Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 19
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vak-
in á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem
vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@
skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að
hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með
lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á:
„Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja
þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt-
ist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn
bók að launum.
Lausn á síðustu krossgátu var: „Samstaða.“ Heppinn þátttakandi
er Svandís Bára Steingrímsdóttir, Þórólfsgötu 4, Borgarnesi.
Máls-
háttur
Öldu-
gjálfur
Mistur
Grugg
Tangi
Póll
Eldur
Jörð
Mögl
Elskar
Dund
Skallinn
Firðir
Tóm
Smælki Ras
Þys
Deig
Vík
Arinn
Nes
Kl.15
Veisla
Alda
Valdir
7
Mjöður
Keyrði
Taut
Hálsar
Þar til
Tæja
5
Spil
Örlar
Flan
Hylur
Bardagi
Sniðugur
Menn
Skyldar
Ærslast
Dvelja
Svertir
Slá
Oddur
Upphr.
Kusk
Slit
Núna
Siða
Eðli
Fúsk
Röðin
Pípa
Hlupu
Röskur
Röð
Alda
Mjó
Til
Hringa
Vænir
Kyn
Eiga
3 Hita
Níska
Kann
Skaði
Tötrar
Sjó
Loga
Rölt
Hætta
Slæm
Að
fullu
Spyr
Sund
Í ógáti
8
Yfir-
höfn
Dag-
leiðir
Fædd
Rot
Segja
6 Lítil
Tölur
Flýti
Eiði
Tipl
Utan
Óskar
Sífellt
Leyfist
1
Hás
Leikni
Hljóma
Átt
Fugl
Átt
Á fæti
Ágóða
Æð
Aðgát
Ask
Sk.st.
Eldstó
4
Rót
Samhlj.
Átt
9
Ílát
Eyða
Glóra
Dvelja
2
Hlass
Naut
Læti
Sérstök
1 2 3 4 5 6 7 8 9
F J Ö L S K Y L D A
A X A L I N A S
F L J Ó Ð D A N S
N Æ A Ð E I N S A
S S A F T I N S L Ó
A F T A N N A N E E E
M O R G U N N K N E T T I R
H L É I Ð J A U L L S K O
E D E N R Ö K U T A N U M
L L L N A R T E N N Ö R M
D Æ L D V A L D O G G
N Ó A R B A R N Ö F G A R
I Ð A U H A G L R Ó
A K U R G Ó A D Ý R K A
B R A M B O L T F A R A N D
L A K U R R A T A R S Æ R
Á L A R Ú T R I T Ó K R Ó
S A M S T A Ð A
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
trausti Eyjólfsson var fæddur í
Vestmannaeyjum árið 1928, son-
ur Sigurlínu Sigurðardóttur verka-
konu þar og Eyjólfs Þorsteinsson-
ar bónda á Hrútafelli. Uppeldis-
árin átti hann í Eyjum en flutti
upp á land og sótti sér menntun
í Bændaskólanum á Hvanneyri í
Borgarfirði.
Árið 1949 giftist hann Jakob-
ínu Björgu Jónasdóttur. Hún var
dóttir Jónasar Helgasonar, bónda
og hreppstjóra á Grænavatni í Mý-
vatnssveit og konu hans Hólmfríð-
ar Þórðardóttur. Þau trausti og
Jakobína hófu búskap í Gunnars-
holti á Rangárvöllum og byggðu
þar býlið Kornbrekku en fluttu
tveimur árum síðar til Vestmanna-
eyja og bjuggu þar uns þau festu
kaup á jörðinni Volaseli í Lóni,
reistu þar íbúðarhús og ráku þar
blandað bú í 10 ár uns þau fluttu
aftur til Vestmannaeyja árið 1968.
Þar reistu þau sér hús, þótt ekki
yrði af því að þau flyttu í það vegna
óvæntra atburða sem urðu í janú-
ar árið 10973, þegar eldgos hófst
í Heimaey. trausti hafði fyrr um
haustið fengið orlof frá störfum í
Vestmannaeyjum til þess að taka
að sér að sinna félagsstarfi nem-
enda Bændaskólans á Hvanneyri
um eins ár skeið.
Þegar gosið hófst í Heimaey
flutti Jakobína kona hans ásamt
börnum þeirra og fjölskyldan sam-
einaðist á Hvanneyri. Þar varð
heimili þeirra hjóna síðan og yngri
barna þeirra. Fyrstu árin og um
allnokkra hríð bjuggu þau hjónin
sér heimili á heimavist skólans og
sinntu því starfi, að aðstoða nem-
endur skólans við hversdagsleg-
ustu hluti í daglegu lífi og urðu
mörgum þeirra hollráðir vinir og
ráðgjafar enda gengu þeir inn og
út af heimili þeirra eins og það væri
heimili foreldra þeirra. Þegar farið
var að reka þvottahús við heima-
vist skólans tók Jakobína að sér
þá starfsemi um árabil en trausti
hafði það starf að sinna nemend-
um á heimavistinni, sá m.a. um að
styrkja félagslíf þeirra með ýmsum
hætti auk þess að vinna ýmis störf
önnur fyrir skólann. Þá var um
árabil rekið sumarhótel á heima-
vist skólans sem trausti sá um og
má nærri geta að Jakobína kona
hans hefur lagt þar gjörva hönd að
verki með honum.
Þegar fram liðu stundir reistu
þau hjónin sér hús við túngötu 7 á
Hvanneyri og undu þar hag sínum
vel. Heimili þeirra var hlýlegt og
myndarlegt og þau hjón góð heim
að sækja enda félagslynd bæði og
tóku virkan þátt í félagslífi sveitar-
innar.
trausti hafði haga hönd og fékkst
m.a. við að binda inn skjöl og bæk-
ur fyrir skólann. Hann orti einnig
ljóð og þýddi söngtexta og fékkst
við það í frítíma sínum að mála
myndir fyrir sjálfan sig og aðra.
Kirkjan sem nú stendur á
Hvanneyri var á sínum tíma reist
af Bændaskólanum og átti að veita
nemendum hans kirkjulega þjón-
ustu meðan á námi þeirra stóð,
jafnframt því að vera sóknarkirkja
Hvanneyrar og nærliggjandi bæja.
trausti fékk það hlutverk meðfram
öðrum störfum við Bændaskól-
ann og síðar Landbúnaðarháskól-
ann, að sinna kirkjunni og opna
fyrir aðkomufólki sem vildi skoða
hana. Það fórst honum svo vel úr
hendi að hann var fenginn til þess
að vera meðhjálpari kirkjunnar og
gegndi því starfi frá hausti 1972 til
ársins 2017 eða um 45 ára skeið.
Þessi þjónusta hans við kirkjuna
fyrir skólann, söfnuðinn, sóknar-
prestana og organista hennar var
ómetanleg. Hún var unnin af ein-
stakri trúmennsku, elskusemi,
hlýju og mikilli vandvirkni. Fyrir
athafnir fór hann um kirkjuna og
týndi suðandi flugurnar úr glugg-
um og lagði í lófa sinn og bar þær
út á stétt til þess að sleppa þeim út
í frelsið. Þær áttu sinn rétt til lífs
eins og við mennirnir sagði hann.
Og þegar hringt var til helgra tíða
og við upphaf athafna var allt til
reiðu í kirkjunni, fágað og fínt.
trausti stóð gjarnan á kirkjutröpp-
unum eða í kirkjugættinni og tók
fagnandi á móti söfnuðinum með
hlýjum og elskulegum orðum.
Betri aðstoðarmann í guðshúsi
var vart hægt að hugsa sér og fyrir
þessa eftirminnilega þjónustu hans
ber honum nú heilshugar þökk frá
söfnuði Hvanneyrarkirkju að hon-
um látnum.
Fyrir hönd Hvanneyrarsafnaðar
segjum við því sem þetta skrifum
í kveðjuskyni: Haf þú þökk fyrir
allt og allt, þú trúfasti þjónn í húsi
Guðs, fyrir vináttu þína og elsku-
semi alla. Megir þú nú hvíla í friði
Guðs sem skóp þig!
Við sem eftir lifum kveðjum nú
trausta, góðan trúfastan vin, þakk-
látum huga og minnumst hans með
söknuði um leið og við þökkum
honum samfylgdina. Við vottum
fjölskyldu hans og vinum samúð
okkar við fráfall hans. Hann hvíli í
friði og minning hans lifi.
Flóki Kristinsson, fv. sóknar-
prestur
Guðmundur Sigurðsson, sóknar-
nefndarformaður Hvanneyrarkirkju
Trausti Eyjólfsson - minningarorð