Ægir - 2019, Qupperneq 10
„Áhersla okkar er fyrst og fremst á
þjónustu við fiskeldisfyrirtæki. Við
erum með breiða línu tækjabúnaðar
og tæknilausna fyrir fiskeldið, þ.e.
hugbúnað, stjórnkerfi, dælur og raf-
búnað sem á þarf að halda og bjóðum
bæði sölu og uppsetningu á búnaðin-
um,“ segir Karl Eiríkur Hrólfsson, raf-
virkjameistari og einn eigenda fyrir-
tækisins Maris. Bakgrunn starfsem-
innar má rekja aftur til ársins 2006
þegar Gunnlaugur Hólm Torfason
stofnaði fyrirtækið Dæluhúðun í
kringum dæluviðgerðir og húðun á
ýmsum hlutum. Árið 2012 keypti Karl
Eiríkur fjórðungshlut í fyrirtækinu
sem í dag heitir Maris. Báðir starfa
þeir Karl og Gunnlaugur Hólm hjá
Maris í dag ásamt öðrum sérhæfðum
starfsmönnum í iðn- og tæknilausn-
um.
Bjóða grunnbúnað fiskeldisins
Markmið Maris er að bjóða tæknilausnir
sem hámarka nýtingu auðlinda og að
tryggja viðskiptavinum bestu mögulegu
þjónustu. Í þessu felst að bjóða heild-
stæðan búnað til fiskeldis sem stýrir lyk-
ilþáttum í starfseminni, þ.e. fóðrun, súr-
efni, seltu og vatnsflæði ásamt öllu sem
snýr að rafmagni og dælum. Þetta eru
þeir þættir sem vega hvað þyngst í
rekstri fiskeldisfyrirtækja. Maris stýri-
kerfið heldur utan um þessa þætti heild-
stætt með virku eftirliti frá skynjurum
og gagnaskráningum sem eru vistaðar á
miðlægum gagnagrunni eða skýi. Með
þessu móti er því hægt að hafa góða yf-
irsýn yfir það sem er að gerast í eldinu
hverju sinni. Fyrirtækið hannaði búnað-
Maris ehf.
Sérhæfing
í þjónustu við
fiskeldisfyrirtæki
■ Karl Eiríkur Hrólfsson, rafvirkjameistari og einn eigenda
Maris ehf. sem þjónustar fiskeldisfyrirtækin. Hann segir
mikla breytingu hafa orðið á atvinnugreininni hér á landi
síðustu sjö ár og fyrirsjáanlega verði hún áfram í vexti og
framþróun.
10