í teign- um og skallaði boltanum inn fyrir marklínuna og jafnaði metin fyrir Skallagrím. Innan við mínútu síðar fékk Viktor Ingi Jakobsson, leikmað- ur Skallagríms, sitt annað gula spjald og þurfti að víkja af velli. Staðan var 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Bæði lið voru töluvert rólegri í síðari hálfleik. Þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri þá héldu Skallagrímsmenn vel í við gestina. Þó litu fleiri mörk ekki dagsins ljós og skildu liðin því jöfn að leikslok- um. Skallagrímsmenn detta niður um eitt sæti eftir umferðina og sitja nú í 4. sæti með 19 stig. Ísbjörninn færði sig upp um sæti í það 3. með 21 stig. Lið KÁ er í 2. sæti með 22 stig og Hamarsmenn sitja enn sem fastast á toppi C-riðils með 28 stig nú þegar 13 umferðir eru búnar. Næsti leikur Skallagríms er á laugardag gegn Ísbirninum í Kórn- um í Kópavogi og hefst kl. 12:00. glh Vesturlandsmót kvenna í golfi var haldið á Bárarvelli í Grundar- firði síðastliðinn laugardag. Kven- kylfingar frá Golfklúbbi Borgar- ness, Golfklúbbi Leynis á Akra- nesi, Golfklúbbi Mostra í Stykkis- hólmi ásamt mótshöldurunum úr Golfklúbbi Vestarr í Grundarfirði öttu kappi í mildu veðri á mótsdag. Keppt var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Mótið er einnig sveitakeppni klúbbanna og fjórar konur úr hverjum klúbbi með flesta punktana mynda sveit- ina. Breyta þurfti fyrirkomulagi mótsins vegna Covid-19. Var til að mynda engin kvöldskemmtun sem hefur verið stór hluti af þessari sam- komu síðustu ár ásamt því að kepp- endum var ekki boðið upp á morg- unverðarhlaðborð áður en haldið var út á völl. Í staðinn fengu allar konur nestispakka með sér í golf- pokann. Að móti loknu var setið úti þar sem ekki máttu vera fleiri en tíu manns inni í golfskálanum í einu. Boðið var upp á hressinu og grill- aðar pylsur ofan í hópinn auk þess sem verðlaun voru veitt. Þrátt fyr- ir breytt fyrirkomulag þá áttu kon- urnar góðan dag saman, skemmtu sér vel og fóru sáttar heim að sögn mótsnefndar. Úrslit mótsins voru sem hér segir. Punktakeppni: Jófríður Friðgeirsdóttir, GVG1. Erna Guðmundsdóttir, GMS2. Aldís Ásgeirsdóttir, GVG3. Höggleikur: Arna Magnúsdóttir, GL1. Anna María Reynisdóttir, GVG2. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL3. glh/Ljósm. Sverrir Karlsson. Í sumar hefur markvisst verið unnið að framkvæmdum og endurbótum á opnum svæðum í Borgarbyggð. Þessi opnu svæði eru nýtt sem leik- svæði fyrir börn. Í Bjargslandi í Borgarnesi hefur verið bætt við af- þreyingarmöguleikum fyrir börn- in í hverfinu. Það hefur þótt vanta en þess má geta að í Bjargslandi búa flest börn í sveitarfélaginu. Ærslabelgi hefur verið komið fyrir á Wembley, ásamt því að nýj- um knattspyrnumörkum verður komið fyrir á sama svæði. Er þetta annar ærslabelgurinn sem kom- ið er fyrir í Borgarnesi, en búið er að vinna skemmdarverk á belgnum við íþróttamiðstöðina og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að ganga vel um tækin. Ljóst er að sá belgur er nú ónothæfur. Fyrr í sumar var ærslabelgi komið fyrir á skólalóðinni á Hvanneyri og leiksvæðið við Hrafnaklett í Bjargs- landi lagfært. Allt er þetta gert með það í huga að bæta möguleika til af- þreyingar og heilbrigðrar útiveru og hreyfingar. glh Áhorfendum leyft að sækja íþróttaviðburði Stuðningsmenn Víkings Ó. á knatt- spyrnuleik. Ljósm. úr safni/ KSÍ. Ísak Snær til ÍA á láni Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari karlaliðs ÍA, ásamt Ísaki Snæ Þorvalds- syni. Ljósm. Knattspyrnufélag ÍA. Declan Joseph Redmond skoraði jöfnunarmark Skallagríms. Ljósm. glh. Jafntefli gegn toppliðinu Skemmdarverk. Ærslabelgurinn við íþróttamiðstöðina er nú ónothæfur. Ærslabelgur á Wembley Nýi ærslabelgurinn á Wembley í Bjargslandi. Vel heppnað Vesturlandsmót kvenna í golfi Verðlaunahafar Vesturlandsmóts kvenna 2020 sem fram fór í Grundarfirði síðast- liðinn laugardag. Golfklúbbur Grundarfjarðar GVG vann sveitakeppnina.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.