Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 15 Nú við upphaf skólaársins má segja að blásið hafi verið til sveppahátíð- ar í Laugargerðisskóla. Veðrið hef- ur almennt verið gott eftir að skóli var settur í Laugargerði undir lok ágúst og því verið nýtt til útivist- ar og sveppaferða. „Við erum búin að vera mikið að sveppast, fórum í eina stóra ferð og svo hafa krakk- arnir verið áhugasamir og nánast allir hafa farið eitthvað eftir svepp- um á eigin vegum, með foreldrum sínum eða ættingjum, þeim finnst þetta alveg svakalega skemmtilegt,“ segir Ingveldur Eiríksdóttir, skóla- stjóri Laugargerðisskóla og bæt- ir því við að hún hafi ekki endilega átt von á því að krökkunum fyndist þetta jafn gaman og raun ber vitni. „Oft finnst börnum sveppir ekki góðir á bragðið en þau hafa miklu meira gaman af þeim ef þau fá að tína þá sjálf,“ segir hún. Allir búnir að læra mikið Það eru þau Asta, Regina og Lukas sem hafa frætt starfsfólk og nem- endur skólans um gæði sveppanna, hvaða tegundir séu ljúffengar á bragðið og hvernig skuli forð- ast þær tegundir sem eru eitraðar. „Þau eru Litháar sem búa hérna og vinna. Við fengum þau til að fræða okkur, því við höfðum séð að þau voru alltaf að tína sveppi til að matreiða, sem við höfðum ekki hugmynd um að væri hægt hér um slóðir, en þau þekkja vel til frá sínu heimalandi. Við höfðum sem betur fer vit á því að fá þau til að fræða okkur um sveppina eftir að skól- inn byrjaði aftur,“ segir Ingveldur. „Núna höfum við matreitt pott- rétti úr sveppum og fáum sveppa- súpur í skólanum og margt fleira, við erum búin að smakka ótrúleg- ustu svepparétti sem okkur hefði aldrei dottið í hug að væru til,“ bætir hún við. Á föstudag var til að mynda far- ið í „sveppamó“ og tíndar kant- arellur, kóngasveppir og kúalubbi, sem sumum fannst heldur ómerki- legt nafn á góðum matsvepp. Hafa krakkarnir nú lært handtökin við að þrífa sveppina og undirbúa til matargerðar, ásamt því auðvitað að þekkja þessar þrjár tegundir mat- sveppa. „Við erum öll búin að læra alveg ótrúlega mikið um eitthvað sem við höfðum ekki einu sinni hugsað út í að væri hérna ætilegt úti um allar koppagrundir hjá okk- ur,“ segir Ingveldur ánægð. Þriggja kílóa sveppur Ingveldur segir að svo virðist sem undanfarið sumar hafi verið mjög gott sveppasumar. Þannig fannst til að mynda einn kúalubbi skammt frá Eldborg um daginn, sem vó hvorki meira né minna en þrjú kílógrömm. Það verður að teljast stór sveppur. „Þau [Asta, Regina og Lukas; innsk. blms.] hafa ekki séð svona stóra kúalubba áður, eins og hafa verið að finnast hérna hjá okkur núna, og þessi þriggja kílóa sveppur er alveg stórmerkilegur,“ segir Ingveldur að endingu. kgk/ Ljósm. Laugargerðisskóli. Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram þriðju- daginn 8. september í ágætis veðri í Grundarfirði. Starfsmenn ÍSÍ komu færandi hendi með gjafir fyr- ir skólann. Þar mátti finna ýmis- legt dót sem hvetur til hreyfingar. Lukkudýrið Blossi sá um upphitun fyrir krakkana áður en fulltrúar ÍSÍ ræstu nemendur út. Boðið var upp á fimm og tíu kílómetra hlaupaleið- ir fyrir iðkendur í þessu hressandi hlaupi. tfk tökur á þáttaröðinni Vitjanir, sem fyrirtækið Glassriver framleiðir, eru að hefjast og munu að miklu leyti fara fram í Grundarfirði á næstu mánuðum. Íbúar í Grund- arfirði mega því búast við að sjá kvikmyndagerðarfólk að störfum enda er þetta nokkuð umfangsmik- il þáttagerð. Vitjanir, eða Fractures, eru dramaþættir í leikstjórn Evu Sigurðardóttur. Gerast þeir í litlu sjávarþorpi og því var Grundar- fjörður valinn sem staðsetning fyrir sviðsmyndina. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Ríkisútvarpið, Askja Films og Lunanime BV og verða þeir sýndir á RÚV þegar þar að kemur. Áætl- að er að tökur hefjist um miðjan september. Með aðalhlutverk fara þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Katla Njálsdóttir og Jóhann G Jóhannsson. tfk Samtök íslenskra handvergsbrugg- húsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp sitt um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og að tryggja íslenskum handverksbrugg- húsum rétt til að selja gestum sín- um vörur á staðnum. Fulltrúar sam- takanna afhentu Áslaugu Örnu Sig- urbjörnsdóttur áskorunina í gær, þriðjudaginn 8. september. Í tilkynningu frá samtökunum segir að frumvarp um íslenska net- verslun með áfengi og heimild smá- brugghúsa til beinnar sölu gæti var- ið afkömu frumkvöðlafyrirtækja og fjölda starfa um allt land. „Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári,“ segir Sigurður p. Snorrason, formaður samtakanna og bætir því við að brugghúsin framleiði vand- aðar og eftirsóttar vörur og dragi til sín fjölda gesta á ári hverju, bæði ís- lenskra sem erlendra. „Þannig eru brugghúsin oft mikil lyftistöng fyr- ir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem mörg teljast til brothættra byggða,“ segir hann. Hann segir enn fremur að Co- vid-19 faraldurinn og hrun ferða- þjónustunnar sem fylgdi í kjölfarið hafi haft veruleg áhrif á starfsemi lítilla brugghúsa. Gestafjöldi hafi dregist verulega saman og brugg- húsin hafi aðeins getað keppt um takmarkað hillupláss í áfengisversl- un ríkisins, til að selja vörur sínar. „Með heimild til sölu í netverslun og á framleiðslustað fengist varan nær framleiðslunni með verulega minnkuðu fótspori og á hagkvæm- an hátt, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir neytendur, umhverf- ið og afkomu brugghúsanna,“ seg- ir Sigurður, sem telur að núverandi kerfi stuðli að óeðlilegri mismunun, enda geti erlendir aðilar óhindrað selt íslenskum neytendum áfengi í netverslunum. „Ef íslenskir fram- leiðendur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vörur sínar til útlanda, til þess eins að þær verði fluttar heim aftur af erlendi net- verslunm eð tilheyrandi kolefnis- spori,“ segir hann. Sigurður segir að mál þetta sam- eini byggða- og forvarnastefnu. Samhliða styrkingu atvinnulífs í brothættum byggðum, þar sem sum brugghúsin eru starfrækt, mætti lögfesta aukið aldurseftir- lit og tryggja áframhaldandi skatt- tekjur sem nýst gætu í forvarnar- og æskulýðsstarf. „Í síðasta frumvarpi ráðherra var gert ráð fyrir leyfis- sviptingu og refsiábyrgð vegna ófullnægjandi aldurseftirlits. Við fögnum slíkum kröfum og bendum á að engin slík ákvæði gilda um er- lendar netverslanir,“ segir Sigurð- ur, sem ítrekar að leggja þurfi áfram áherslu á forvarnir og lýðheilsu. „Slíku opinberu starfi má auðvi- tað sinna enn betur ef tekjur af sölu áfengis renna í auknum mæli í vasa íslenskra skattgreiðenda, frekar en erlendra fyrirtækja. tillagan er því bæði í senn innblásin af hag frum- kvöðlafyrirtækja og starfsmanna þeirra, en ekki síður sjónarmiðum byggðastefnu og aukna áherslu á forvarnir og aldurseftirlit,“ segir hann og bætir því við að bein sala í brugghúsunum sjálfum muni á engan hátt auka aðgengi ungs fólks að áfengi. „Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á lög- legum áfengiskaupaaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vín- veitnigastöðum,“ segir Sigurður p. Snorrason. kgk Vilja netverslun með áfengi aftur á dagskrá Fulltrúar Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, þau Sigður P. Snorrason (t.v.) og Laufey Sif Lárusdóttir (t.h.), afhentu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dóms- málaráðherra áskorunina í gær. Tökur á Vitjunum að hefjast í Grundarfirði Ólympíuhlaup ÍSÍ hlaupið í Grundarfirði Í sveppamó í Laugargerðisskóla Margir sveppirnir eru mjög stórir, enda virðsit liðið sumar hafa verið gott sveppasumar. Myndarlegir matsveppir sem nemendur og starfsfólk Laugargerðisskóla hafa sótt í nágrenni skólans. Þessi kúalubbi sem fannst skammt frá Eldborg var heldur betur af stærri gerðinni og vó hvorki meira né minna en þrjú kílógrömm!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.