Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 25

Ægir - 2019, Side 25
25 breytingu skipanna í Póllandi. Þau hafi átt að koma byrjun janúar og um miðjan mánuðinn. „Það setur okkur aðeins í vandræði að fá þessa seinkun á okkur. Við verðum bara að vinna með því. Við erum ennþá með gömlu bátana í rekstri en þeir detta út einn af öðrum þegar líður á árið. Með þessu erum við að hugsa til langs tíma og að ekki þurfi að huga mikið að þess- um flota næsta áratuginn eða svo.“ Ný vinnslulína tekin í notkun í mars Ásgeir segir að nokkrar breytingar séu að ganga yfir í sjávarútveginum. „Við finnum það að kvótar í mörgum tegund- um sem eru okkur mikilvægir eru að minnka, t.d. í humri og síld. Kvótar bæði á íslensku síldinni og norsk-íslensku síldinni eru í lágmarki og humarveiðar gengu illa í fyrra. Að öðrum kosti hefur gengið ágætlega. Við erum líka að byggja upp ferskfisk- vinnslu hérna á Hornafirði. Erum að taka í notkun nýja línu frá Marel í mars. Það er þess vegna mikið undir hjá okkur á þessum tveimur árum, 2018 og 2019 en þegar breytingarnar hafa gengið í gegn lítum við björtum augum til framtíðar- innar,“ segir Ásgeir. Auk þessara skipa gerir Skinney- Þinganes út bátinn Vigur í litla kerfinu og uppsjávarveiðiskipin Ásgrím Hall- dórsson og Jónu Eðvalds. Skinney-Þinga- nes rekur bolfisk-, humar-, uppsjávar- vinnslu og fiskimjölsverksmiðju á Horna- firði og ferskfiskvinnslu í Þorlákshöfn. ■ Skinney og Þórir í smíðum í Vietnam. Skipin verða síðan flutt til Noregs og kláruð þar. ■ Teikning af Þóri eins og hann verður eftir breytingarnar. ■ Teikning af nýju skipunum tveimur sem nú eru í smíðum. Hornafjörður ■ Skipasmíðastöðin í Víetnam.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.