Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 37. tbl. 23. árg. 9. september 2020 - kr. 950 í lausasölu DOMINOS.IS | DOMINO’S APP 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PIZZUR MÁNAÐARINS EIN STÓR PIZZA Fæst m.a. í Apóteki Vesturlands Tilboðið gildir út september 2020 Smurt rúnstykki & Kókómjólk 499 kr. ALLA LEIÐ Það viðraði vel á strákana hjá Almennu umhverfisþjónustunni ehf. síðasta laugardag þegar þeir voru að steypa fyrsta hlutann af nýja hafnarkantinum við Grundar- fjarðarhöfn. Þeir Júlíus Már Freysson og Sveinn Bárðarson sáu sig knúna til að fækka fötum og reyndu að nýta sólargeislana enda styttist í að haustlægðirnar fari að láta á sér kræla. Ljósm. tfk. Eigendum sumarhúsa hér á landi býðst að sækja um svokölluð ör- yggisnúmer sem fest eru með plöt- um á útvegg húsa og sömuleið- is innandyra. Þetta er þó valkvæð þjónusta sem hver og einn ákveð- ur hvort hann kaupir. Sótt er um öryggisnúmer til Landssambands sumarhúsaeigenda sem úthlutar þeim. Við úthlutun neyðarnúmers er húsið samhliða skráð í gagna- grunn viðbragðsaðila Neyðarlín- unnar-112 með hnitsetningu húss. Þegar slys eða óhapp verður í sum- arhúsi er númerið gefið upp og geta þá viðbragðsaðilar, svo sem sjúkra- bílar, lögregla eða slökkvilið, þá ekið beint að viðkomandi húsi með tilheyrandi tímasparnaði. Óskar Guðjónsson er varafor- maður Landssambands sumarhúsa- eigenda. Sjálfur á hann sumarbú- stað í landi Munaðarness í Borgar- firði. Nýverið varð slys í húsi hans og vakti hann í kjölfarið máls á því hversu mikið það hafi hjálpað í því tilfelli að hafa skráð neyðarnúmer á húsinu, þegar hringt var í 112. „Sjúkraflutningamenn úr Borg- arnesi gátu staðsett okkur á leið sinni á vettvang, opnað öryggishlið á afleggjaranum og voru komnir til okkar einungis fimmtán mín- útum eftir að útkallið barst. Þetta sýndi mér vel hversu nauðsynlegt það er að hafa neyðarnúmer skráð í húsinu. Ég vil því hvetja alla sem ekki hafa slík númer að fá sér þau hið fyrsta,“ sagði Óskar í samtali við Skessuhorn. Því má bæta við að hægt er að panta neyðarnúmer á sumarhús með að hringja í síma 581-3200 eða senda tölvupóst á sveinn@sumarhus.is mm Óskar Guðjónsson er varaformaður Landssambands sumarhúsaeigenda og hús- eigandi í Munaðarnesi. Öryggisnúmer geta verið lífsnauðsynleg í sumarhúsum arionbanki.is Einkaklúbburinn um allt land Hafðu Einkaklúbbsappið með þér í sumar – tilboð um allt land

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.