Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 15

Ægir - 2019, Síða 15
15 Hlíðarenda / 602 Akureyri S: 462 3700 / baldurhalldorsson.is Vörur, vélbúnaður og þjónusta fyrir minni fiskibáta Plastviðgerðir – Rafgeymar – Dælur – Varahlutir Sem fyrr segir verður C6000i útgáfan áfram framleidd hjá DNG auk þess sem fyrirtækið hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á að uppfæra eldri vindur, mála þær upp á nýtt og gera fínar. Tals- vert hefur verið að gera í slíkum verk- efnum í vetur. Fjölbreyttir markaðir og verkefni Í mörg horn er því að líta hjá starfs- mönnum DNG þessa dagana enda háönn smábátaútgerðarinnar að hefjast. Krist- ján Björn Garðarsson, rekstrarstjóri, segir að sem fyrr horfi fyrirtækið til markaðssetningar nýju vindunnar á mörgum mörkuðum, auk Íslands. „Aðrir stórir markaðir okkar eru hér í kringum okkur; Grænland, Færeyjar, Noregur, Danmörk og Skotland, auk Frakklands og Kanada sem er markaður sem við fylgjumst náið með hvernig þró- ast. Þar er sjávarútvegurinn að byggjast upp á nýjan leik eftir hrunið sem varð í þorskstofninum á sínum tíma. Fram- leiðsla á færavindunum og þjónusta við notendur þeirra er grunnur okkar starf- semi en þess utan erum við einnig í öðr- um rafeindatengdum verkefnum, t.d. framleiðslu fyrir fiskeldiskerfi Vaka, svo dæmi sé nefnt,“ segir Kristján Björn. ■ Nýja C7000i vindan frá DNG. Fyrstu vindurnar þessarar gerðar verða teknar í notkun í handfærabátum hér á landi í sumar. ■ Það eru mörg handtökin að setja saman eina færavindu. Sigurbjörn Gunnarsson, rafeindavirki hjá DNG raðar íhlutunum í hús vindunnar. Smábátar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.