Mosfellingur - 27.08.2020, Page 17

Mosfellingur - 27.08.2020, Page 17
www.mosfellingur.is - 17 Íslandsmótið í golfi fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 6.-9. ágúst. Um var að ræða fyrsta Íslandsmótið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Keppt var um Íslandsmeistaratitil karla í 79. sinn en 54. skipti í kvennaflokki. Sýnt var beint frá mótinu á RÚV. Mótið fékk að fara fram þrátt fyrir að annað íþróttastarf hafi legið svo gott sem niðri á þessum tíma. Séð var til þess að allir færu eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis og heilbrigðisyfirvalda. Hlíðavöllur skartaði sínu fegursta og fjöldi sjálfboðaliða lagði sitt af mörkum til að mótið gæti farið fram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Bjarki Pétursson, GKG fögnuðu sigri á Íslandsmótinu en lokadagurinn var æsispennandi. Íslandsmótið í golfi fór fram í Mosfellsbæ 6.-9. ágúst • Sýnt í beinni á RÚV • Farið eftir öllum sóttvarnafyrirmælum Bestu kylfingar landsins á Hlíðavelli ólafía þórunn eftir upphafshögg Kristófer Karl á loKaholunni nína björK sigraði í floKKi 35 ára og eldri 18 flöt hlíðavallar

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.