Mosfellingur - 27.08.2020, Síða 16
- Bókasafnsfréttir, matur og vín16
Sumarlesturinn tókst með af-
brigðum vel í ár og voru þátt-
takendur 258 talsins. Í sumar
var börnunum boðið upp á
að skila inn bókaumsögnum
fyrir bækurnar sem þau lásu í
átakinu.
Í lok hverrar viku var svo
dregið úr innsendum umsögn-
um og fékk heppinn þátttak-
andi bókaverðlaun. Hugmynd-
in með bókaumsögnunum var
sú að hvetja börnin til að tala
um bækur og hugsa um þær á gagnrýninn
hátt. Þegar einungis nokkrir dagar eru eftir
af sumarlestrinum hafa borist yfir 330 um-
sagnir. Síðasti útdráttur sumarsins fer fram
28. ágúst og fer því hver að verða síðastur
að skila inn umsögn.
Á meðan á sumarlestrinum
stóð gafst gestum safnsins
einnig kostur á að taka þátt
í ratleik þar sem sjávardýr af
öllum stærðum og gerðum
voru falin í safninu.
Þeir sem kláruðu ratleikinn
og fundu lausnarorðið fengu
að launum viðurkenningu í
formi myndar sem hægt var
að festa í net í barnadeild
safnsins.
Í ljósi aðstæðna verður
því miður ekki hægt að bjóða upp á hefð-
bundna uppskeruhátíð að svo stöddu
en í staðinn bjóðum við þátttakendum í
kolkrabbaleit á safninu frá 31. ágúst til 10.
september og verða heppnir kolkrabba-
fangarar verðlaunaðir.
Sumarlestur í bókasafninu
Bókasafn Mosfellsbæjar
Nú stendur yfir
sýningin BÓK
– list og leikur í
Listasal Mos-
fellsbæjar. Þar
sýna hjónin og
Mosfellingarnir
Guðlaug Friðriks-
dóttir og Ragnar
G. Einarsson
fjölbreytt verk en
þau eru bæði lærðir bókbindarar.
Á sýningunni má sjá bækur bundnar inn á óvenju-
legan og frumlegan hátt þannig að úr verða þrívíðir
listmunir. Einnig eru á sýningunni grafíkverk, dúkristur,
málverk og fleira en Guðlaug og Ragnar eru jafnvíg
á bókband og ýmsa miðla myndlistarinnar. Síðasti
sýningardagur er laugardagurinn 5. september.
Bók - list og leikur
Listasalur Mosfellsbæjar
guðlaug og ragnar
einn vinningshafa
Á grillinu heima • Lykilatriði að hita grillið vel áður • Vínið best borið fram við 16-18°C
Grillum og gleðjumst HEIMA
Matarhorn
Mosfellings
Lambainnralæri
• Langskorið í u.þ.b. 1 cm sneiðar
• Hreinsa og þrífa grillið vel. Það minnk-
ar líkur verulega á að það kvikni eldur.
• Hita grillið í botn að lágmarki í 15
mínútur.
• Krydda kjötið með góðu lambakjöts-
kryddi.
• Grillað á hæsta hita í 1 mín á hvorri
hlið og síðan tekið af grillinu.
• Kjötið er látið standa í 5-8 mín á
borðinu áður en það er borðað.
Þrátt fyrir að bæjarhátíðin hafi verið blásin af er um að gera að grilla í heimahúsum og gera sér glaðan dag. Enn eigum við
þónokkra góða daga eftir af sumrinu. Hér eru grillleiðbeiningar frá Geira í Kjötbúðinni og að sjálfsögðu rautt við hæfi.
Nautakjöt á grillið
• Miðum við við að nautakjötið sé fitusprengt og
skorið í 3 cm þykkar sneiðar.
• Krydda nautakjötið með grófu salti og grófum
pipar (meira af salti) láta standa í 3 tíma í stofuhita.
• Grillið á hæsta hita í 3 mín. á hvorri hlið og lækkið
svo hitann, gott er að slökkva á brennara.
• Setjið kjarnhitamæli í steikina og bíðið eftir að
steikin nái 52-57° eftir hve mikið þú vilt hana eldaða.
Mælum með 55° sem er medium.
• Kjötið er tekið af grillinu og látið standa í 10-12
mín. áður en það er borðið Gott er að setja trufflu-
olíu á kjötið á meðan það hvílir.
nautið skal látið standa í
10-12 mínútur eftir eldun
lambalæri í
undirbúningi
Við mælum með:
Beringer
Cabernet
Sauvignon
Létt og ferskt vín
sem er best borið
fram við 16-18°C.
Kirsuberjarautt.
Meðalfylling,
ósætt, mild sýra,
miðlungstannín.
Dökk ber, lyng, eik.
Við mælum með:
Piccini Collezione
Oro Riserva
Bragðmikið vín sem
hentar vel með lamb-
inu. Kirsuberjarautt.
Meðalfylling, ósætt,
fersk sýra, miðlungs-
tannín. Súr kirsuber,
trönuber, lyng.