Skessuhorn - 02.12.2020, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 202010
Dýpkunarskipið Dísa hefur und-
anfarið verið við dýpkunarfram-
kvæmdir í Ólafsvíkurhöfn. Var í
heildina dælt upp á milli 40 og 50
þúsund rúmmetrum. 12 þúsund af
þessum rúmmetrum voru nýttir til
landfyllingar á plani. Um síðustu
helgi var svo klárað að keyra efni
ofan á planið og var það B. Vigfús-
son sem sá um það. Keyrðu starfs-
menn fyrirtækisins á milli 6 og 7
hundruð rúmmetrum af efni í plan-
ið. Er ráðgert að þarna verði bygg-
ingarlóð fyrir atvinnuhúsnæði næst
þegar farið verður í skipulagsvinnu.
Þangað til nýtist planið til ýmissa
hluta enda stórt, eða um 2000 fer-
metrar að stærð. Verður hægt að
geyma þar vagna og báta ásamt
ýmsu öðru og fer það nánast strax
í notkun. Von er á nýju stálþili sem
koma mun um eða eftir áramótin,
að sögn starfsmanna hafnarsjóðs.
Verður þilið geymt á planinu þang-
að til það verður rekið niður næsta
sumar.
þa
Umhleypingar hafa einkennt veðr-
áttuna undanfarið; suðlægar áttir
ríkjandi með tilheyrandi gulum og
appelsínugulum viðvörunum veð-
urfræðinga á víxl. Þessi vika er þar
engin undantekning.
Meðfylgjandi mynd var tekin í
síðustu viku í vatnsveðri sem þá
gekk yfir vestanvert landið. Höfðu
niðurföllin á Ólafsbraut í Ólafs-
vík ekki undan og náði vatnið frá
gatnamótum við Grundarbraut og
nánast alla leið að hafnarvoginni.
Var vatnsmagnið svo mikið um
tíma að varhugavert var fyrir litla
bíla að vera þarna á ferðinni. þa
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, hef-
ur lagt fram á Alþingi frumvarp til
breytingar á lögum um lax- og sil-
ungsveiði. Miða þær einkum að því
að styrkja minnihlutavernd í veiði-
félagi með sérstökum reglum um
atkvæðavægi á fundum. Á síðasta
löggjafarþingi var lagt fram frum-
varp sem stefndi að sömu mark-
miðum, en það varð ekki að lögum.
Unnið hefur verið með þær athuga-
semdir og tillögur sem fram komu
við meðferð málsins á Alþingi og er
frumvarpið afrakstur þeirrar vinnu.
Með frumvarpinu er lagt til að
komi fram tillaga á félagsfundi
veiðifélags um að ráðstafa rétti til
stangveiði til félagsmanns í veiði-
félaginu eða til aðila sem tengjast
honum þarf samþykki hið minnsta
2/3 hluta atkvæða. Þetta gildir þó
aðeins ef hlutaðeigandi félagsmaður
eða aðilar sem tengjast honum fara
að lágmarki með 30% atkvæða. Þá
er einnig lagt til að sama aukinn
meirihluta þurfi til að draga úr veiði
frá því sem tíðkast hafi á viðkoman-
di veiðisvæði, nema breytingar séu
óverulegar.
Þá eru með frumvarpinu lagðar
til fernar aðrar breytingar. Í fyrsta
lagi breytingar sem skerpa á úr-
ræðum Fiskistofu, m.a. vegna ólög-
mætra framkvæmda. Í öðru lagi
breytingar sem auðvelda sameigen-
dum að taka þátt í atkvæðagreiðs-
lum innan veiðifélaga. Í þriðja lagi
breyting á kostnaðarfyrirkomulagi
vegna starfa matsnefndar skv. VII.
kafla laganna. Loks í fjórða lagi
breyting á skipan matsnefndar. mm
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau
hrossaræktarbú sem tilnefnd eru
til árlegrar heiðursviðurkenningar
Bændasamtaka Íslands sem Rækt-
unarbú ársins. Valið stóð á milli 50
búa sem náð höfðu athyglisverð-
um árangri á árinu. Reglur fagráðs
um ræktunarbú ársins má finna inn
á heimasíðu Félags hrossabænda,
fhb.is. Tilnefnd eru tólf efstu bú
ársins að loknum útreikningi. Í ár
voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru
búin því þrettán í ár. Tilnefnd bú
hljóta viðurkenningu á ráðstefn-
unni Hrossarækt 2020 sem haldin
verður rafrænt að þessu sinni laug-
ardaginn 12. desember næstkom-
andi. Eitt bú á Vesturlandi er í hópi
tilefndra búa; Skipaskagi, bú Sigur-
veigar Stefánsdóttur og Jóns Árna-
sonar á Litlu-Fellsöxl.
Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karls-
dóttir, Gunnar Þorgeirsson og
Tryggvi Björnsson
Efsta-Sel, Daníel Jónsson og
Hilmar Sæmundsson
Fet, Karl Wernersson
Flagbjarnarholt, Bragi Guð-
mundsson, Valgerður Þorvalds-
dóttir, Sveinbjörn Bragason, Þór-
unn Hannesdóttir og fjölskylda
Garðshorn á Þelamörk, Agnar
Þór Magnússon og Birna Tryggva-
dóttir Thorlacius
Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar,
Bergur Jónsson og Olil Amble
Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harð-
arson og fjölskylda
Skagaströnd, Þorlákur Sigurður
Sveinsson og Sveinn Ingi Gríms-
son
Skipaskagi, Jón Árnason og Sigur-
veig Stefánsdóttir
Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson
Þúfur, Mette Mannseth og Gísli
Gíslason. mm
Ný athafnalóð verður til með
efni úr höfninni
Lax reynir uppgöngu í Glanna í Norðurá.
Vill styrkja minnihlutavernd
í veiðifélögum
Umhleypingar
í veðrinu
Leifur Gunnarsson situr hér stóðhestinn Skagann frá Skipaskaga. Þetta er í átt-
unda sinn sem Skipaskagi fær tilnefningu sem hrossaræktarbú landsins.
Þrettán hrossaræktarbú
tilnefnd til verðlauna