Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 16

Ægir - 2019, Síða 16
Tölvustýrðu Poseidon tog- hlerarnir frá Polar Trawl Doors sönnuðu gildi sitt í kolmunnaveiðiferð hjá grænlenska uppsjávarveiði- skipinu Polar Amaroq nú í janúar. Skipstjórinn Geir Zoëga, segir að þetta séu hlerar framtíðarinnar. Atli Már Jósafatsson, hönnuður og framleiðandi hleranna, var einnig ánægður með ár- angurinn. Hlerarnir hafa verið í þró- un um nokkurra ára skeið og hafa verið reyndir á rann- sóknaskipinu Árna Friðriks- syni og togaranum Vest- mannaey, en verkefnið hefur fengið myndarlega styrki frá Rannís. Hlerarnir sem nú voru reyndir eru þeir stærstu af þessari gerð og nýttust mjög vel. Skverunin var meiri og hraðari en með venjulegum hlerum enda hægt að stýra þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Stjórnað með tölvu úr brúnni Atli lýsir virkninni svo: „Hler- unum er stjórnað með tölvu úr brú skipsins með því að vængir þeirra eru hreyfðir og sjóflæðinu þannig stýrt í gegnum þá. Á hlerunum eru sex vængir, þrír á efri hluta hlerans og þrír á neðri. Ef til dæmis allir vængirnir eru opnir fæst minnsta bil á milli hlera og opnunin á veiðarfær- inu er þá í samræmi við það. Ef við færum hins vegar vængina nær hverjum öðrum og minnkum þannig gegnum- streymið eykst bilið á milli hleranna og opnunin á veiðar- færinu verður meiri, eða meira skver eins og sagt er.“ Stjórna hverjum væng fyrir sig Hægt er að stjórna hverjum væng fyrir sig á hlerunum, til dæmis með því að loka neðri vængjum hlerans en þá hallar hlerinn inn á við og hlerar og troll færast ofar í sjónum. „Ef hins vegar efri hluta hleranna er lokað þá fara hlerar og troll neðar í sjónum. Þegar togað er á móti miklum straumi þá er hægt að draga úr krafti hleranna svo bilið á milli þeirra verður minna. Þegar beygt er á togi þá er unnt að draga úr krafti ytri hlerans og draga þannig úr álagi og snúa á skemmri tíma. Poseidon hlerarnir reyndust vel við kol- munnaveiðarnar í þessari veiðiferð en þeir henta einnig vel við botntrollsveiðar. Þá er unnt að halda hlerunum í ákveðinni fjarlægð frá botni og draga þannig úr viðnámi og sliti á hlerunum,“ segir Atli. Möguleikarnir ótakmarkaðir Atli er þakklátur Síldarvinnsl- unni og Geir Zoëga skipstjóra fyrir að reyna hlerana. Geir segir að hann hafi beðið eftir þessum hlerum frá árinu 2013. Hann segist mjög ánægður með hlerana og þá möguleika sem þeir gefi. Þessir hlerar séu bestu stýranlegu hlerarnir á markaðnum en enn þurfi lít- ilsháttar lagfæringar þar til þeir virki fullkomlega. „Möguleikarnir eru ótak- markaðir. Við getum stillt vængina til að minnka eða auka skverunina þegar togað er með eða á móti straumi. Hægt er að færa þá upp og niður eftir þörfum og þannig skapast möguleikar til að toga bæði við botn og uppi í yfir- borðinu,“ segir Geir. „Toghlerar framtíðarinnar“ ■ Atli Már Jósafatsson, framkvæmda- stjóri Polar Trawl Doors og Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq. ■ Hlerarnir hífðir um borð í Polar Amaroq fyrir veiðiferðina. ■ Poseidon hlerarnir voru reyndir við veiðar á kolmunna við erfiðar aðstæður. ■ Hlerarnir í yfirborðinu. 16 Veiðarfæri

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.