Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 33

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 33
s. 867-2516 skogmos@internet.is Skógræktarfélag Mosfellsbæjar selur lifandi jólatré með rót í pottum og furutoppa Sími 8672516 Jólaskógurinn í Hamrahlíð verður opin frá 11. desember til 23. desember. Opið um helgar frá kl. 10 – 16 Á virkum dögum kl. 12 – 18 Getum tekið á móti litlum hópum á öðrum stað eða öðrum tíma. Gætum að sóttvörnum, næg er víðáttan. Veljum íslensk jólatré! Þ verholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Gerplutorg í Gerplustræti Breytingin felur í sér nýja lögun og notkun eyju eða torgs austanlega í Helgafellshverfi, milli Gerplustrætis 25-29 og 16-20. Svæðið er skilgreint sem „torg 2“ í gildandi deiliskipulagi. Lögun torgsins er breytt til þess að bæta aðgengi stórra bíla um svæðið. Nýr göngustígur skilgreindur þvert fyrir svæðið og þveranir bættar. Tvær hraðahindranir settar í Gerplustræti ásamt 20 nýjum bílastæðum við torgið sem nýtast bæði íbúum og gestum. Yfirborðsfrágangur skilgreindur sem grænn og dvalarsvæði staðsett vestast á torginu. Grenndarstöð við Bogatanga Breytingin felur í sér endurhönnun á svæði sem nú er skilgreint sem almennt stæði fyrir stóra bíla. Svæðið hlýtur nýja notkun sem grenndarstöð fyrir flokkun og endurvinnslu. Nýir flokkunargámar verða bæði aðgengilegir gangandi og akandi vegfarendum. Skammtímastæði eru við gáma en önnur bílastæði verða fjarlægð. Áfram er ekið inn á flokkunarsvæðið frá Bogatanga. Bílastæði við Hulduberg í Lækjarhlíð Breytingin felur í sér endurhönnun og fjölgun bílastæða við leikskólann Hulduberg. Innkeyrslu er hliðrað og hraðahindrun staðsett í Lækjarhlíð. Bílastæðum fjölgar um 7 suðaustast á reitnum og verða þau 39 talsins. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða er skilgreint í deiliskipulaginu. Leikvöllur í Klapparhlíð Breytingin felur í sér að skilgreina að nýju leikvöll norðan við Klapparhlíð 13. Svæðið nýtist sem leikvöllur í dag en hefur ekki stöðu sem slíkur í skipulagi. Göngustíg norðvestan við leikvöll er hliðrað til í átt frá bílastæðum við Hulduberg. Uppdrættir eru aðgengilegir á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglysingar, en einnig á Upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar, aðrir teljast samþykkir þeim. Ábendingar skulu vera skriflegar og sendar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á skipulag@mos.is. Athugasemdafrestur er frá 19. nóvember 2020 til 3. janúar 2021. Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar Kristinn Pálsson Mosfellsbær auglýsir hér með þrjár tillögur að deiliskipulagsbreytingum, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar. Þrjár tillögur að deiliskipulagsbreytingum www.mosfellingur.is - 33

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.