Mosfellingur - 27.08.2020, Side 17

Mosfellingur - 27.08.2020, Side 17
www.mosfellingur.is - 17 Íslandsmótið í golfi fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 6.-9. ágúst. Um var að ræða fyrsta Íslandsmótið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Keppt var um Íslandsmeistaratitil karla í 79. sinn en 54. skipti í kvennaflokki. Sýnt var beint frá mótinu á RÚV. Mótið fékk að fara fram þrátt fyrir að annað íþróttastarf hafi legið svo gott sem niðri á þessum tíma. Séð var til þess að allir færu eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis og heilbrigðisyfirvalda. Hlíðavöllur skartaði sínu fegursta og fjöldi sjálfboðaliða lagði sitt af mörkum til að mótið gæti farið fram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Bjarki Pétursson, GKG fögnuðu sigri á Íslandsmótinu en lokadagurinn var æsispennandi. Íslandsmótið í golfi fór fram í Mosfellsbæ 6.-9. ágúst • Sýnt í beinni á RÚV • Farið eftir öllum sóttvarnafyrirmælum Bestu kylfingar landsins á Hlíðavelli ólafía þórunn eftir upphafshögg Kristófer Karl á loKaholunni nína björK sigraði í floKKi 35 ára og eldri 18 flöt hlíðavallar

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.