Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 22

Ægir - 2019, Síða 22
22 „Við erum að fást við þetta hefðbundna, sinna togurun- um og græja þá eftir því sem við á. Svo er það nátt- úrulega snurvoðin. Hún er alltaf sterk hjá okkur og núna erum við að fara í hærri voðirnar eftir að ýsu- kvótinn hefur verið aukinn á ný. Nú leggja menn kapp á að ná ýsukvótanum sínum. Litlu bátarnir eiga erfitt með að vera með stórar voðir og því erum við að leggja áherslu á léttara og grennra efni. Við vorum að taka í prufu svokallað advant net frá Hampiðjunni, sem hefur verið framleitt í 2 og 2,5 fyrir togarana. Nú tókum við það í 1,1 til að prufa í snurvoðina. Sá sem er að prufa þetta er búinn að vera úti í tvær vikur og það er allavega engin kvört- un komin ennþá enda ör- ugglega léttara að draga,“ segir Hörður Jónsson, neta- gerðarmeistari hjá Veiðar- færaþjónustunni í Grinda- vík. Breytingar í smáum skrefum „Við erum alltaf í uppsetningu á pokum og öðrum trollhlutum og á næstunni er nýtt skip að koma til Þorbjarnar. Það kem- ur að vísu með sínum veiðar- færum en það er alltaf þannig að þegar til sögunnar koma nýir eigendur og nýir skip- stjórar, þá fylgja þeim nýir siðir. Því gerum við ráð fyrir einhverjum verkefnum þegar það verður. Trollin breytast frekar í smáum skrefum fremur en stökkum. Menn eru að þróa sig áfram, lengja belgina og stytta og græja þannig að sem minnst ánetjun verði í trollinu og svo að létta þau. Því hafa menn mikið verið með þessi Fortis-Advant net, sem eru blanda af dyneema og polyet- helin til að halda bæði styrk og hnútafestu. Þá hafa menn farið úr fjögurra í tveggja millimetra garn. Þetta munar töluverðu, sérstaklega þegar mikill straumur er og við erfið skilyrði þar sem eru kantar. Trollið þarf að sitja og elta botninn mjög vel og þá munar um að vera með léttara og meðfærilegra troll. Menn hafa verið að þróa þetta undanfar- in ár með góðum árangri, því nú er hægt að vera að í verri veðrum og við erfiðari að- stæður. Það þarf að stilla þessu saman allt frá hlerum og aftur úr til að allt gangi upp,“ segir Hörður ennfremur. Mannaflaþörfin ekki verið mikil „Undanfarin ár hefur mannaflaþörfin á netaverk- stæðunum ekki verið eins mikil og þegar loðnuvertíðir voru alvöru vertíðir. Þá var verið að vinna allar helgar og fram eftir nóttu. Sá tími er að mestu liðinn, nema þar sem loðnuskipin og vinnslan eru, en það eru orðnir örfáir stað- ir. Þá er tjón á veiðarfærum ekkert í líkingu við það sem var hér áður. Menn eru með góð tæki og tól og rifrildi er nánast óþekkt. Þetta er ekki eins og á árum áður, þegar togararnir voru að fara á Hampiðjutorgið. Þá fóru vöru- bílsfarmar af neti í veiðiferð- ina. Í dag er þetta nánast ekk- ert að rifna nema það sé orðið gamalt og slitið. En, jú, auðvit- að lenda menn í einstaka óhappi eins og gengur og ger- ist,“ segir Hörður. Búa til parta til samsetningar Að setja upp nýtt troll frá grunni fyrir togara gerist bara á þriggja til fjögurra ára fresti. Þess á milli er alltaf verið að búa til parta til sam- setningar, t.d. toppvængi. „Áður fyrr fengu menn bara netastykki um borð og urðu að raða þessu saman „Maður verður að vinna með þróuninni“ rætt við Hörð Jónsson, netagerðarmeistara hjá Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík ■ Hörður Jónsson, netagerðarmeistari í Veiðarfæraþjónustunni, segir töluverða samþjöppun hafa orðið í greininni undanfarin ár. ■ Vírarnir þurfa að vera öflugir, hvort sem um er að ræða grandara eða togvíra.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.