Skessuhorn - 02.12.2020, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 9
Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is
Bráðum koma blessuð jólin...
Mikið úrval af allskyns gjafavöru
Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt
úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin.
Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa
annarra góðra kosta.
Komdu og kannaðu úrvalið.
Afgreiðslu
tími:
Virka da
ga
9–18
Laugar
daga
10–14
Sunnud
aga
12–14
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2020
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Aðeins fimmtudaginn 3. desember
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, kynnti á
mánudaginn frumvarp um sam-
þættingu þjónustu í þágu farsæld-
ar barna. Frumvarpið er afurð víð-
tæks samstarfs fjölda aðila með
samþættingu þjónustu í þágu barna
að markmiði, sem og að auka sam-
vinnu og bæta samfellu þjónustu við
börn og að hagsmunir barna skuli
ávallt hafðir í fyrirrúmi. „Verkefnið
er umfangsmikið og felur sennilega
í sér mestu breytingu sem gerð hef-
ur verið á umhverfi barna á Íslandi í
áratugi,“ sagði ráðherra þegar hann
kynnti frumvarpið.
Á yfirstandandi kjörtímabili hef-
ur verið unnið að undirbúningi
lagaumhverfis sem miðar að því að
tryggja börnum og aðstandendum
þeirra, snemmbæran, samþættan
stuðning þvert á kerfi. Vinnan hef-
ur verið undir forystu félagsmála-
ráðuneytisins en í víðtæku sam-
ráði við fjölmarga aðila, svo sem
önnur ráðuneyti, þingmannanefnd
um málefni barna, félagasamtök
og einstaklinga sem hafa lagt hönd
á plóg. „Stefnan sem er lögð til í
frumvarpinu er að láta mismunandi
hluta kerfisins tala betur saman og
loka „gráum svæðum“. Þannig er
markmiðið að barnið verði hjartað í
kerfinu. Frumvarpið tekur til allrar
þjónustu sem fer fram innan skóla-
kerfisins; í leik-, grunn- og fram-
haldsskólum, á frístundaheimilum
og í félagsmiðstöðvum. Það tek-
ur einnig til þjónustu sem er veitt
innan heilbrigðiskerfisins, í heilsu-
gæslu, á heilbrigðisstofnunum og
sjúkrahúsum og félagsþjónustu sem
er veitt innan sveitarfélaga, barna-
verndarþjónustu og þjónustu við
börn með fatlanir, svo dæmi séu
til tekin.“ Þá segir að í frumvarp-
inu sé lögð rík áhersla á að börn og
foreldrar hafi aðgang að samþættri
þjónustu við hæfi án hindrana, ef á
þarf að halda. Með breytingunum
er leitast við að tryggja að foreldr-
ar og barn fái upplýsingar um þjón-
ustu í þágu barnsins og þjónustu-
veitendur, foreldrar og börn, eftir
atvikum, móti í sameiningu mark-
mið, úrræði og mat á árangri.
„Allt frá því ég tók við ráð-
herraembætti hefur forgangsverk-
efni mitt verið að bæta enn frekar
hvernig við þjónustum börn og fjöl-
skyldur þeirra. Í víðtæku samráði
og samstarfi fjölmargra aðila, leik-
inna, lærðra, innan þings og utan,
hefur verið unnið að því í hartnær
þrjú ár að smíða undirstöður undir
kerfi sem tryggir að börn og fjöl-
skyldur þeirra falli ekki á milli kerfa
og verði ekki send á eigin ábyrgð
milli þjónustuaðila innan sveitarfé-
laga og ríkisstofnana. Verkefnið er
risavaxið og ég held að það sé óhætt
að segja að við séum að horfa upp
á stærstu kerfisbreytingu í þessum
málaflokki á Íslandi undanfarna
áratugi,“ sagði Ásmundur Einar í
kynningu sem hann hélt um frum-
varpið á mánudag. mm
Frumvarp um bættan hag og
samþætta þjónustu við börn