Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 20208
Bíllinn girtur af
BORGARBYGGÐ: Eigandi
bifreiðar í Borgarnesi kom að
afgirtu bílastæði við heimili
sitt í vikunni sem leið og var
ekki par sáttur. Hringdi hann
í Neyðarlínuna og sagði far-
ir sínar ekki sléttar, en erindið
var áframsent á lögreglu. Kom
þá á daginn að málari hafði
girt bílastæði af, svo ekki sull-
aðist málning á bíla á meðan
hann var að störfum. Honum
hafði hins vegar láðst að til-
kynna áðurnefndum bifreið-
areiganda hvað til stæði. -kgk
Skólaeftirlit
hafið
VESTURLAND: Eftirlit
lögreglu við leik- og grunn-
skóla í landshlutanum er hafið,
samhliða upphafi skólaársins.
Lögregla mun í vetur fylgjast
með umferð við skólana eins
og var síðasta vetur, hafa eft-
irlit með aksturshraða, hvort
börn og fullorðnir séu spennt
í bílbelti og fleira í þeim dúr.
-kgk
Runnið á
lyktina
VESTURLAND: Að sögn
lögreglu eru íbúar í umdæm-
inu nokkuð duglegir að til-
kynna ef þeir finna kannabis-
lykt úr heimahúsum í lands-
hlutanum. Lögregla skoð-
ar allar slíkar tilkynningar
og kannar málinu. Stundum
kemur ekkert út úr því en ef
fíkniefni finnast á staðnum
eða ef einhverjir eru staðn-
ir að notkun fíkniefna. tvær
slíkar tilkynningar bárust í lið-
inni viku, en að sögn lögreglu
kom ekkert út úr þeim. -kgk
Covidstyrkir til
fjölmiðla
LANDIÐ: Lilja Alfreðsdótt-
ir, mennta- og menningar-
málaráðherra, hefur samþykkt
tillögu fjölmiðlanefndar um
úthlutun sérstaks einskipt-
is rekstrarstuðnings til einka-
rekinna fjölmiðla, til að mæta
efnahagslegum áhrifum Co-
vid-19 faraldursins. Styrkveit-
ingin, sem samþykkt var á Al-
þingi í vor, hljóðar upp á 400
milljónir króna og skiptist á
milli 23 fjölmiðla, en þrem-
ur umsóknum var hafnað.
Sjálft fjölmiðlafrumvarp ráð-
herra, sem fæli í sér stuðning
við einkarekna fjölmiðla, hef-
ur hins vegar ekki verið sam-
þykkt á Alþingi. Árvakur hf.
fær hæsta styrkinn, eða rétt
tæplega 100 milljónum króna
vegna Morgunblaðsins, mbl.
is og K100. Sýn hf, sem rek-
ur Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna,
fær þann næsthæsta, eða rúm-
lega 91 milljón og torg ehf.,
sem rekur Fréttablaðið, DV
og Hringbraut fær tæpar 65
milljónir í styrk. Sé litið til
héraðsmiðla fá Víkurfrétt-
ir 7,9 milljóna króna styrk,
Skessuhorn fær 7,3 milljónir
vegna blaðs og vefs og Eyja-
sýn ehf, sem rekur Eyjafréttir
og eyjafrettir.is., fær rétt tæpa
3,1 milljón í styrk. Steinprent
ehf., sem gefur út Bæjarblað-
ið Jökul í Ólafsvík, fær tæplega
1,7 milljón króna í styrk. -kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
29. ágúst - 4. september
Tölur (í kílóum) frá Fiski-
stofu
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 25.679 kg.
Mestur afli: Matthías SH-21:
13.076 kg í tveimur löndunum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 4.778 kg.
Mestur afli: Bárður SH-811:
3.952 kg í fjórum róðrum.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 289.109 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH-12:
82.309 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 13 bátar.
Heildarlöndun: 161.983 kg.
Mestur afli: Steinunn SH-167:
43.791 kg í fimm róðrum.
Rif: 8 bátar.
Heildarlöndun: 192.944 kg.
Mestur afli: tjaldur SH-270:
82.089 kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur: 2 bátar.
Heildarlöndun: 4.119 kg.
Mestur afli: Sjöfn SH-707:
4.118 kg í þremur róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Sigurborg SH-12 - GRU:
82.309 kg. 31. ágúst.
2. Farsæll SH-30 - GRU:
73.150 kg. 31. ágúst.
3. Hringur SH-153 - GRU:
67.271 kg. 31. ágúst.
4. Runólfur SH-135 - GRU:
62.338 kg. 31. ágúst.
5. tjaldur SH-270 - RIF:
46.590 kg. 4. september.
-kgk
Alþingi samþykkti í síðustu viku
frumvarp Ásmundar Einars Daða-
sonar, félags- og barnamálaráð-
herra, um hlutdeildarlán sem ætl-
að er að auðvelda tekju- og eigna-
litlum einstaklingum að eignast sína
fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru
að skoskri fyrirmynd og brúa bil-
ið á milli lána veittum af fjármála-
fyrirtækjum og lífeyrissjóðum ann-
ars vegar og kaupverðs hins vegar.
Hægt verður að sækja um lánin frá
1. nóvember næstkomandi.
Hlutdeildarlán virka þannig að
kaupandi leggur til að lágmarki 5%
eigið fé við kaup á íbúð og tekur 75%
fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið
lánar síðan einstaklingum sem eru
að kaupa sína fyrstu eign, að vissum
skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlut-
fall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem
þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarl-
ánin bera hvorki vexti né afborgan-
ir á lánstímanum, þó bera þau vexti
hækki tekjur lántaka á lánstímanum
umfram ákveðin tekjumörk. Lántak-
endurnir endurgreiða hlutdeildar-
lánið þegar íbúðin er seld.
Ásmundur Einar Daðason, fé-
lags- og barnamálaráðherra fagnar
mjög að frumvarpið hafi verið sam-
þykkt. „Með þessari nýju og róttæku
aðgerð erum við að taka mikilvægt
skref í þá átt að lækka þröskuld ungs
fólks og tekjulágra inn á fasteigna-
markaðinn. Hlutdeildarlánin eru
eitt af helstu áherslumálum mínum
og ríkisstjórnarinnar, og mikilvægt
innlegg inn í lífskjarasamningana.
Lægstu tekjutíundir hafa verið fast-
ar á leigumarkaði og við vitum að
mikill meirihluti þeirra vill komast í
eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga
myndarlegt skref til þess að aðstoða
þetta fólk og við sem samfélag erum
að segja að við sættum okkur ekki við
að einungis þeir sem eru með sterkt
bakland eigi að geta eignast eigið
húsnæði,“ segir Ásmundur Einar.
mm
Börnum fjölgar í öllum leik- og
grunnskólum Borgarbyggðar í ár
en sveitarfélagið rekur samtals sex
skólastofnanir; Grunnskólann í
Borgarnesi, Grunnskóla Borgar-
fjarðar (í þremur starfsstöðvum),
og leikskólana Hnoðraból, Kletta-
borg, Andabæ og Ugluklett. Í frétt
á vef sveitarfélagsins segir að leik-
skólarnir í sveitarfélaginu verði
þéttsetnir í haust en 42 nýinnrit-
uð börn á ýmsum aldri hefja skóla-
vist á næstu vikum sem er talsverð
fjölgun á milli ára. „Innritun barna
er mismunandi eftir leikskólum en
reynt verður eftir bestu getu að taka
á móti nýjum börnum allt árið um
kring. Þá fjölgar nemendum einn-
ig í grunnskólum sveitarfélagsins á
milli ára en alls hófu 13 ný grunn-
skólabörn skólagöngu í haust.
„Í Borgarbyggð er hægt að
stunda nám á öllum skólastigum og
því er gaman að greina frá því að
einnig hefur verið talsverð fjölgun
nemenda í Háskólanum á Bifröst,
Landbúnaðarháskóla Ísland og
Menntaskóla Borgarfjarðar, bæði
í stað- og fjarnámi. Borgarbyggð
óskar öllum nemendum góðs geng-
is á nýju skólaári,“ segir í frétt sveit-
arfélagsins.
mm
Hjá Blossa ehf. í Grundarfirði er
rekið þvottahús og byggingavöru-
verslun sem býður upp á ótrúlega
breitt vöruúrval. Nú í sumar bætt-
ist enn við flóruna þegar eigend-
urnir opnuðu litla matvöruverslun í
anda kaupmannsins á horninu. Þar
er hægt að fá ýmsar nauðsynjavör-
ur eins og brauð, ost og mjólk, svo
eitthvað sé nefnt. Systkinin Helga
Sjöfn og Sigurður Heiðar sjá að
mestu um reksturinn ásamt móður
þeirra sem rekur þvottahúsið. „Búið
er að stytta opnunartíma matvöru-
verslunarinnar töluvert síðustu
misseri og því sjáum við ákveðið
tækifæri í þessu“ segir Helga Sjöfn
í stuttu spjalli við Skessuhorn.
„Okkur fannst sjálfum ómögulegt
að hvergi sé hægt að kaupa mjólk
eða brauð eftir klukkan 18:00 virka
daga og eftir klukkan 17 um helg-
ar,“ bætir hún við, en opnunartím-
inn hjá þeim er til klukkan átta öll
kvöld. „Við vildum auka þjónustu-
stigið í bæjarfélaginu enda ekki ver-
ið rekin sjoppa hér í mörg ár,“ seg-
ir Helga. Þau segja viðbrögð í bæj-
arfélaginu vera góð og viðskiptin
alltaf að aukast. Gott vöruúrval er
í versluninni allt frá hinum ýmsu
nauðsynjavörum til gómsæts kruð-
erís. tfk
Helga Sjöfn og Sigurður Heiðar taka vel á móti viðskiptavinum alla daga til
klukkan 20:00.
Opnuðu sjoppu í þvottahúsi
Svipmynd úr safni frá Grunnskóla Borgarness.
Nemendum á öllum skólastig-
um fjölgar í Borgarbyggð
Hlutdeildarlán samþykkt sem lög frá Alþingi