Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 19.11.2020, Blaðsíða 34
J a k o s p o r t ( N a m o e h f . ) - s m i ð J u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 k ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is w w w . J a k o s p o r t . i s Cecilía Rán valin efnileg­ust í Pepsi Max Cecilía Rán Rúnarsdóttir, mark- vörður úr Fylki, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Cecilía Rán er 17 ára gömul og lék sinn fyrsta landsleik fyrr á árinu. Auk þess að vera valin efnilegust var hún valin besti ungi leikmaður deildarinnar af sérfræð- ingum Stöðvar 2 og var í liði ársins í Morgunblaðinu. Æfing­ar barna hefjast á nýjan leik Æfingar barna á leik- og grunn- skólaaldri hófust aftur miðvikudag- inn 18. nóvember eftir tilslakanir. Takmarkanirnar eru þó þessar: Leik- og grunnskólabörn í 1.-4. bekk mega vera 50 saman að hámarki. Grunnskólabörn í 5.-10. bekk mega vera 25 saman að hámarki. Blöndun hópa er leyfileg. Iðkendur fæddir 2004 og eldri geta ekki hafið æfingar að þessu sinni. Einungis skráðir iðkendur hjá Aftureldingu geta mætt á æfingar félagsins. - Íþróttir34 Blakdeild Aftureldingar afhenti þriðja árið í röð endurskinsmerki til allra barna á leikskólum og grunnskólum bæjarins, 4 ára og eldri. Verkefnið er unnið í samstarfi við VÍS ásamt nokkrum fyrirtækjum í Mosfellsbæ, Tengi og UMSK en öllum fyrirtækjum í bæjarfélaginu er boðið að vera með í þessu verkefni. Endurskinsmerkið er í formi armbands sem smellt er á hönd eða fót og hentar t.d. vel fyrir íþróttafólk. Afureldingarmerkið prýðir armband- ið svo iðkendur geta stoltir borið merki íþróttafélagsins okkar og stuðlað að því að þeir sjáist betur í skammdeginu sem nú er að hellast yfir. Blakdeild Aftureldingar vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra fyrir- tækja sem styrktu þetta þarfa verkefni í ár og vonast til að sjá börnin í bænum betur í vetur. Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt í verkefninu: VÍS, Krónan, UMSK, Múlalundur, Mosfell- ingur, Fasteignasala Mosfellsbæjar, Ístak, Tengi og Afltak. Gjöf til allra barna 4 ára og eldri • Armband sem smellt er á hendi • Þriðja árið í röð Blakdeildin gefur endurskinsmerki anna greta skólastjóri í Varmárskóla tekur Við gjöf frá gunnu stínu formanni blakdeildar ágúst, gunnar og atli Byggingafyrirtækið Reykjamelur ehf. styður við handknattleiksdeild Aftureldingar Gefa yngri iðkendum handbolta Þeir Ágúst Jóhannsson og Atli Bjarnason hjá byggingaverktaka- fyrirtækinu Reykjamel ehf. færðu handknattleiksdeild veglega gjöf á dögunum. Um er að ræða handbolta fyrir alla iðkendur í 5.-8. flokki félagsins og verða þeir afhentir á næstu dögum. „Gjöfin kemur sér afskaplega vel á þessum tímum eftir æfingahlé. Krakkarnir hafa sýnt mikla þolin- mæði og þrautseigju í gegnum þessar takmarkanir að undan- förnu,“ segir Gunnar Magnússon yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Æfingar hjá Aftureldingu hefjast aftur af krafti í vikunni. „Við vildum styðja við starfið eftir erfiðan vetur og frábært að geta glatt krakkana og stutt þau með þessum hætti,“ segja þeir Atli og Ágúst sem afhentu Gunnari boltana í verslun Jako á dögunum.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.