Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 11
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Bókaloftið á Hvanneyri
(markaður með notaðar bækur)
Bókaloftið hættir rekstri eftir fimm ár og verður
lokað 30. september 2020. Í september verður
opið föstudaga og laugardaga klukkan 13-16.
Allar bækur á 100 krónur í september.
Ágóðinn rennur til barnastarfs Umf. Íslendings.
Allir velkomnir!
Ásdís Geirdal, sími 895-8568.
Lagnaþjònusta
Vesturlands ehf.
Alhliða þjónustufyrirtæki
á sviði pípulagna
Sendu okkur verkbeiðni à
lagnavest@gmail.com eða hafðu samband
við okkur í síma 787-2999
Dragnótarbáturinn Rifsari SH
fékk tóg í skrúfuna síðdegis á mið-
vikudaginn í liðinni viku og varð
því vélarvana. Skipið var þá statt
um tvær og hálfa sjómílu norður
af Rifi. Björgunarbátur Lífsbjargar
í Snæfellsbæ, Björgin, fór strax til
aðstoðar. Veður var óhagstætt þeg-
ar óhappið varð, stífur norðaust-
an vindur og fallið ekki hagstætt.
Heldur bætti svo í vind þegar leið á
kvöldið. Magnús Emanúelsson var
skipstjóri á Björginni í þessari ferð.
Hann segir í samtali við Skessu-
horn að aðgerðin hafi gengið vel
miðað við aðstæður.
„Það var skítaveður og bætti
heldur í vind eftir að við höfðum
náð Rifsaranum í tog. Önnur tógin
var þá enn úti, en áhöfnin á skip-
inu náði að aðskilja þær. Við vor-
um svo eina fjóra tíma með skip-
ið í togi til lands í Rifi. En í það
heila tekið gekk aðgerðin vel mið-
að við aðstæður. Þarna sannaðist
hversu dýrmætt það er að hafa öfl-
ugt björgunarskip til taks,“ segir
Magnús. Björgin var eins og kunn-
ugt er endurnýjuð fyrir rúmu ári
síðan. „Nýja Björgin er svipað skip
og það gamla, en öflugri, nýrri
og því betur á sig komin,“ sagði
Magnús. Kafarar fóru svo næsta
dag til að losa tógina úr skrúfu
Rifsara í Rifshöfn.
mm/ Ljósm. þa
Þessa dagana er að ljúka gerð og
frágangi við nýjan veg yfir Fróðár-
heiði á Snæfellsnesi. Þar með lýkur
áralangri baráttu Snæfellinga að fá
uppbyggðan veg yfir heiðina, lagð-
an bundnu slitlagi. Fyrst var ekið
yfir Fróðárheiði fyrir réttu 91 ári
síðan, eða 14. september 1929.
Vegurinn um Fróðárheiði liggur
í 361 metra hæð og er annar megin
akvegur yfir Snæfellsnesfjallgarð.
Farið er úr Staðarsveit að sunnan
og lent á Útnesvegi lítið eitt aust-
an Ólafsvíkur. Vegurinn liggur um
snjóþungt skarð, þar sem veður
geta orðið slæm. Endurbygging
vegarins nú var að mestu leyti í
sama vegstæði og fyrri vegur. Snæ-
fellsnesvegur (54) um Fróðárheiði
er stofnbraut en sömuleiðis innan-
sveitarvegur í Snæfellsbæ. Íbúar á
sunnanverðu nesinu þurfa að fara
um Fróðárheiði til að sækja stjórn-
sýslu og þjónustu til Ólafsvíkur og
Hellissands. Öll öryggisþjónusta,
sjúkrabíla, lögreglu og slökkvi-
lis, er að norðanverðu og því voru
vegabætur brýnar.
Framkvæmdir við þennan loka-
kafla endurgerðar vegar yfir Fróð-
árheiði hófust fyrir hálfu öðru ári
og sá Borgarverk ehf. í Borgarnesi
um verkið. Í þessum síðasta áfanga
var byggður upp 4,8 kílómetra
kafli á norðanverðri heiðinni frá
Valavatni að vegamótum við Út-
nesveginn. Nú er komið bundið
slitlag á veginn yfir heiðina, rúm-
lega 90 árum eftir að vegagerð
hófst þar fyrst.
Góðtemplarar
fyrstir á bíl
Sæmundur Kristjánsson á Hellis-
sandi hefur rifjað það upp að fyrstu
heimildir um vegagerð yfir heið-
ina séu frá árinu 1929. Lesa megi
um það í frétt sem birtist í Morg-
unblaðinu að sumarið 1929 hafi
Hildimundur Björnsson verk-
stjóri í Stykkishólmi farið með
flokk manna við vegagerð, aðallega
ruðning, á Fróðárheiði og í sept-
embermánuði það sumar hafi Lár-
us Rögnvaldsson bílstjóri í Stykk-
ishólmi fyrstur manna ekið á bíl
yfir heiðina og alla leið til Ólafs-
víkur. Hafi ferðin gengið vel og án
nokkurra teljandi erfiðleika. Sum-
arið 1930 var enn unnið að vega-
bótum á Fróðárheiði og mun það
álit flestra sem um veginn fóru þá,
að óvíða myndi betur ruddur fjall-
vegur hér á landi.
Í dagbók Benedikts S. Benedikts-
sonar frá 1929 segir. „14. septem-
ber komu úr Stykkishólmi góð-
templarar á bíl til Ólafsvíkur og svo
á hestum út á Hellissand og héldu
fund.“ Þetta mun þá vera dagsetn-
ing á fyrstu ferð bíls yfir Fróðár-
heiði,“ rifjar Sæmundur upp.
mm
Það eru ekki einungis opinberar
stofnanir og stærri fyrirtæki sem
staðið hafa í framkvæmdum í sum-
ar. Einstaklingar hafa einnig verið
duglegir að gera við húsin sín, mála
og dytta að þeim fyrr veturinn. Á
meðfylgjandi mynd eru þeir fé-
lagar Ómar Marisson og Jóhannes
Kristjánsson í Ólafsvík. Þeir voru á
þriðjudaginn í síðustu viku að leggja
nýtt þak á íbúðarhús þeirra hjóna
Ómars og konu hans Ingibjargar
Steinþórsdóttur, ásamt fleiri vinum
sem komu þeim til hjálpar. Keppst
var við að koma þakplötunum á í
tæka tíð því spáð hafði verið norð-
austan hvelli næstu daga.
af
Björgin dró Rifsara til hafnar
Fyrst var ekið yfir Fróðárheiði
fyrir réttu 91 ári síðan
Nýr vegur um Fróðárheiði malbikaður nú fyrir skemmstu. Ljósm. úr safni/ af.
Þakjárnið fest fyrir norðaustan hvell