Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 12
Vinningshafar í COVID-­krossgátu Í síðasta tölublaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þau Ragnar Sverris- son Reykjabyggð 42 og Helga Stefánsdóttir Leirutanga 31. Vinningshafarnir fá gjafabréf á veitingastaðinn Blik Bistro & Grill og verður gjafabréfum komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð kross- gátunnar var „Lengi býr að fyrstu gerð“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju. Friðlýsing Varmárósa endurskoðuð Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningartillögu að endurskoðaðri friðlýsingu Varmárósa í Mosfellsbæ. Lagt er til að friðlandið verði stækk- að nokkuð og nái þar með utan um alla fundarstaði fitjasefs. Friðlandið var upphaflega stofnað árið 1980 til að vernda vaxtarstaði þessarar fágætu tegundar sem finnst aðeins á einum stað á landinu utan Varmár- ósa. Verndargildi svæðisins felst jafnframt í því að sjávarfitjarnar eru sérstæðar og mikilvæg vistkerfi fyrir fugla. Þá er friðlandið einnig hluti af stærra svæði í Leirvogi sem er alþjóðlega mikilvægt fyrir margæsir og sendling. Markmið tillögunnar sem nú er lögð fram er að standa vörð um verndargildi svæðisins, tryggja rannsóknir á vöktun og líf- ríki og treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins. - Krossgáta18 Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Blik Bistro bjóða upp á COVID-krossgátu Verðlaun í boði Blik Bistro Dregið verður úr innsendum lausnar- orðum og fá tveir heppnir vinningshafar Gjafabréf frá veitinga- staðnum Blik Bistro. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-20, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Krossgáta”. Skilafrestur er til 25. október. Látið fylgja nafn og heimilisfang. H öf un du r k ro ss gá tu : B ra gi V . B er gm an n - b ra gi @ fr em ri. is - Bæjarblað allra Mosfellinga12 Framsókn heldur prófkjör í Kraganum Kjördæmisþing kjördæmis- sambands Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi, KFSV, var haldið laugardaginn 31. október. Þingið samþykkti einróma tillögu stjórnar Kjördæmissambandsins um að lokað prófkjör færi fram þann 10. apríl nk. til að velja frambjóðendur í fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir næstu alþing- iskosningar og að leitað yrði leiða til að valið gæti farið fram rafrænt. Eygló Þóra Harðardóttir var kjörin nýr formaður KFSV en Hildur Helga Gísladóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 14 ár á formannsstóli. Í stjórnina með Eygló voru kjörin Guðmundur Birkir Þorkelsson, Margrét Sig- mundsdóttir, Pétur Einir Þórðarson, Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Guðmund- ur Einarsson og Úlfar Ármannsson. Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskar- andi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Fram- úrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum Til að teljast til Framúrskarandi fyrir- tækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann. Skilyrðin hafa fram að þessu öll verið fjárhagsleg en frá og með næsta ári verður sú nýbreytni á að sjálfbærni verður kynnt inn sem skilyrði þess að fyrirtæki komist á lista Framúrskarandi fyrirtækja. Skilyrði Framúrskarandi fyrirtækja • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3. • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir upp- gjörsdag. • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgrein- ingu Creditinfo. • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækja- skrá RSK. • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár. • Rekstrarhagnaður síðustu þrjú ár. • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár. • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu 3 ár. • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár. Hér að ofan má sjá þau mosfellsku fyrirtæki sem komust á lista Creditinfo. 80 Ístak 162 Byggingafélagið Bakki 169 Fagverk verktakar 279 Deilir tækniþjónusta 297 Húsasteinn ehf. 304 Alefli ehf. 424 Ari Oddsson ehf. 441 PetMark ehf. 505 Dýralæknirinn í Mosfellsbæ 652 Ísfugl 673 Reykjabúið 687 Steingarður 764 Höfðakaffi 808 Útungun 828 Mosfellsbakarí mosfellsk fyrirtæki Creditinfo birtir lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019 Fimmtán framúrskarandi í Mosó

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.