Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 5 Skólastjóri Auðarskóla Laus er til umsóknar staða skólastjóra Auðarskóla í sveitarfélaginu Dalabyggð. Skólastjóri ber faglega ábyrgð á starfsemi skólans og hefur forystu um að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að og eflir áhuga nemenda á námi og að þeir nái sem bestum árangri á öllum sviðum skólastarfsins. Stefnt er að ráðningu í stöðuna frá og með 1. nóvember næstkomandi eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má lesa á www.intellecta.is Upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2020 Allt til heimaslátrunar Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 Laugardaga 10-14 www.kb.is, verslun@kb.is Kjötnet, kjötkrókar, pækilmælar Gott úrval hnífa og brýna Gott úrval af tunnum og fötum Kjötfarsblanda, rúllu- pylsukrydd, lambakrydd, reykkrydd, nítrítsalt og gróft salt Vagúmvélar og pökkunarplast SK ES SU H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Síðastliðið vor útskrifaðist yngsta barn hjónanna Sigríðar Ævarsdótt- ur og Benedikts Líndal á Gufuá frá Varmalandsskóla í Borgarbyggð. Þar með lauk 30 ára samanlögð- um árafjölda fjögurra barna þeirra við skólann. „Í tilefni þess og sem þakklætisvott til skólans fyrir það hversu frábær mennta- og uppeld- isstofnun hann hefur verið, og til að sýna með einhverjum hætti hve mjög við kunnum að meta hann og það einvala lið kennara og annarra starfsmanna sem þangað hafa val- ist, ákváðum við að færa bókasafni skólans bókagjöf. Það gerðum við í samráði við tvo syni okkar, þá Ævar Þór og Guðna Líndal Benedikts- syni, sem báðir eru barnabókahöf- undar og stunduðu sitt grunnskóla- nám að Varmalandi. Samanlagt hafa þeir skrifað um 30 barnabækur - allt frá léttlestrarbókum fyrir börn sem eru nýlega farin að lesa upp í lengri ævintýrabækur fyrir eldri börn,“ segir Sigríður Ævarsdóttir. Hún segir að eitthvað af bókum þeirra bræðra hafi verið til á bóka- safni skólans en það sem uppá vant- aði var skólanum nú á dögunum fært að gjöf. Nú eiga að vera til á bókasafninu allar bækurnar þeirra. Var beðið með afhendinguna þar til fjórar allra nýjustu bækur þeirra bræðra komu úr prentsmiðjunni og fylgdu þær glóðvolgar með. Á vef GBF á Varmalandi er fjöl- skyldunni færðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. mm Hluti af þeim bókum sem þeir bræður hafa skrifað og nú er að finna í bókasafni Varmalandsskóla. Færðu Varmalandsskóla bókagjöf eftir að yngsta barnið útskrifaðist þaðan Það var Guðni Líndal Benediktsson sem afhenti bækurnar í gamla skólann sinn og veitti Sæunn Elva Sverrisdóttir bókasafnsvörður þeim viðtöku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.