Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Page 11

Skessuhorn - 02.12.2020, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 11 Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • www.skorri.is Öll hleðslutæki með afslætti fram að jólum Hleðslutæki 20% Afs lát tur Jólatilboð! Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskóla Borgarness, Útvarp Óðal, fer í loftið á mánudags- morgun og standa útsendingar yfir í fimm daga frá klukkan 10-23 en lýkur klukkan 19 á föstudaginn. Fyrir marga er Útvarp Óðal órjúf- anlegur hluti af jólahátíðinni og er dagskráin í ár ekki af verri endan- um. „Fyrir marga er Útvarp Óðal fastur liður í jólahefðinni,“ seg- ir Kristín Valgarðsdóttir, deildar- stjóri í Grunnskólanum í Borgar- nesi í samtali við Skessuhorn. Hún heldur utan um skipulag útvarps- ins ásamt stjórn nemendafélags- ins. „Krakkarnir hafa lagt mikið á sig til að gera gott útvarpsefni,“ segir Kristín og bætir við að öllum nemendum skólans gefist kostur á að koma fram í útvarpinu. „Nem- endur í unglingadeild hafa unnið handrit í íslenskutímum og fer síð- an meirihluti þeirra í beina útsend- ingu með þáttinn en þeir hafa val um það. Þættir nemenda á yngsta- og miðstigi eru ekki sendir út beint og fóru upptökur á þeim fram í síðustu viku“ segir Kristín. „Það verða mjög fjölbreyttir þættir þar sem m.a verður rætt við tónlistar- menn og fleiri og svo er auglýsinga- pakkinn alltaf spennandi. Krakk- arnir búa sjálfir til auglýsingarnar, syngja, tala inn á þær og leika jafn- vel. Það kemur alltaf skemmtilega út,“ segir Kristín. Nemendur sjá einnig um fréttaflutning og í há- deginu er tekinn púlsinn á bæjar- lífinu, fluttar fréttir dagsins ásamt íþróttafréttum. Hápunktur frétta- stofunnar er síðan þátturinn „Bæj- armálin í beinni“ sem er sendur út í hádeginu síðasta útsendingardag- inn og enginn má missa af. Hægt er að hlusta á Útvarp Óðal í út- varpstækjum á FM 101,3 eða á net- inu í gegnum spilarinn.is. arg Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Nemendur í 3. bekk á leið í upptöku fyrir jólaútvarpið. Ljósm. aðsend. Útvarp Óðal í loftið á mánudaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.