Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 13 10 ÁRA Opnunartími Alla virka daga: 14-17 Laugadaga: 13-16 Dalbraut 16 - Akranes - www.smaprent.is NÝJAR VÖRUR AFMÆLIVÖRURNÝTT! Anít� Rós MERKT TASKA 3.290 KR BARBIE DÚKKA 2.990 KR STEINALEIT 490 KR Hlökku� ti� að sjá þig! EB Flutningar Sækjum vörur í allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og komum heim að dyrum sama kvöld á Akranesi. Einnig er ferð kl. 10 úr Reykjavík. Tökum einnig að okkur búslóðaflutninga. Hafið samband í síma 788-8865Hraðakstur hefur verið áberandi í umdæmi Lögreglunnar á Vestur- landi frá mánaðamótum, einu sinni sem oftar. Þykir lögreglu óvenju mörg hraðakstursmál hafa komið inn á borð hennar miðað við árs- tíma. til að mynda var einn öku- maður tekinn síðastliðinn sunnu- dag á 142 km hraða á klst. á Vestur- landsvegi við Galtarholt. Var hann sektaður um 150 þúsund krónur fyrir athæfið og fékk þrjá punkta í ökuferilsskrá. Myndavélabíll lög- reglu var víða á ferðinni í vik- unni, til dæmis á Vesturlandsvegi á móts við Gröf þennan sama dag. Á einni klukkustund voru 314 öku- tæki hraðamæld og sjö kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 115 km/klst. Mælt á ómerktum bílum Að sögn lögreglu verður á næstunni farið af stað með frekari hraðamæl- ingar í landshlutanum. Hingað til hafa lögreglumenn hraðamælt við almennt umferðareftirlit, auk þess sem myndavélabíllinn hefur verið á ferðinni um umdæmið. til við- bótar við það stendur til að borg- aralega klæddir lögreglumenn á ómerktum bílum verði við hraða- mælingar á Vesturlandi á næstunni, bæði úti á þjóðvegunum og innan- bæjar. Er það gert til að mæta kröf- um íbúa sem vilja að betur sé fylgst með hraðakstri. Lögreglu þykir of mikið um hraðakstur í umdæminu og telur að það sé forvörn í því að hraðamæla á ómerktum bílum til viðbótar við merkta bíla og mynda- vélabílinn. Þá viti ökumenn sem ætli sér að keyra of hratt ekki hvar þeir geti átt von á hraðamæling- um og neyðist til að hægja för sína. Markmiðið er að laga umferðar- menninguna, það geri aðeins fjöld- inn. Það hafi lítið að segja að stöðva einn ökumann fyrir að keyra allt of hratt, heldur þurfi allir að hugsa sig um og keyra á löglegum hraða. Að- eins þannig verði því markmiði að lækka umferðarhraðann náð. Myndavélabíll reynst vel Að sögn lögreglu hefur mynda- vélabíll umdæmisins reynst vel, en oft hefur verið fjallað um hann í Skessuhorni. Á föstudag var hann við hraðamælingar á Innnesvegi á Akranesi. Þar var fylgst með um- ferð í hálftíma, frá kl. 8:30 til 9:00. Hraði 23 ökutækja var mældur en enginn kærður fyrir of hraðan akst- ur. Lögregla segist merkja að á þessu svæði, þar sem margir hafa undanfarið verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, séu ökumenn farnir að keyra hægar en áður. Það sé end- anlega markmiðið með hraðaeftir- liti á svæðinu, að fá ökumenn til að hægja ferðina til frambúðar. Að sama skapi sé jákvætt að föstu hraðamyndamyndavélarnar í um- dæminu minni fólk á að hægja ferðina, aki það of hratt. Lögregla segir hins vegar ekki gott ef öku- menn hraði för sinni að nýju þeg- ar framhjá þeim hefur verið ekið. Forvörn sé fólgin í því ef ökumenn vita til þess að þeir geti allt eins átt von á að aka fram á merktan eða ómerktan lögreglubíl við hraðaeft- irlit þegar komið er framhjá föstu myndavélunum. kgk Hólabúð og 380 Restaurant á Reykhólum verður lokað varanlega um næstu mánaðamót. Ekki verð- ur mikið um vörupantanir fram að þeim tíma og má því gera ráð fyrir að vöruúrvalið minnki hægt og ró- lega fram að lokun. „Við munum þó reyna að passa upp á að eiga allt- af þessar helstu nauðsynjavörur þar til við lokum,“ segir Ása Fossdal, einn eigenda Hólabúðar. Hún segir að ástæðan fyrir lokuninni sé sú að ekki séu lengur forsendur fyrir því að halda rekstrinum gangandi. „Það hefur alltaf verið barningur við að reka þetta á veturna og vet- urnir eru langir. Svo hefur orðið mikil fólksfækkun hér í sveitarfé- laginu síðustu ár og það er enginn rekstargrundvöllur lengur,“ segir Ása. „Okkur kveið fyrir sumrinu vegna Covid en sem betur fer voru veðurguðirnir okkur hliðhollir og Íslendingar eltu sólina svo sumarið varð mikið betra en við þorðum að vona. En nú er að koma vetur og við sjáum ekki fram á að lifa hann af,“ bætir hún við. arg Hjónin Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal. Ljósm. úr safni Hólabúð og 380 Restaurant skellt í lás Lögreglar boðar frekari hraðamælingar á ómerktum bílum Nú verður farið að mæla ökuhraða úr ómerktum bílum, meðal annars þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.