Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 29

Ægir - 2019, Page 29
29 nú þegar er komin reynsla á svona troll um borð í Fagraberginu frá Færeyjum. Þetta gengur þannig fyrir sig að trollin koma tilbúin frá verksmiðju Fisheries Service í Rússlandi en við önnumst síðan alla viðhaldsþjónustu og höfum helstu íhluti á lager ef á þarf að halda,“ segir Jónas Þór. Fiski- og rækjutroll eru alfarið sett upp hér á landi fyrir viðskiptavini Ísfells og segir Jónas Þór að efni í þau sé að mestu keypt frá Garvare í Indlandi. „Áhersluefnið í allri veiðarfæraþróun undangenginna ára hefur snúist um að reyna eftir megni að létta veiðarfærin og spara með því olíu en jafnframt að veiðarfærin séu sterkari og endingar- betri á sama tíma. Þróunin er ör, alltaf einhverjar nýjungar sem menn eru að reyna og mikil og góð samkeppni.“ Togvírar frá Bridon Togvírar eru mikilvægur hluti veiðar- færa togskipa og á tímabili var mikið rætt um að Dyneema togtaugar kæmu til með að víkja togvírum til hliðar. Sú hef- ur ekki orðið raunin, að sögn Jónasar Þórs. „Nokkur skip hér á landi skiptu tog- vírunum út en raunin er sú að nánast allir hafa skipt aftur yfir í vírana og það best ég veit eru aðeins tvö skip sem eru enn að nota Dyneema-taugarnar hér á landi í dag. Í þessu felast bæði kostir og gallar. Þegar verið er að fiska í yfirborð- inu getur verið kostur að hafa þessar léttu taugar en aftur á móti galli þegar veitt er á miklu dýpi. Við erum umboðs- menn fyrir Bridon togvíra hér á landi sem eru alfarið framleiddir í Bretlandi og úr hráefni sem allt kemur frá Bretlandi. Þetta eru vírar sem skiptjórnarmenn þekkja mjög vel og hefur verið sá vír sem hefur haft yfirburðamarkaðshlut- deild á Íslandi í gegnum árin og áratugi. Bridon vírinn er þekktur fyrir að vera endingargóður og traustur.“ Mun betri ending veiðarfæra síðari ár Ending veiðarfæra og togvíra segir Jón- as Þór að sé mjög mismunandi og fari mest eftir þeim veiðiskap sem er verið að stunda hverju sinni. Togvíra þurfi að endurnýja hraðar á grálúðuveiðum á miklu dýpi en þegar dregið er uppsjávar- troll, svo dæmi sé tekið. „Á undangengn- um árum höfum við ekki síst séð end- ingu aukast, sér í lagi í botntrollunum. Efnin eru betri en stór áhrifavaldur er einfaldlega að fiskiríið hefur verið gott og þá er áníðslan á veiðarfærinu mun minni en ella væri. Aukin tækni í skipun- um hlífir veiðarfærunum líka þannig að segja má að margir samverkandi þættir stuðli að betri endingu,“ segir Jónas Þór. Hann segir að það gefi auga leið að góð- ur árangur í veiðum byggist að stórum hluta á góðum veiðarfærum. „Samt er þetta liður sem í heildar- mynd útgerðar fiskiskips er ekki stór, lit- ið til olíukostnaðar, launa og fleiri þátta. En veiðarfæraþátturinn er gríðarlega mikilvægur og okkar keppikefli er að bjóða útgerðunum hverju sinni sem best veiðarfæri og sem besta þjónustu.“ ■ Jónas Þór Friðriksson. ■ Ísfell er með allt í togveiðarnar, línu- og netaveiðar, býður t.d. Mustad beitningarvélakerfi en slík eru í um 70 fiskiskipum hér á landi. ■ Ísfell er með net átta starfsstöðva á landinu, þ.e. í Hafnar- firði, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, á Flateyri, Sauðár- króki, Akureyri, Húsavík og í Ólafsfirði. Jónas Þór segir þessa nálægð við viðskiptavini mikilvæga. Veiðarfæri

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.