Ægir - 2019, Side 15
15
setja nýjar nætur upp fyrir
okkur erlendis, gjarnan í Ind-
landi eða Víetnam og í þeim
tilfellum fer maður frá okkur
út til að fylgja því eftir að
varan sé unnin eins og við
leggjum upp með. Þegar næt-
urnar svo koma hingað heim
eru þær nánast tilbúnar til að
fara um borð og út á miðin. Í
þessu eins og mörgu öðru á
iðnaðarsviðinu er erfitt að
keppa við ódýrt vinnuafl í
þessum verkþáttum,“ segir
Birkir.
Netagerðarmenn voru
eftirsóttir
Í fyrri tíð segir Birkir að hafi
verið algengt að menn hjá
netagerðunum fóru túr og túr
til sjós enda eftirsóttir vegna
þekkingar sinnar og reynslu í
veiðarfæravinnunni. Margir
hafi einnig byrjað í netagerð-
unum og síðan lagt sjó-
mennskuna fyrir sig.
„Í dag er þetta nánast búið
og eftir því sem skipstjórnar-
menn segja þá er erfitt að fá
menn á skipin sem hafa þekk-
ingu á netavinnu. Í dag er
einn nemi í netagerð hjá okk-
ur hér í Eyjum og endurnýj-
unin þyrfti að vera hraðari í
greininni. En þetta er líka
starf þar sem stundum koma
miklir álagstímar en við hjá
Ísfelli höfum leyst það með því
að flytja menn milli okkar úti-
búa til að mæta hápunktum í
verkefnum. Það hefur reynst
ágæt leið, sérstaklega þegar
er unnið í nótum sem eru það
stór veiðarfæri að ekki er
hægt að flytja á milli. Í minni
veiðarfærum gerum við þetta
gjarnan þannig að skipta
veiðarfærahlutum milli starfs-
stöðvanna og flytja svo á einn
stað til samsetningar,“ segir
Birkir.
Endalaus nýsköpun
Birkir segir verkefnasveiflur í
netagerðinni algjörlega í takti
við sveiflurnar í veiðunum og
útgerðinni. Þannig slái allt
samfélagið í Eyjum í takti við
útveginn. Hann segir mikla
breytingu hafa orðið í veið-
arfæraþjónutunni hvað varð-
ar viðgerðir vegna tjóna.
„Það hefur gjörbreyst frá
fyrri tíð, bæði vegna framþró-
unar í skipunum og tækninni
og einnig vegna almennt meiri
þekkingar á notkun veiðar-
færa. Í dag er algjör undan-
tekning ef menn taka t.d. und-
irbyrði úr trolli,“ segir Birkir
og bætir við að alltaf séu ein-
hverjar nýjungar reyndar í
veiðarfærauppsetningu og þá
gjarnan í nánu samstarfi við
skipstjóra.
„Í þessu er endalaus ný-
sköpun, jafnframt því sem
verið er að sníða veiðarfærin
að hverju skipi fyrir sig. Það
sem gengur vel upp fyrir eitt
skip þarf kannski að vera
þveröfugt í næsta skipi við
hliðina þannig að hér gildir að
geta komið með sérlausnir
fyrir hvern og einn.“
Aðspurður um hvort að
þvernetið sé töfralausn í troll-
um, en þá er möskvanum snú-
ið í 90 gráður í trollunum, gef-
ur Birkir ekki mikið fyrir það
og segir að mörg skip sem
notað hafi þannig uppsett
troll séu hætt með þau í dag
og komin í hefðbundin troll.
„Þvernetið er gott að nota á
ákveðnum stöðum í trollum en
alls ekki í öllu trollinu. Það er
mun fyrirferðameira og mun
dýrara í uppsetningu, menn
geta opnað möskvann og létt
trollin á mun einfaldari og
kostnaðarminni hátt svo sem
með léttari og sterkari efnum
og eins með því að fella þau á
línur. Það höfum við gert hér
með mjög góðum árangri.“
Skemmtilegt starf
Birkir er fljótur til svars þegar
hann er spurður hvort honum
þykir starfið skemmtilegt.
„Já, það finnst mér. Við
byrjuðum sumarið 1974 hjá
Netagerðinni Ingólfi, ég og
Sigurgeir Sævaldsson vinur
minn, sem er núna afleysinga-
skipstjóri á Bergi VE. Um
haustið fór hann á Berg VE en
ég hélt áfram og fór í nám í
netagerð. Ingólfur bauð mér
betri laun en ég gat haft á
sjónum þannig að ég hélt
áfram og tók svo við fyrirtæk-
inu þegar Ingólfur dó árið
1988. Ferillinn er því orðinn
langur.“
■ Unnið í vetrarloðnunótinni af Huginn VE 55.
Veiðarfæri