Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 202018
Dýrfinna torfadóttir gullsmið-
ur hefur fært sig um set á Akra-
nesi. Hún hefur síðustu tíu ár verið
með verkstæði og skartgripaversl-
un við Stillholt 16 en hefur nú flutt
að Merkigerði 18. „Ætli ég hafi
ekki bara þurft tilbreytingu,“ svar-
ar Dýrfinna spurð um ástæðu flutn-
inganna. „Ég þarf alltaf að breyta til
reglulega. Ég hef verið að þessu í
40 ár og á tíu ára fresti hef ég alltaf
flutt í nýtt húsnæði. Ætli mér hafi
ekki fundist ég vera að staðna eða
eitthvað vantað innspýtingu, það
þarf ekki að vera flóknara en nýtt
umhverfi,“ segir Dýfinna og brosir.
Hún opnaði á nýja staðnum á
fimmtudaginn í liðinni viku og
segist jákvæð fyrir breytingunum.
„Mér líst vel á þetta og líður strax
mjög vel hér,“ segir hún. „Hér er
ég ein en á gamla staðnum vorum
við fleiri saman í rými og það gat
stundum verið flókið, til dæmis ef
ég vildi fara í frí, þá gat ég ekki lok-
að og þurfti að fá einhvern til að
vera á staðnum fyrir mig. Núna
gæti ég bara lokað í nokkra daga
og er aðeins frjálsari með opn-
unartíma,“ segir Dýrfinna en hún
deildi húsnæði að Stillholti með
Hár studio og Face snyrtistofu.
„Ég mun sakna stelpnanna, kaffi-
tímarnir verða ekki eins núna. Það
var mjög gott að vera með þeim og
mér þykir vænt um þessar stelpur.
En ég fer bara til þeirra í kaffi þeg-
ar mér leiðist, þær eru ekkert laus-
ar við mig,“ segir Dýrfinna og hlær.
„Ég byrjaði ein og held það sé þá
gott að ég endi ein,“ bætir hún við
og brosir.
arg
Borgnesingurinn og myndlistar-
maðurinn Logi Bjarnason opnaði á
laugardaginn sýninguna takk, Vig-
dís. Sýnt er í galleríinu Midpunkt
í Kópavogi. Logi er alinn upp í
Borgarnesi og er einn af skipuleggj-
endum og upphafsmönnum plan B
listahátíðarinanr, sem haldin er þar
í bæ ár hvert. Hann flutti heim til
Íslands frá Þýskalandi árið 2015
og settist að í Kópavogi, þar sem
hann var einmitt í göngutúr þegar
Skessuhorn sló á þráðinn til hans.
takk, Vigdís er myndlistarsýn-
ing þar Logi sýnir bæði málverk
og höggmyndir. Skilin eru þó ekki
alltaf skýr, því sum verkin eru hvort
tveggja í senn. „Ég er í grunninn
málari en hef svolítið fært mig yfir
í skúlptúr og sum verkin eru beggja
blands, á mörkum þess að vera
skúlptúr og málverk. Skil miðlanna
eru að verða svo óljós í öllu kraðaki
heimsins og ég er svolítið að leika
mér með það,“ segir Logi.
Átti að henda hluta
af sögunni
Eitt verka sýningarinnar er í sér-
stökum brennidepli. Það er grind-
verk sem var á svölum Vigdísar
Finnbogadóttur, hið sama og hún
stóð við og veifaði þjóðinni þeg-
ar hún var kjörin forseti sumar-
ið 1980. „Á námsárum mínum í
listaháskólanum þá leigði ég jarð-
hæðina hjá Vigdísi. Svo var ég að
mála húsið fyrir hana í sumar og
það átti að henda þessu grind-
verki, hún ætlaði að láta endurnýja
það,“ segir Logi, sem leist ekki á að
þannig yrði hluta af sögunni hent.
Hann fékk því að hirða grindverkið
og lét gera það upp. „Það var sand-
blásið áður en ég málaði það upp
á nýtt og glerjaði svo með steindu
gleri, svona eins og Gerður Helga-
dóttir gerði mikið í sinni myndlist á
8. áratugnum,“ segir hann. „Þann-
ig að þetta er svona femínistaverk,
með vísun í brautryðjandann Vig-
dísi sem var fyrsti kvenforsetinn og
í Gerði Helgadóttur, sem er braut-
ryðjandi á sviði skúlptúrgerðar
meðal kvenna,“ bætir hann við.
Gæði umfram magn
Sýningin takk, Vigdís er ein af
fáum einkasýningum sem Logi
hefur haldið hér á landi frá því
hann sneri heim frá Þýskalandi
árið 2015. „Ég sýni yfirleitt þrisv-
ar til fjórum sinnum á ári á sam-
sýningum. tækifærin til að halda
einkasýningar eru ekkert sérstak-
lega mörg. Eftir að ég flutti heim
frá Þýskalandi hef ég haldið einka-
sýningar og samsýningar bæði hér-
lendis og erlendis, en ég reyni að
hugsa um gæði umfram magn í
þeim efnum,“ segir Logi.
Sýning Loga var sem fyrr segir
opnuð síðasta laugardag og verður
opin til 27. september. „Þetta verð-
ur svona snörp sýning, þrjár vikur
og það verður bara opið um helgar
eða eftir pöntun. Þannig að ef fólk
vill kíkja á öðrum tímum þá má
það hafa samband við mig,“ segir
Logi Bjarnason myndlistarmaður
að endingu.
Þeir sem hafa ekki tök á að sjá
sýninguna takk, Vigdís á helgum
geta haft samband við Loga með
tölvupósti á logibjarnason@gmail.
com og fengið að berja hana aug-
um í samráði við listamanninn.
kgk/ Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir.
Dýrfinna komin á nýjan stað
Dýrfinna hefur opnað á nýjum stað.
Nýtt verkstæði Dýrfinnu við Merkigerði 18 á Akranesi.
Mjög falleg verslun hjá Dýrfinnu.
Fallegt hálsmen.
Skartgripir sem hægt er að kaupa hjá
Dýrfinnu.
Grindverk Vigdísar forseta í brennidepli
á listsýningu Loga
Leikur sér með óljós mörk höggmynda og málverka
Logi og dóttir hans Zoe Ósk ásamt
Vigdísi Finnbogadóttur við opnun
sýningarinnar.
Borgnesingurinn og myndlistarmaðurinn Logi Bjarnason.
Frá sýningunni. Aðalverk sýningarinnar, grindverkið sem Vigdís Finnbogadóttir
stóð við þegar hún veifaði þjóðinni eftir að hún var kjörin forseti árið 1980.