Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Síða 4

Skessuhorn - 02.12.2020, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Teljum niður Þegar þetta er skrifað eru nákvæmlega níu mánuðir síðan kórónaveiran stakk sér niður hér á landi. Sami tími og meðal meðganga. Engu að síð- ur finnst mér þetta hafa verið lengri tími. Finnst varla stemma að ekki sé lengra síðan enda hefur þetta á á allan hátt verið öðruvísi ár en önnur sem ég hef upplifað. Auðvitað er engin tvö ár eins, en mörg eru svipuð einkum þegar árunum fjölgar og fennir yfir minningarnar. Á þessu ári hefur ekki einvörðungu íslenska þjóðin, heldur nánast allar þjóðir orðið að takast á við breytta heimsmynd. Veiru skrattinn og viðbrögð við henni hafa fært allt hefðbundið líf úr skorðum. Við þurfum að gæta hvernig við högum samskiptum okkar við aðra, virða sóttvarnareglur og að skapa aðstæður þar sem við komum okkur sjálfum eða öðrum í hættu. Ýmist meðvitað eða al- gjörlega óvart. Nú berum við grímur í búðum og þar sem við mætum öðru fólki, sprittum og höldum fjarlægð. En þrátt fyrir þetta koma sífellt upp ný smit í samfélaginu, í gær voru þau átján. Flest koma þau upp óvænt og jafn- vel ekki vitað hvaðan veiran kom. Snerting á málmhlut í verslun getur verið nóg, dæling á bensíni án hanska er nóg. Ég hef í gegnum þetta tímabil reynt að ávinna mér þolinmæði gagnvart aðstæðum enda veit ég að hver og einn getur fátt gert, annað en að reyna að haga sér samkvæmt reglum. Ég treysti stjórnvöldum og ekki síst því starfs- fólki sem er í forsvari fyrir aðgerðir og leiðbeiningar til almennings. Ég ber mikið traust til þríeykisins og finnst við sem þjóð hafa verið óendanlega heppin að einmitt þetta fólk var í einmitt þessum störfum þegar þessi veira þurfti að fara á flug. Að sama skapi ber ég takmarkað traust til þess fólks sem lætur í sér heyra og vill gagnrýna aðgerðir forystu þjóðarinnar í sótt- vörnum. Á sjónarsviðið kemur af og til fólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Eru tilbúnir að halda því fram að það sé meiri skaði sem sóttvarnaaðgerðir valda, en ávinningurinn af þeim. Þetta efa- semdarfólk er hins vegar að dreifa efasemdum. Einhverjir taka þessa orð- ræðu upp og vantraustið eykst. Við það skapast ekki einvörðungu vanlíðan í huga þeirra sem eru trúgjarnir, heldur bókstaflega eykst hættan á því að fólk hætti að virða sóttvarnareglur. Sá sem einarðast hefur leiðbeint okkur um hegðun á kóvidári er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Hann hefur staðið sig vel í því verkefni. Svo leiðinlega vildi til að hann sjálfur smitaðist af veirunni í síðustu viku. Slíkt getur í rauninni hent hvern sem er, sem ekki er nánast lokaður inni í búbblu. Það að Víðir skyldi veikj- ast reyndist vatn á myllu efasemdarfólksins sem ég nefndi hér að framan. Afskaplega ómakleg og óspennandi orðræða varð um þennan góða mann, þar sem fólk upphóf hróp og köll á vefmiðlum um að það risti nú ekki djúpt sá boðskapur sem hann hefði flutt. Við skulum átta okkur á því að hver sem er getur smitast af Covid-19. Það þarf ekki nema eitt óhapp til að veiran nái milli fólks. En í guðanna bænum! Hvort sem það er Víðir Reynisson eða hver sem; hvaða starfi sem viðkomandi gegnir, hvar í þjóðfélagsstiganum; ekki gagnrýna viðkomandi, engar nornaveiðar takk. Það er enginn sem ætlar sér að smitast af þessari veiru. Það gleðilega í stöðu okkar núna er sú staðreynd að erlend lyfjafyrirtæki hafa á undraskömmum tíma þróað og prófað ný bóluefni sem almennt lofa mjög góðu um varnir. Búið er að gefa út reglur um forgangsröðun í bólu- setningu og þess verður ekki langt að bíða að efnin komi hingað til lands. Þess vegna skulum við telja niður og sjá fram á bjartari tíma. Líklega í janú- ar eða febrúar á nýju ári verður bólusetning hafin af krafti. Það er sko miklu styttri tími þangað til en ein meðganga. Langflestir hafa komist klakklaust í gegnum þennan tíma og langflest getum við lokið þessum tíma sem eftir er þangað til veiran hverfur, þökk sé vísindunum og okkur sjálfum. Magnús Magnússon. Dómsmálaráðherra sendi á föstu- daginn frá sér yfirlýsingu vegna frumvarps sem lagt var fram á Al- þingi sama dag og samþykkt síðar um kvöldið. Batt það enda á verk- fall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands sem þá hafði staðið í tvo daga. Þar með var styttur sá tími sem landsmenn voru án starfshæfr- ar björgunarþyrlu, en ein þyrla varð með þessu útkallshæf á sunnudags- kvöldið. Í yfirlýsingu frá Áslaugu Örnu Sigurbjörndóttur dómsmálaráð- herra vegna málsins kom fram að gerðardómi verði falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Land- helgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar næstkomandi. Þá er gerðardómi ætlað að taka til meðferðar útfærslu á tengingu kjarasamnings flugvirkja við aðr- ar sambærilegar starfsstéttir á al- mennum vinnumarkaði. Í yfirlýs- ingunni segir að verkfall flugvirkja hjá Gæslunni hafi stefnt heilbrigð- is- og öryggisþjónustu fyrir al- menning í mikla tvísýnu. „Staðan er óviðunandi og ég tel ekki rétt að ein stétt hjá Landhelgisgæsl- unni geti haft þessi gífurlegu áhrif á öryggismál þjóðarinnar, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga að öðrum mikilvægum starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að fara í verkfall með vísan til almanna- hagsmuna,“ sagði í færslu ráðherra vegna málsins. Þessari skoðun ráð- herrans var meirihluti þingmanna samþykkur og greiddu því atkvæði með lagasetningunni. mm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvöru- lögum. Þar er lagt til að á árunum 2021-2024 verði vikið frá ákvæð- um gildandi búvörusamninga og að ríkissjóður muni á þessum árum greiða niður allan kostnað við flutning og dreifingu raforku vegna framleiðslu garðyrkjuafurða. Jafn- framt skuli ríkisjóður greiða helm- ing kostnaðar vegna uppbyggingu á dreifikerfi raforku til garðyrkju- býla, gróðrastöðva og garðyrkju- stöðva á tímabilinu. „Markmiðið með frumvarpinu er að ráðast í stórsókn í framleiðslu garðyrkjuafurða. Verði þetta frum- varp að lögum skapast kjöraðstæður fyrir garðyrkjubændur á Íslandi til að efla starfsemi sína og auka fram- leiðslu. Því er viðbúið að innlend framleiðsla á garðyrkjuafurðum aukist til muna og að fjöldi star- fa muni skapast í greininni. Að auki mun aukin framleiðsla garðyrkjuafurða hafa jákvæð áhrif í öðrum greinum atvinnulífsins, svo sem byggingariðnaði. Þá er mikið framleitt af garðyrkjuafurðum á þeim svæðum landsins sem hvað mest finna fyrir samdrætti í fer- ðaþjónustu og því myndi stórsókn í þeirri framleiðslu sporna við auknu atvinnuleysi á þeim svæðum,“ segir í greinargerð með frumvarpi þing- konunnar. mm Þjóðskrá Íslands tekur mánaðar- lega saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum samkvæmt þinglýstum gögnum. Fjöldi þinglýstra fasteignakaupa- samninga í október á Vesturlandi var 52 og velta í þeim viðskiptum alls 1.854 milljónir króna. Það ger- ir meðalverð í hverjum viðskiptum upp á 35,6 milljónir. Í þessum við- skiptum skiptu 20 sérbýli um eig- endur, 20 viðskipti voru með íbúðir í fjölbýli, þrjár sölur á atvinnuhús- næði, fimm sumarhús voru seld og loks eru fern viðskipti undir flokkn- um „annað.“ Á landsvísu voru 1.297 viðskipti í mánuðinum og veltan 63 milljarðar króna. Meðalverð var því 48,6 milljónir. Þegar október 2020 er borinn saman við september 2020 fækkar kaupsamningum um 16,4% á landsvísu og velta lækkar um 16,9%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum með íbúðar- húsnæði um 14,5% á milli mánaða og velta lækkaði um 16,9%. mm Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Leggur til að ríkið niðurgreiði flutning og dreifingu raforku til garðyrkjunnar Viðskipti með húsnæði á Vesturlandi í október

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.