Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 32

Ægir - 2019, Blaðsíða 32
32 Vaxandi umræða er um plastmengun í höfunum, bæði hérlendis og erlendis. Umhverfisstofnun gerði á síðasta ári tvo rannsóknarsamninga í þeim til- gangi að fylgjast með þróuninni hér við land, annars vegar við Rannsókn- arsetur Háskóla Íslands á Suðurnesj- um um örplastmælingar í kræklingi og hins vegar við Náttúrustofu Norð- austurlands um rannsóknir á örplasti í fýlum. Niðurstöður mælinganna í fyrra liggja nú fyrir í báðum tilvikum og sýna glögglega að örplast er til staðar í sjónum umhverfis landið. Áframhaldandi vöktun með mælingum á kræklingi og fýlum munu varpa ljósi á og hvort plastmengunin fari vax- andi. Fýllinn hentar vel Vöktun á örplasti í fýlum fylgir staðlaðri aðferðafræði sem notuð er í hliðstæðum rannsóknum á vegum OSPAR samnings- ins um verndun Norðaustur-Atlants- hafsins en Ísland hefur verið aðili að honum frá því árið 1997. „Vöktun á fýlum verður hér eftir ár- lega og þannig fáum við skýrari mynd af því hvernig ástandið er hér við land og hver þróun er í magni örplasts í fuglun- um,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðaust- urlands sem hefur rannsóknir á fýlum með höndum. Aðalsteinn segir nokkrar ástæður að baki því að fýllinn er notaður í þessari vöktun, fremur en aðrir sjófuglar. „Í fyrsta lagi er fýllinn yfirborðsæta þar sem hann kafar mjög lítið. Flestar plast- agnir fljóta og því er líklegra að þær ber- ist í fuglinn með fæðunni. Í öðru lagi æla fýlar ekki ómeltanlegum hlutum eins og t.d. mávar gera og þar af leiðandi safn- ast plastagnir upp í maga fýlsins. Hins vegar ælir fýllinn ætinu upp í unga sína og það er ástæða þess að ungfuglarnir geta verið með meira af plasti í sér en þeir fullorðnu,“ segir Aðalsteinn. Agnir flokkaðar í iðnaðar- og neysluplast Viðmið OSPAR er að minna en 10% fýla hafi yfir 0,1 g af plasti í meltingarvegi en á meginlandi Evrópu eru fyrst og fremst teknir til rannsóknar fýlar sem finnast dauðir í fjörum. Hér á landi var farin sú leið í rannsóknunum á síðasta ári að safna fýlum sem höfðu komið í veiðar- færi og drepist við það. Fuglarnir voru fengnir frá línubátum, annars vegar á Húsavík og hins vegar í Bolungarvík. Alls fengust með þessum hætti 43 fuglar til rannsóknar, 22 sem safnað var austur af Grímsey um miðjan maí 2018 og 21 fugl sem safnað var vestur og norðvest- ur af Hornströndum fyrri hluta maímán- aðar 2018. Í rannsókninni voru því 27 fullorðnir karlfuglar, 15 kvenfuglar og einn ungur karlfugl. Rannsóknin var gerð þannig að magi hvers fugls var opnaður, innihald losað í sigti með 1 mm möskvastærð og maginn skolaður yfir sigtinu. Allir hlutir sem ekki fóru í gegnum sigtið voru teknir frá, að frátöldum greinilegum fæðuögnum. Plastagnir voru síðan greindar með smásjá og látnar þorna við stofuhita og flokkaðar í iðnaðar- og neysluplast. Til iðnaðarplast töldust sívalir plastkubbar en plastbútar eða brot, þræðir, bönd, filmur og frauð til neysluplasts. Nýjar rannsóknir á kræklingi og fýlum Skýr merki um plastmengun hafsins ■ Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur, kryfur fýl og skoðar innihald maga fuglsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.