Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 44

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 44
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Matthildur Yrsa Steinþórsdóttir fæddist á heilbrigðisstofnun Vesturlands 6. maí 2020. Hún var 48 cm og 2810 gr. Hún á eldri systur sem heitir Ronja Nótt en foreldrar þeirra eru Sigrún Sigurðardóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson. Í eldhúsinu Hvað er að frétta! Þá er sá skemmtilegi tími kominn á kreik enn einu sinni... það eru að koma jól. Langflestir sveitungar mínir eru búnir að dusta rykið af útiseríunum o g búnir að berjast í frostinu við að koma draslinu upp. Svona rétt til að fá ljós í skammdegið og koma sér í jólagírinn. Einnig styttist í að jólaskrautið inn- andyra verði rifið upp úr kössunum og fái að sjá dagsljósið aftur eftir árs einangrun í geymslum landsmanna. Þ að er komið fram yfir miðjan nóvember o g við höfum varla þurft nema nokkrum sinnum að skafa bílrúðurnar þennan veturinn ... þvílíkur lúxus. En það eru heldur skrítnir tímar að undirbúa jól í heimsfaraldri eins og núna. Fólk sem er að kaupa jólagjafir þarf að hanga í röðum grímuklætt frá toppi til táar fyrir utan verslanir í stað þess að þurfa að glíma innandyra um gjafirnar. Ekki kemst maður í kjólinn fyrir jólin í Eldingu eða World Class þessar vikurnar heldur verður maður að gan ga á fjöll eða vera duglegur í heimaleik- fiminni. En maður lætur sig nú hafa þa ð enda væsir ekki um okkur Mosfellinga hvað það varðar, og getum við gengið á nýtt fjall eða fell alla daga vikunnar innanbæjar. Og endurtekið rúntinn í næstu viku. En nei, nú þarf þessum andskota að fara ljúka og Covidið að hverfa fyrir fu llt og allt. Það væri gott að fá bóluefni up p á yfirborðið og til landsins strax. En hvað með skötuhlaðborðin! Litlu jólin! Og hvað verður um öll jólaboðin? Verður 2 metra reglan á þrettándabrennunni? Kaupir maður flugeldana hjá Kyndli í netverslun þetta árið? Þetta eru stórskrýtnir tímar og skelfilegir fyrir marga. Ég var nú að vona að þessi bylgja kæmi nú ekki upp hjá okkur Íslendingum og hvað þá me ð svona miklum látum. En það er víst ekkert við þessu að gera nema passa s ig. Skella upp grímunni, spritta sig í dras l, fá heimsent frá Barion og fara í sund í baðinu heima hjá sér. Hvað er að frétta! Ólöf og Helgi skora á Guðríði Lindu og Jóhannes að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Ólöf Ágústa Erlingsdóttir og Helgi Már Karlsson deila með okkur uppskrift að þessu sinni sem fylgt hefur fjölskyldunni í u.þ.b. 100 ár. Ekkert jafnast á við lagköku og góðan kaffisopa á aðventunni. Ljós lagkaka, hráefni • 250 gr smjör/smjörlíki • 250 gr sykur • 4 egg • 250 gr hveiti • 1 tsk vanilludropar Aðferð Smjör og sykur hrært þar til það verður ljóst og létt. Eggjum bætt út í, hrært. Vanilludropar og síðast hveiti. Skipt upp í 3 form ca. 18x28 cm. Bakað í ca. 15 mín. (fer eftir ofni) og rabarbarasulta sett á milli laga. Brún lagkaka, hráefni Sama uppskrift en eftirfarandi er bætt út í: • 1 msk kakó • 1/2 tsk negull • 1/2 tsk engifer • 1/2 tsk kanill Bakað og smjörkrem sett á milli laga. Smjörkrem: • 125 gr smjör • 125 gr flórsykur • 1 lítið egg • Vanilludropar Verði ykkur að góðu. Högni snær Ljós & brún lagkaka - Heyrst hefur...44 Heyrst Hefur... ...að Nettó sé búið að tryggja sér pláss í verslunarhúsnæðinu í Sunnukrika, þangað sem heilsugæslan flytur. ...að Maggi.net og Anna Guðrún hafi verið að trúlofa sig. ...að 32 hafi sótt um stöðu fram- kvæmdastjóra SORPU. ...handknattleikslið Aftureldingar hafi þurft að draga sig úr Evrópubik- arkeppninni en liðið átti að mæta gamla liði Gintaras frá Litháen. ...að mosfellsku samfélagsmiðla- stjörnurnar Sórún Diego og Linda Ben séu báðar að gefa út bækur fyrir jólin. ...að nú sé hægt að fá Þristamúsina umtöluðu á Barion Mosó. ...að Kalli Erlings og Kalli Emils séu ekki sami maðurinn. ...að Guðrún Helgadóttir sé tekin við sem forstöðumaður Bólsins. ...að Fanney Rún hafi eignast strák á dögunum eftir að hafa gengið með stelpu í 9 mánuði. ...að heilsustaðurinn Lemon hafi augastað á rýminu á móti Bónus. ...að Þorrablótsnefndin sé að íhuga hvort halda eigi rafrænt blót í gegnum fjarfundabúnað. ...að Bylgja Bára sé hætt sem formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og Ólafur Jóhannsson tekinn við. ...að handboltakapparnir Elvar Ásgeirs og Guðmundur Árni komi til greina í landsliðshópinn fyrir HM. ...að Steindi Jr. og Dóri DNA keppi í 8 liða úrslitum í spurningaþættinum Kviss á laugardaginn. ...að hið geysivinsæla bókmennta- hlaðboð Bókasafnsins falli niður þetta árið. ...að Karen Anna og Ásgeir hafi eignast stelpu á dögunum. ...að búið sé að opna rafhlaupahjóla- leigu í Mosó og eru hjólin staðsett fyrir utan Kjarna og um allan bæ. ...að Lyfjavöruverslunin Lyfja sé búin að kaupa Apótek MOS sem starfrækt hefur verið í Háholtinu í fjögur ár. ...að verið sé að leggja lokahönd á breikkun Vesturlandsvegar. ...að mikil þjófnaðaralda hafa riðið yfir Mosó þar sem öllu var stolið steini léttara. Allt frá garðálfum til hjóla. ...að Mosfellsbakarí ætli að bjóða upp á heimkeyrslu út nóvember. ...að Kaffi Áslákur opni aftur í næstu viku og Áslákur opni fyrir matargesti og verði með pabbamat. ...útlit sé fyrir að handboltastrákarnir verði á toppnum í Olísdeildinni um jólin og hafa verið frá því í byrjun október enda lítið spilað. ...að verið sé að útbúa fjallahjólabraut í Mosfelli. ...íbúðirnar fyrir ofan Bónus séu komnar í sölu hjá Fastmos mosfellingur@mosfellingur.is Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Hjá ÓLÖfu OG HeLGA

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.