Skessuhorn - 04.11.2020, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202022
Undanfarið hefur borið á því að
íbúar í Borgarbyggð eru byrjaðir
að lýsa upp skammdegið með jóla-
ljósum- og skreytingum. „Borgar-
byggð fagnar þessu frumkvæði og
hefur ákveðið að slást í för með íbú-
um með því að setja jólaljósin upp
snemma í ár. Íbúar eru hvattir til að
gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynn-
ingu frá Borgarbyggð. mm
eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur
verið sett á sölu. Frá því var greint í
frétt í Morgunblaðinu á mánudag-
inn. Allt sem Haraldur Sigurðsson
eldfjallafræðingur hefur í gegnum
áratugina safnað að sér fyrir safnið
fylgir með í sölunni. Segir hann það
mikið áfall að þurfa að selja safnið.
Ástæða sölunnar segir hann að í
gegnum árin hafi hann rekið safn-
ið í samvinnu við Stykkishólmsbæ
en nú sjái bærinn sér ekki fært að
halda við húsi safnsins. Það er því
ekki annað í stöðunni fyrir Harald
en að selja.
Ákvörðun liggur
ekki fyrir
Að sögn Jakobs Björgvins Jakobs-
sonar, bæjarstjóra Stykkishólms-
bæjar, liggur ákvörðun af hálfu bæj-
arins ekki fyrir í málinu. er málið
til umsagnar í safna- og menning-
armálanefnd bæjarins og mun Jak-
ob gera bæjarráði grein fyrir stöðu
þess á næsta fundi ráðsins. „Stykk-
ishólmsbær áttu fund á dögunum
með Haraldi Sigurðssyni og öðrum
fulltrúum Vulkan ehf. sem legg-
ur til öll listaverk og safngripi eld-
fjallasafnsins, en safnið var opn-
að árið 2009 eftir að bæjarstjórn
Stykkishólmsbæjar hafði gert sam-
komulag við Harald um að setja
upp safnið í gamla Samkomuhús-
inu. Ríkið hafði samþykkt að kosta
flutning á safninu frá USA til lands-
ins árið 2005 eftir að sérfræðingar á
vegum ráðuneyta höfðu lagt mat á
gildi safnmuna,“ segir Jakob.
Brýnt að huga
að endurgerð
Jakob segir tilgang fundarins með
forsvarsmönnum Vulkan ehf. hafa
verið að ræða stöðu eldfjallasafns-
ins, framtíð þess og ástand sam-
komuhússins sem hýsir safnið.
„Fyrir liggur hönnun endurgerð-
ar á Samkomuhúsinu við Aðal-
götu 6 í Stykkishólmi m.t.t. ástands
og uppruna, þar sem lagt er mat á
mikilvægi þess að húsið verði end-
urgert,“ segir Jakob. Þá bendir
hann á að skipulags- og bygginga-
fulltrúi Stykkishólmsbæjar hafi árið
2017 tekið saman greinargerð um
ástand hússins þar sem fram kem-
ur að brýnt sé að huga að endur-
gerð hússins á næstu árum og hefur
verið horft til þess að afla styrkja til
endurgerðar á húsinu frá Húsafrið-
unarsjóði. „Það er óhætt að segja
að bærinn hafi lagt mikla áherslu á
safnið sem sjá má á þeim framlög-
um sem lögð hafi verið til safnsins
til þess að tryggja rekstur þess. Með
þessu er ljóst að Stykkishólms-
bær hafi sýnt í verki að bærinn hafi
skilning á gildi safnsins og hversu
verðmætt það er,“ segir Jakob.
arg
Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á nýtt skrifstofu-
húsnæði Verkalýðsfélags Akraness
við Þjóðbraut 1 á Akranesi. Að sögn
Vilhjálms Birgissonar formanns
félagsins mun starfsemin verða flutt
alfarið í nýtt húsnæði í lok þessar-
ar viku. Skrifstofan mun svo verða
opnuð á nýjum stað mánudaginn 9.
nóvember. Vilhjálmur tók sérstak-
lega fram að skrifstofan verður lok-
uð fimmtudag og föstudag í þess-
ari viku.
Að sögn Vilhjálms verður um al-
gera byltingu að ræða í aðbúnaði
starfsfólks og gesta. Núverandi hús-
næði var orðið mjög þröngt enda
aðeins um 100 fermetrar. Nýja hús-
næðið er þrefalt stærra og ljóst að
öll aðstaða verður mun betri og
rýmri. Félagið á 100 ára afmæli árið
2024 og að sögn Vilhjálms er löngu
tímabært að félagið komist í gott
húsnæði. frg/ Ljósm. mm.
Karlmaður á sextugsaldri, sem varð
fyrir alvarlegri líkamsárás í Borgar-
nesi mánudaginn 19. október síð-
astliðinn, var fluttur á gjörgæslu
tveimur dögum síðar. Ástand hans
hafði þá versnað mjög og var tal-
ið lífshættulegt. Hann var rifbeins-
brotinn, kjálkabrotinn og mögu-
lega viðbeinsbrotinn ásamt því að
hafa nokkur bitför í andliti. eftir að
hann var fluttur frá sjúkrahúsinu á
Akranesi á Landspítala kom í ljós að
annað lunga hans hafði fallið sam-
an. Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði
Héraðsdóms Vesturlands og greint
er frá á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Ætlaði að gista
hjá manninum
Í greinargerð lögreglustjóra kem-
ur fram að þegar lögregla kom á
vettvang hafi þolandinn staðið fyr-
ir utan húsið, blóðugur í andliti og
haldið um brjóstkassann. Hann hafi
verið í heimsókn hjá árásarmannin-
um og ætlað að gista þar um nótt-
ina. Þeir hefðu drukkið nokkuð og
verið orðnir ölvaðir þegar húsráð-
andi réðst að honum þar sem hann
sat í rúmi í íbúðinni, kýlt hann með
krepptum hnefa í andlit og líkama
og bitið hann í andlitið. Sá sem varð
fyrir árásinni hafi talið að maður-
inn myndi drepa sig og því slegið
frá sér þar til árásarmaðurinn rot-
aðist. Í framhaldi af því hafi hann
komið sér út úr húsinu.
Blóðslettur um
veggi og gólf
Samkvæmt lögreglu mætti henni
mikið blóð þegar farið var inn í
íbúðina, blóðslettur og blóðkám
víða um gólf og veggi. Mikið af
blóðblettum hafi verið á rúmföt-
um rúmsins þar sem brotaþoli
kvaðst hafa setið þegar ráðist var
á hann. Árásarmaðurinn lá á gólf-
inu með blóð á höndum sér og í
andliti. Hann hafi verið mjög ölv-
aður og ekki geta sagt til um hvað
hefði gerst, en kvartað undan höf-
uðverk og ekki getað staðið upp.
Hann var síðan handtekinn eftir
læknisskoðun.
Við yfirheyrslur kvaðst
árásarmaðurinn hafa neytt áfengis
og sterkra verkjalyfja en mundi
ekki eftir því að hafa kýlt eða bitið
hinn manninn. Lögregla telur
framburð hans ekki fullnægjandi
skýringu á því hvað gerðist og
ekki samræmast því sem komið
hafi fram við rannsókn. Mikilvægt
sé að geta tekið skýrslu af
brotaþolanum en það hafi ekki
verið hægt þar sem hann sé á
gjörgæslu og koma verði í veg fyrir
að árásarmaðurinn geti haft áhrif
á framburð hans. Árásarmaðurinn
var í héraðsdómi úrskurðaður í
gæsluvarðhald og einangrun til 2.
nóvember, en Landsréttur stytti
gæsluvarðhaldið til 29. október
með úrskurði.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Verkalýðsfélag Akraness flytur
Eldfjallasafnið í Stykkishólmi var vígt í maí 2009. Það hefur nú verið boðið til sölu. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Eldfjallasafnið í Stykkishólmi
boðið til sölu
Á gjörgæslu eftir
líkamsárás í Borgarnesi
Borgarbyggð hvetur til að jóla-
ljósin verði sett upp snemma