Skessuhorn - 04.11.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202012
Mjólkursamsöl-
unni skipt upp
LANDIÐ: eigendur og
stjórn Mjólkursamsölunnar
hafa ákveðið að skipta starf-
seminni upp í sjálfstæð félög
í sömu eigu, sem sinni annars
vegar innlendri og hins vegar
erlendri starfsemi. „er þessi
breyting nú rökrétt framhald
á þeirri vegferð sem hófst um
mitt ár 2018, þegar stofnað
var sérstakt dótturfélag um
erlenda starfsemi Mjólkur-
samsölunnar, Ísey útflutn-
ingur ehf. Var það gert bæði
til að mæta áskilnaði í samn-
ingum ríkisins og bænda um
fjárhagslegan aðskilnað inn-
lendrar og erlendrar starf-
semi, og einnig til að skerpa
stjórnunarlegar áherslur og
sýn á mismunandi verkefni,“
segir í tilkynningu. Með
breytingunni nú færast Ísey
útflutningur og eignarhlutur
í móðurfélagi Ísey Skyr Bars
í félagið MS erlend starfsemi
ehf. og eignarhlutur í banda-
ríska skyrfyrirtækinu Ice-
landic Provisions í félagið
MS eignarhald ehf. Bæði
þessi félög verða í eigu sam-
vinnufélaganna Auðhumlu
og Kaupfélags Skagfirð-
inga, eins og Mjólkursamsal-
an ehf. Ari edwald sem hef-
ur verið framkvæmdastjóri
Ísey útflutnings undanfarið
rúmt ár, samhliða forstjór-
astarfi hjá Mjólkursamsöl-
unni, mun hér eftir stýra MS
erlendri starfsemi og MS
eignarhaldi og alfarið sinna
erlendri starfsemi. Pálmi
Vilhjálmsson, núverandi að-
stoðarforstjóri, verður for-
stjóri Mjólkursamsölunnar.
-mm
Ekið á
ljósastaur
STYKKISHÓLMUR: Síð-
astliðið laugardagskvöld var
bifreið ekið á ljósastaur á bif-
reiðastæði við Íþróttamið-
stöðina í Stykkishólmi. ekki
urðu slys á fólki en bifreiðin
var eitthvað löskuð. -frg
Útafakstur á
Bröttubrekku
VESTURLAND: Á laugar-
dag var tilkynnt um útafakst-
ur á Bröttubrekku. ekki
urðu slys á fólki en við nánari
skoðun kom upp grunur um
að ökumaður væri mögulega
smitaður af Covid. Í fram-
haldinu fór ökumaður í ein-
angrun. -frg
Bílvelta á
Bröttubrekku
VESTURLAND: Á sunnu-
dag barst Neyðarlínu til-
kynning um útafakstur Borg-
arfjarðarmegin á Bröttu-
brekku. Tilkynningin barst
kl. 19:36 um kvöldið og
fóru lögregla og sjúkralið
frá Borgarnesi á staðinn. Þar
reyndist jeppabifreið hafa
farið út af veginum í mikilli
hálku. Bifreiðin fór marg-
ar veltur og voru ökumaður
og farþegi fluttir á sjúkrahús.
Þeir voru með meðvitund en
nokkuð slasaðir, meðal ann-
ars með höfuðmeiðsli. -frg
Hvalfjarðarsveit hefur óskað eft-
ir inngöngu í barnaverndarnefnd
Borgarfjarðar og Dala að nýju.
Sveitarstjórn staðfesti þá beiðni á
fundi sínum 27. október sl., þar sem
tillaga þess efnis var samþykkt sam-
hljóða. Byggðarráð Borgarbyggð-
ar hefur tekið jákvætt í beiðnina og
falið velferðarnefnd að vinna nán-
ar að aðkomu Hvalfjarðarsveitar að
nefndinni.
Í júní í fyrra undirrituðu Hvalf-
jarðarsveit og Akraneskaupstaður
samning sem sneri m.a. að því að
Akraneskaupstaður tæki að sér
þjónusu fyrir Hvalfjarðarsveit á
sviði barnaverndarmála. Litið var
á samninginn sem tilraunaverkef-
ni til eins árs, með möguleika á
framlengingu. Nú er ljóst að hann
verður ekki endurnýjaður, hel-
dur hyggst Hvalfjarðarsveit ganga
í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar
og Dala á nýjan leik.
kgk
Styrktaraðilar fótboltans á Akra-
nesi fá auglýsingaskilti upp við völl-
inn. einn þeirra er verktakafyrir-
tækið Borgarverk sem býður jafn-
framt gesti velkomna í Borgarnes,
enda eru höfuðstöðvar fyrirtækisins
þar. Gárungar segja þetta sérlega
skemmtileg skilaboð enda þekkt að
nokkurs rígs gæti milli bæjanna.
frg
Framkvæmdir eru hafnar við síð-
asta áfangann í ljósleiðaravæð-
ingu dreifbýlis Snæfellsbæjar. Um
er að ræða lagningu ljósleiðara
milli Hellissands og Gufuskála, en
sveitarfélagið nýtur styrks frá Fjar-
skiptasjóði til verksins. Það er verk-
takinn Stafnafell ehf. í Staðarsveit
sem sér um að plægja fyrir ljósleið-
aranum en Gunnar Hauksson hefur
umsjón með verkefninu fyrir hönd
Snæfellsbæjar.
kgk
Á Snæfellsnesi hefur í haust ver-
ið unnið að ýmsum verkefnum hjá
Vegagerðinni, bæði stórum og smá-
um. Stærsta verkefnið var vinna við
að bæta öryggi á Snæfellsnesvegi
en í Stórholtum voru lengd ræsi
og vegfláar og öryggissvæði lagað
en um 6000 rúmmetrum var keyrt
í vegfláana. Í Grundarbotni austan
megin við Grundarfjörð var skipt
um tvö ræsi sem voru orðin ónýt
auk þess sem Framsveitarvegur var
styrktur og borin í hann möl. Við
Snæfellsnesveg í Helgafellssveit
var unnið að styrkingu ásamt lag-
færingu og í vikunni verða Kolvið-
arnesvegur og Lýsudalsvegur lag-
færðir og í framhaldinu Helgafells-
sveitarvegur og Stakkhamarsvegur.
Vegagerðin var einnig Þjóðgarðin-
um Snæfellsjökli til aðstoðar vegna
vegar og plans við Saxhól.
Nýi vegurinn um Fróðárheiði
var einnig stikaður í haust ásamt
öðrum verkefnum tengdum þeirri
framkvæmd eins og girðingum og
fleiru. Stikur voru einnig lagað-
ar fyrir veturinn og gert við slit-
lag eins og reyndar er gert jafnt og
þétt. Af þessu má sjá að verkefnin
hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar
hafa verið mörg og misjöfn.
þa
Börn að leik í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. úr safni/ hlh.
Aftur í barnaverndarnefnd
Borgarfjarðar og Dala
Víða lagfæringar í vegagerð
á Snæfellsnesi
Brotist inn í bát
STYKKISHÓLMUR: Að morgni
sunnudags barst lögreglu tilkynning
um að brotist hefði verið inn í skip-
ið Leyni SH-120 sem lá við bryggju
í Stykkishólmi. Við athugun kom í
ljós að rúða hafði verið brotin í
skipinu. Talið var að farið hefði ver-
ið inn í skipið en í fljótu bragði virt-
ist engu hafa verið stolið. Lyfjakista
skipsins reyndist í lagi. enginn hef-
ur verið handtekinn vegna máls-
ins en unnið er að rannsókn, með-
al annars með yfirferð á upptökum
eftirlitsmyndavéla. -frg
Hraðakstur í
Hvalfirði
VESTURLAND: Um kl. 23:30
á mánudagskvöld stöðvaði lög-
regla bifreið á Vesturlandsvegi,
við Kúludalsá fyrir of hraðan akst-
ur. Hraði bifreiðarinnar reyndist
vera 139 km/klst en hámarkshraði
á þessum vegarkafla eru 90 km/
klst. Samkvæmt sektarreikni á vef
Samgöngustofu má ætla að öku-
maður eigi von á allt að 150.000
kr. sekt auk þess sem þrír refsi-
punktar bætast við ökuferilsskrá.
-frg
Bílvelta
við Hafnará
VESTURLAND: Um kl. 23:30
á mánudag barst Neyðarlínu til-
kynning um bílveltu á Vestur-
landsvegi við Hafnará. Bifreið á
suðurleið ók út af og valt. Öku-
maður og farþegi slösuðust á baki
og höfði og voru fluttir á sjúkra-
húsið á Akranesi. –frg
Aflatölur fyrir
Vesturland
24.-30. október
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 8.836
Mestur afli: ebbi AK-37: 5.930
kg í einni löndun.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 14.087 kg.
Mestur afli: Hafdís SK-4: 14.087
kg í einni löndun.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 191.702 kg.
Mestur afli: Runófur SH-135:
55.643 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 7 bátar.
Heildarlöndun: 45.210 kg.
Mestur afli: Hafdís SH-167:
2.333 kg í tveimur löndunum.
Rif: 5 bátar.
Heildarlöndun: 66.2621 kg.
Mestur afli: Hamar SH-224,
29.809 kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur: 1 bátur.
Heildarlöndun: 3.486 kg.
Mestur afli: Fjóla SH-7: 3.486 í
þremur löndunum.
Allar hafnir samtals: 329.582
kg. í 35 löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Runólfur SH-135 – GRU:
55.643 kg.
2. Farsæll SH-30 – GRU:
45.399 kg.
3. Hringur SH-153 – GRU:
45.183 kg.
4. Sigurborg SH-12 – GRU:
44.698 kg.
5. Hamar SH-224 – RIF: 22.288
kg. fr
Ljósleiðari lagður síðasta spölinn
Plægt fyrir ljósleiðara milli
Hellissands og Gufuskála.
Ljósm. Snæfellsbær.
Boðnir velkomnir til Borgarness á Akranesvelli