Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 16
Brásól Brella er ný og spennandi barnabók Brásól Brella: Vættir, vargar og vampírur er fimmta bókin eftir Mosfellinginn Ásrúnu Magnúsdótt- ur en jafnframt sú fyrsta sem fellur undir það að vera furðusaga eða fantasía. Brásól Brella kemst að því að hún er norn daginn sem hún breytir pabba sínum (alveg óvart) í puntsvín! Þá eru góð ráð dýr því hún þarf að finna leið til þess að breyta honum til baka sem virðist hægara sagt en gert. Sagan gerist í ævintýraheimi og má í henni finna ýmsar vísanir í klassísk ævintýri og þjóðsögur. Bókin hentar börnum á aldrinum 8-12 ára og er mynd- skreytt af Mosfellingnum Iðunni Örnu sem blæs lífi í persónurnar af sinni alkunnu snilld. Er þetta þriðja samstarfsverkefni Ásrúnar og Iðunnar en áður unnu þær saman að Ævintýri Munda lunda og ljóðabókinni Hvuttasveinar. GAJA komin með starfsleyfi til 2036 Umhverfisstofnunin hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi til handa SORPU til reksturs gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. SORPA hefur heimild til að taka á móti allt að 30.000 tonnum á ári af lífrænum heimilisúrgangi og allt að 10.000 tonnum af fljótandi lífrænum heimilisúrgangi til gasvinnslu og jarðgerðar, þ.e. vinnslu á jarðvegs- bæti, í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til ársins 2036. Systkini framleiða einstök skurðarbretti Systkinin Hulda og Þorgrímur Kol- beinsbörn bjóða upp á skemmtileg skurðarbretti úr beyki. Brettin koma í tveimur stærðum 45x30 cm sem kostar 5.900 kr. og 15x30 cm sem kostar 3.000 kr. „Við bjóðum upp á bretti úr beyki með mynd sem er brennd í viðinn. Hægt er að velja um rjúpu, hreindýr, hest, heiðargæs, lax eða ostaplatta. Einnig er hægt er að bæta þínum texta við fyrir 2.500 kr. Svo er hægt að fá hjá okkur fjölnota gjafapoka utan um brettið fyrir 350 kr. og þá er pakkinn klár undir tréð,“ segir Hulda. Frekari upplýs- ingar er hægt að sjá á heimasíðunni Lavaland.is en pantanir berast á pantanir@lavaland.is Hægt er að fá sent með póstinum eða sækja í Desjamýri 1. -Nettengd með snjallstjórnun -Ryksugar og moppar -Gott minni -Engar hindranir -Hentar fólki með gæludýr - Bæjarblað allra Mosfellinga16 5. desember kl. 10-17 jórunn og birgir hlýða á blásturinn Kennarar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar glöddu á dög- unum heiðursfélaga sveitarinnar með blæstri í bílakjallara í Gerplustrætinu. Þau Birgir D. Sveinsson og Jórunn Árnadóttir tóku uppátækinu vel á þessu skrýtnu tímum. Blásið í Bílakjallara

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.