Skessuhorn - 09.08.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 202022
Hvað ætlar þú að gera um
næstu helgi?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Sævar Magnússon
„Vera í skólanum.“
Guðmundur Bjarki Jóhannes-
son
„Vera í vinnunni.“
Hrönn Ríkharðsdóttir
„Ég ætla að spila golf og borða
góðan mat á eftir.“
Sigfríður Geirdal
„Lesa.“
Sóley Sævarsdóttir
„Ég ætla að vinna.“
Þriðjudaginn 1. september síðast-
liðinn var skrifað undir endurnýj-
un á styrktarsamning milli Hval-
fjarðarsveitar og Björgunarfélags
Akraness. Það voru Sigrún Guðný
pétursdóttir, formaður Björgun-
arfélags Akraness, og Linda Björk
pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarð-
arsveitar, sem undirrituðu samn-
inginn.
Hvalfjarðarsveit hefur árlega
styrkt starf sveitarinnar, en nú við
endurnýjun samningsins til næstu
fimm ára var styrkupphæðin hækk-
uð í 1,4 milljónir. Björgunarfélag-
ið skuldbindur sig jafnframt til þess
að halda reglulegar æfingar í Hval-
fjarðarsveit, eins og kveðið er á um
í samningnum.
Starfssvæði Björgunarfélags
Akraness er sem kunnugt er bæði
Akranes og Hvalfjarðarsveit. Sig-
rún Guðný pétursdóttir, formaður
félagsins, var hæstánægð með und-
irritun samningsins. „Þetta er al-
veg frábært,“ segir hún í samtali við
Skessuhorn. „Það er mikilvægt fyr-
ir björgunarfélagið að fá svona við-
urkenningu á góðu starfi frá sveit-
arfélaginu. Það er kostnaðarsamt
að halda úti tækjum og þjálfun og
búnaður einstaklinga kostar lúmskt
mikið. Við þurfum og erum alltaf
til taks fyrir Hvalfjarðarsveit, alveg
eins og Akraneskaupstað, og þessi
samningu eflir okkur bara í því,“
segir Sigrún.
kgk
Laxeiðin togast áfram þessa dagana
en nú fer að líða að lokum tíma-
bilsins. Þó er víða veitt til mánaða-
móta. Vatnið hefur aukist í ánum
síðustu daga, en veiðin kannski
ekki alveg í sama mæli. Samt eru
menn víðast hvar að fá í soðið, þar
sem öllum fiski er ekki sleppt aft-
ur. Í Hörðudalsá má veiða sér í soð-
ið. „Við vorum að koma úr Hörðu-
dalsá og fengum nokkra laxa. Það
hafa veiðst 44 laxar og eitthvað af
bleikju,“ sagði veiðimaður sem var
á bakkanum um helgina og þeir
fengu vel í soðið. „Það eru fiskar
á nokkrum stöðum í ánni,“ bætti
hann við.
Af öðrum vígstöðum er það að
frétta að Haffjarðará er að detta í
þúsund laxana, meðan veiðiár eins
og Norðurá, Þverá og Langá eru
í kringum 900 fiska. Þetta er frá-
bær veiði í Haffjarðará á einung-
is sex stangir. Og ennþá er nóg af
fiski í henni. Í öðrum þekktum ám
eins og Grímsá, Hítará og Laxá í
Leirársveit var veiði sumarsins um
miðja síðustu viku komin í 430-470
laxa. Í Hítará og Laxá er það betri
veiði en á síðasta ári, en Grímsá á
talsvert í að ná heildarveiði síðasta
sumars.
Vatnasvæði Lýsu hefur verið að
gefa ágæta veiði og sjóbirtingurinn
er komin ofarlega í Staðarána. Þar
er víst töluvert af honum þessa dag-
ana. Reyndar er tími sjóbirtings-
ins að detta inn og hann að ganga
í miklum mæli núna.
Veiði er lokið snemma í Búðar-
dalsá og veiddust 140 færri laxar en
oftast á þeim slóðum. gb
Skagakonur töpuðu naumlega gegn
sterku liði Keflavíkur, 0-1, þeg-
ar liðin mættust í 1. deild kvenna í
knattspyrnu á sunnudag. Leikið var
í Akraneshöllinni.
Leikurinn var um margt jafn og
mikil barátta. Liðin voru álíka mik-
ið með boltann og bæði áttu sínar
sóknir. Gestirnir frá Keflavík voru
þó mun hættulegri fram á við og
gekk betur að ógna markinu en
Skagakonum. Þær áttu mun fleiri
marktilraunir, en Skagakonum
tókst ekki að hitta á rammann allan
leikinn.
En áhorfendur þurftu að bíða
lengi eftir fyrsta marki leiksins.
Fyrri hálfleikur var markalaus og
það var ekki fyrr en rétt fyrir leiks-
lok, nánar til tekið á 86. mínútu, að
Keflvíkingum tókst að brjóta ísinn.
Skömmu áður voru Skagakonur
reyndar mjög nálægt því að skora.
Eftir laglega sókn upp hægri kant-
inn fékk Erla Karitas Jóhannesdótt-
ir boltann í vítateigsjaðrinum, með
bakið í markið. Hún átti lagleg-
an snúning og fast skot sem sleikti
þverslána og fór þaðan yfir. Kefl-
víkingar sneru síðan vörn í sókn
og að lokum fékk paula Watnick
boltann hægra megin, við vítateigs-
línuna. Hún bjó sér til smá pláss, lét
vaða í fjærhornið og boltinn söng í
netinu. Þar með tókst Keflvíking-
um að stela sigrinum.
Skagakonur sitja eftir leikinn í 8.
sæti deildarinnar með níu stig eftir
ellefu leiki, tveimur stigum á und-
an Fjölni en þremur stigum á eft-
ir Augnabliki, sem er einmitt næsti
andstæðingur ÍA í deildinni. Leik-
ur Skagakvenna og Augnabliks fer
fram í Kópavogi á föstudaginn, 11.
september.
kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh.
Umhverfisverðlaun Stykkishólms-
bæjar verða veitt í fyrsta sinn á
næsta ári, 2021. Gísli pálsson, for-
maður umhverfis- og náttúruvernd-
arnefndar, sem lagði til á fundi
nefndarinnar í sumar að Stykkis-
hólmsbær veitti einstaklingum og/
eða fyrirtækjum í bænum viður-
kenningu vegna verka sem þykja
skara fram úr á sviði umhverfis-
mála. Hugmyndin er að verðlaunin
hvetji viðkomandi og aðra til góðra
verka á þessu sviði. Einnig kæmi til
að veita viðurkenningu fyrir snyrti-
mennsku og fegrun umhverfisins,
svo sem snyrtilegustu íbúðarlóðina
eða fyrirtækjalóðina.
Fram kom í tillögunni að hún
væri gerð í samræmi við stefnu
bæjarins og annarra sveitarfélaga á
Snæfellsnesi. Hún er einnig í sam-
ræmi við Svæðisskipulag Snæfells-
ness 2014-2026, þar sem sérstak-
lega er nefnt að umhverfisverðlaun
sem þessi geti stuðlað að bættri
umhverfisvitund og sem ein leið að
því markmiði að innleiða umhverf-
is- og gæðastarf með markvissum
hætti.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
samþykkti tillögu nefndarinnar á
síðasta fundi sínum undir lok ágúst-
mánaðar, ásamt tillögu þess efnis að
verðlaunin yrðu veitt fyrsta sinni á
næsta ári, 2021.
kgk
Veita umhverfisverðlaun í
fyrsta sinn á næsta ári
Á heiðum sumardegi í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá.
Hlynur Snær Sæmundsson með lax úr Hörðudalsá um helgina. Ljósm. sk.
Farið að halla
á laxveiðisumarið
Sigrinum stolið
á lokamínútunum
Frá undirritun samningsins. Sigrún Guðný Pétursdóttir, formaður Björgunarfélags
Akraness (t.v.) og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar (t.h.).
Ljósm. Björgunarfélag Akraness.
Endurnýjuðu styrktarsamning
Styrkur Hvalfjarðarsveitar til Björgunarfélags Akraness hækkar