Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Fagna ber fjölbreytileikanum
Í síðustu viku birti Þjóðkirkjan auglýsingu sem farið hefur fyrir brjóstið á ein-
hverjum. Hér var á ferðinni teikning sem sett er fram í þeim tilgangi að höfða
til yngri kynslóðarinnar og vekja athygli á sunnudagaskóla kirkjunnar. Á teikn-
ingunni má sjá Jesúm kampakátan með sitt síða hár og skegg, en einnig and-
litsfarða og með brjóst. Ekki ósvipuð týpa og austurríski söngvarinn sem vann
Eurovisjón 2014. teiknarinn leyfir sér að fara allverulega út fyrir þá staðalí-
mynd sem okkur hefur verið gert að hafa á Jesú. Myndin á að lýsa breidd þjóð-
félagsins eins og það er í dag, með þeim fjölbreytileika sem þar er að finna.
Mér finnst þetta áhugaverð leið Þjóðkirkjunnar til að vekja athygli á starfi sínu
og auðvitað hefur það verið meðvituð ákvörðun að nota teikninguna til að
skapa umræðu. Með ögrandi myndbirtingu sem þessari er verið að sýna fram
á að kirkjan sé að taka breytingum. Nú skal koma til móts við breytta siði,
áherslur, sýna fjölbreyttara mannlíf og boða aukið umburðarlyndi fyrir skoð-
unum og lífsgildum fólks.
Undanfarna daga hef ég lesið á Facebook afar skiptar skoðanir um þessa
teikningu. Einhverjum finnst þetta sniðugt, en þeir virðast vissulega marg-
ir sem finna þessu allt til foráttu. Fara jafnvel hörðum orðum um biskupinn
sem ábyrgðarmanns kirkjunnar, segja margt sem þeir myndu aldrei, ég ítreka
aldrei, segja við séra Agnesi augliti til auglitis. Um margt minnir þetta á um-
ræðuna á heimsvísu um skopteikningar Jyllandsposten í Danmörku um árið af
Múhammeð spámanni sem kallaði fram ofsareiði sanntrúaðra. Sömuleiðis má
líkja viðbrögðunum hér heima við það sem gerðist þegar samkynhneigðir hófu
sína baráttu á sínum tíma, þegar sá stóri hópur fólks braust með harðfylgi út
úr skápnum og ógnaði um leið þeirri staðalímynd sem við „áttum“ að hafa á
kynhneigð fólks. Henni mátti ekki breyta. Einmitt þessi sakleysislega teikning
af Jesú ógnar þeirri staðalímynd sem einhverjir krefjast að við „eigum“ að hafa
á Jesú, einkasyni drottins. Ekki virðist mega gefa tækifæri til breytinga hvað
það snertir. Það er nánast guðlast að birta teikningu af óhefðbundnum Jesú.
Fram hefur komið hjá talsmanni Þjóðkirkjunnar að tilgangurinn með mynd-
birtingunni hafi einmitt verið að sýna að kirkjan fagni fjölbreytileikanum. Um
leið er náttúrlega verið að benda á að það skipti ekki máli hvort Jesú sé karl eða
kona, trans, samkynhneigður eða jafnvel intersex. Hverju breytir það svo sem
ef boðað er mannbætandi fagnaðarerindi?
Ég ólst upp við fremur kristin gildi. Var frá því að ég var barn í messum og
kirkjulegum athöfnum í minni heimasveit, enda var afi organistinn og foreldr-
arnir sungu báðir í kórnum. Því var geymslustaður fyrir lítinn dreng undir súð
á kirkjuloftinu. Kom það sér vel síðar þegar ég mátaði mig sjálfur í kórinn, því
óneitanlega kunni maður skil á svörum safnaðirins við hefðbundnu samtali
prests og kórs. Í þá daga var lítið um að farið væri út fyrir rammann, ef svo má
segja. Menn tóku því sumir fálega í það þegar séra Geir innleiddi grallarasöng
í kirkjunni og fór út af vana fyrri presta, jafnvel í árhundruð. Þar var hann líkt
og kirkjan nú, að fara út fyrir ramma venjunnar. Auðvitað var það allt í lagi,
kórinn réði við breytinguna og tók undir. Það þarf nefnilega ekki að meitla allt
í stein, ekki frekar en að ýmsir í sama söfnuði hafa fyrir löngu sýnt fram á að
það geta fleiri en Jesú breytt vatni í vín!
Ef kirkjan á áfram að standa undir því trausti að vera sú opinbera stofnun
sem stjórnarskráin felur að fara með það vald að vera Þjóðkirkja, þarf hún ein-
mitt að taka breytingum. Hún þarf að umfaðma samfélag sitt eins og það er,
ekki eins og það var. Að öðrum kosti mun henni hnigna, í besta falli standa í
stað. Fyrir mig skiptir það nákvæmlega engu máli hvort Jesú hafi verið þessi
hægláti, hárprúði töffari með skegg, eða glaðhlakkalegur trans.
Ég er sannfærður um að ný markaðsherferð Þjóðkirkjunnar mun marka
tímamót. Í söfnuði hennar mun nú á ný taka að fjölga þar sem leitast verður við
að mæta breiðari hópi fólks. Það mun í mínum huga gerast af sjálfu sér þegar
sýnt er að kirkjan ætlar að koma sér út úr ramma íhaldssemi, rétt eins og þegar
séra Geir tók upp grallarasönginn forðum daga. Að endingu tóku allir undir.
Amen.
Magnús Magnússon
Bændur hafa nú síðsumars beð-
ið með óþreyju eftir að sláturleyf-
ishafar gefi út verðskrá fyrir dilka-
kjöt í haustslátrun. Nú er slátur-
tíð hafin og í síðustu viku fóru
verðskrár nokkurra sláturleyfishafa
loks að tikka inn. Kaupfélag Skag-
firðinga hafði á mánudaginn ekki
birt verðskrá sína. Eðli málsins
samkvæmt er það afleit staða fyrir
bændur, áður en þeir þurfa að gefa
upp sláturfjárloforð sín, að verð
liggi ekki fyrir. Landssamtök sauð-
fjárbænda gáfu í sumar út viðmið-
unarverðskrá þar sem mælst var til
að verð fyrir dilkakjöt yrði hækk-
að í 600 krónur fyrir kílóið í haust.
Miðað við verðskrá fjögurra slátur-
leyfishafa verður LS og bændum
ekki að ósk sinni.
Norðlenska var fyrst til að gefa
út verðskrá í síðustu viku. Reikn-
að meðalverð er 490 kr/kg sem er
hækkun um 10,6% frá verðskrá
haustsins 2019. Ef miðað er við af-
urðaverð haustið 2019 með álags-
greiðslum er þetta hækkun um
6,4%. SAH Afurðir ehf. greiða 492
kr/kg sem er hækkun um 13,1% frá
verðskrá haustið 2019 en ef miðað
er við afurðaverð haustið 2019 með
álagsgreiðslum er þetta hækkun
um 6,7%. Þá hefur Fjallalamb birt
sína verðskrá. Reiknað meðalverð
er 483 kr/kg sem er hækkun um
12,1% frá verðskrá haustið 2019 en
ef miðað er við afurðaverð haustið
2019 með álagsgreiðslum er þetta
hækkun um 5,7%. Loks birti Slát-
urfélag Suðurlands verðskrá sína
fyrir helgi. Reiknað meðalverð er
497 kr/kg sem er hækkun um 8,9%
frá verðskrá haustið 2019. Með
álagsgreiðslum er þetta hækkun
um 6,7% frá síðasta hausti. Þessar
fjórar afurðastöðvarnar greiða 111
til 123 krónur fyrir kílóið af kjöti af
fullorðnu fé. mm
Í síðustu viku var formlega opnað
fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð.
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíusson
atvinnuvegaráðherra um stofnun
sjóðsins var samþykkt á Alþingi í
apríl síðastliðnum og 500 milljón-
um króna varið til stofnunar sjóðs-
ins. Verður þeim fjármunum út-
hlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðs-
ins er að styrkja þróun og nýsköp-
un við framleiðslu og vinnslu mat-
væla úr landbúnaðar- og sjávaraf-
urðum. Samhliða stofnun sjóðsins
voru Framleiðnisjóður landbún-
aðarins og AVS-rannsóknasjóður í
sjávarútvegi lagðir niður.
Í starfsemi Matvælasjóðs verð-
ur áhersla lögð á nýsköpun, sjálf-
bærni, verðmætasköpun og sam-
keppnishæfni íslenskrar matvæla-
framleiðslu. Markmiðið er að ná
til verkefna á öllum stigum, allt frá
hugmyndum til markaðssetning-
ar og hagnýtra rannsókna. Gréta
María Grétarsdóttir, formaður
stjórnar sjóðsins, kynnti sjóðinn
og deildir hans við opnun hans, en
Matvælasjóður hefur fjórar deild-
ir: Deildin „Kelda“ styrkir rann-
sóknaverkefni sem miða að því að
skapa nýja þekkingu og „Afurð“
styrkir verkefni sem komin eru af
hugmyndastigi en eru þó ekki til-
búin til markaðssetningar, en leiða
af sér afurð. „Bára“ styrkir verkefni
á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru á
að fleyta hugmynd yfir í verkefni.
Loks mun „Fjársjóður“ styrkja sókn
á markaði. Fjársjóður er samansafn
verðmætra hluta og styrkir fyrir-
tæki til að koma sínum verðmætum
á framfæri.
mm
Eins og Skessuhorn hefur á liðnum
vikum greint frá hafa nýir sjúkrabíl-
ar verið að bætast í flota Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands. Eru þar á
ferð bílar úr 25 bíla útboði Sjúkra-
trygginga Íslands og RKÍ. Áður
höfðu verið afhentir bílar á Akra-
nesi og Ólafsvík en þriðji bíllinn er
nú mættur í Borgarnes. Á meðfylgj-
andi mynd er Gísli Björnsson yfir-
maður sjúkraflutninga hjá HVE að
afhenda glaðbeittum sjúkraflutn-
ingamönnum í Borgarnesi nýja
bílinn síðastliðinn mánudag. Frá
vinstri eru Elísabet Hlín Steinþórs-
dóttir, Haukur Valsson, Friðrik
pálmason og Unnsteinn Þorsteins-
son, ásamt Gísla.
mm/ Ljósm. Sigurður Már Sig-
marsson.
Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ og stjórnarmaður í Matvælasjóði, Gréta María
Grétarsdóttir formaður stjórnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og
stjórnarmaður í Matvælasjóði. Ljósm. Stjórnarráðið/ Golli.
Matvælasjóður formlega
tekinn til starfa
Almennt hækkar verð á lambakjöti
til bænda um tæp sjö prósent
Þriðji sjúkrabíllinn afhentur í Borgarnes