Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 7 SVIÐSTJÓRI STJÓRNSÝSLU- OG ÞJÓNUSTUSVIÐS Gegnir lykilhlutverki í að leiða þróun á þjónustu sveitarfélagsins og tryggir vandaða stjórnsýslu. Undir sviðið heyrir m.a. þjónustuver, málefni skipulags-, byggingar-, DEILDARSTJÓRI SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁLA Hefur byggingarmálum sveitarfélagsins. Stýrir verkefnum og vinnur að úrlausn þeirra. Sér til þess að og reglugerðir. SKIPULAGSFULLTRÚI laganna. Hefur m.a. umsjón með skipulagsgerð og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu DRAUMSTARFIÐ BÍÐUR ÞÍN Í BORGARBYGGÐ Sveitarstjórn Borgarbyggðar hélt fjarfund síðastliðinn fimmtu- dag. Þar var á dagskrá umræða um stjórnskipulag sveitarfélagsins. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitar- stjóri fór á fundinum yfir breyting- artillögur að nýju skipuriti sveitar- félagsins. „Skipuritsbreytingarnar eiga að efla starfsemi Ráðhússins og sveitarfélagsins í heild. Breyt- ingarnar fela í megindráttum í sér fjölgun á starfsfólki, þær munu auka ábyrgð starfsfólks, stuðla að meiri gæðum og fela í sér yfirgripsmikla umbótavinnu,“ segir sveitarstjórinn í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir að ákveðið hafi verið fyrir hálfu öðru ári að Borgarbyggð færi í rýni- vinnu á stjórnsýslu sveitarfélags- ins til að koma á úrbótum. Út- koman byggir á ferlagreiningu sem Capacent vann fyrir sveitarfélagið á árinu 2019. Á þessu ári var Arnar pálsson ráðgjafi hjá Arcur fenginn í rýni á stjórnsýslu sveitarfélagsins út frá greiningu Capacent og við- tölum við stjórnendur og byggðar- ráðsfulltrúa sveitarfélagsins. Í nið- urstöðum Arnars var meðal annars lagt til að Borgarbyggð breytti nú- verandi skipuriti. Eftir kynningu og umræður á sveitarstjórnarfundi síð- astliðinn fimmtudag voru breyting- arnar samþykktar með átta atkvæð- um. Þá var einnig afgreiddar til síð- ari umræðu breytingar á samþykkt- um er lúta að stjórn sveitarfélagsins og snerta breytingar á skipuriti. Nýtt stjórnsýslu- og þjónustusvið Í hinu nýja skipuriti verður lögð aukin áhersla á þjónustustofn- anir sveitarfélagsins. „Það þarf að auka faglega stjórnsýslu, skil- virkni og þjónustu gagnvart þjón- ustuþegum. teymisvinna verður bætt og samstarf aukið bæði inn- an stjórnsýslunnar og utan henn- ar. „Þessi stefnumörkun er í sam- ræmi við áherslur sveitarstjórnar og því er mikilvægum áfanga náð,“ segir Þórdis Sif. „Stafræn þró- un fær meira vægi, sem og gæða- stjórnun og ferlagerð. Lögð verð- ur áhersla á gæði stjórnsýslu og að við einbeitum okkur að notenda- miðaðri þjónustu. Þá færum við umhverfis- og skipulagssvið und- ir nýtt svið sem nefnist stjórnsýslu- og þjónustusvið. Þar undir verður jafnframt þjónustuver, sem sér um samskipti við viðskiptavini. Þjón- ustuverið verður eflt, en það mun gegna lykilhlutverki í móttöku, úr- vinnslu og svörun erinda. Önnur svið hjá sveitarfélaginu verða fjár- málasvið og fjölskyldusvið. Á fjár- málsviði verður lögð aukin áherslu á teymisvinnu, við bætum gæði inn- kaupa og eftirlit með fjárhagsáætl- un og viðaukum. Fjölskyldusvið er að mestu óbreytt, þar sem verka- skipting verður skerpt.“ Byrjað er að vinna að þeim breyt- ingum sem nýtt skipurit felur í sér. „Nú í upphafi þessa ferlis birtum við auglýsingu þriggja starfa. Eitt þeirra starfa er starf nýs sviðsstjóra. Leitað verður að öflugum einstak- lingi með áherslu á þekkingu á stjórnsýslu sveitarfélaga, reynslu af innleiðingu þjónustustefnu, teym- isvinnu og gerð gæðahandbókar,“ segir Þórdís og bætir við: „Jafn- framt leitum við eftir öflugum leið- toga í starf deildarstjóra skipulags- og byggingarmála og skipulagsfull- trúa. Skrifstofa sveitarstjóra Þá mun samkvæmt nýju skipu- riti verða sett á laggirnar skrifstofa sveitarstjóra. „Skrifstofa sveitar- stjóra mun vinna, ásamt sveitar- stjóra, þvert á alla starfsemi sveitar- félagsins og mun mynda teymi með starfsmönnum annarra sviða til að auka gæði og tímabundin þverfag- leg verkefni. Áhersla verður lögð á gæða- og upplýsingamál, verk- efnastjórnun, nýsköpun, stafrænar breytingar og umbætur á verklagi ásamt ráðgjöf á sviði mannauðs- mála. Samskipti, markaðs-, menn- ingar- og atvinnumál falla jafnframt undir verkefni skrifstofu sveitar- stjóra, þar sem áhersla verður lögð á upplýsingamiðlun til allra mark- hópa sveitarfélagsins, þ.e.a.s. starfs- fólks, íbúa, fyrirtækja og gesta.“ Þórdís Sif segir að þessar breyt- ingar munu verða sveitarfélaginu til hagsbóta þar sem aukin áhersla verður lögð á notendamiðaða þjón- ustuhönnun, tækniframþróun og aukna þjónusta við íbúa og við- skiptavini. „Í þeirri vegferð sem framundan er ætlum við að efla stjórnsýslu og þjónustu sveitar- félagsins og vera tilbúin til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frek- ari þróun innra starfs sem leiða í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.“ mm Samþykktu breytingar á skipuriti Borgarbyggðar Nýju stjórnsýslu- og þjónustusviði ætlað að bæta þjónustu og auka skilvirkni Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri. Nýtt skipurit Borgarbyggðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.