Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 14

Ægir - 2019, Blaðsíða 14
14 Fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti hefur veirð haldin um árabil um sjómanna- dagshelgina í Grindavík og verður umfangsmeiri og fjölbreyttari með hverju árinu sem líður. Hátíðin stendur frá því síðdegis föstudaginn 31. maí og fram á kvöld á sjómanna- daginn en þá er hápunktur í gleði sjómanna með hátíðarkvöldverði Verkalýðs- og sjómannafélags Grinda- víkur sem stýrt verður í ár af Þórhalli Sigurðssyni, Ladda. Viðamikil fjölskyldudagskrá Dagskrárliðir Sjóarans síkáta skipta tug- um en íbúar Grindavíkur taka virkan þátt í gleðinni með skreytingum í götum, götugrillum og litaskrúðgöngu úr hverf- unum sem er á föstudagskvöld og er orðin nokkurs konar einkennisatriði há- tíðarinnar. Að lokinni skrúðgöngunni verður bryggjusöngur á hátíðarsviðinu á föstudagskvöld og bryggjuball í beinu framhaldi þar sem Páll Óskar mætir í öllu sínu veldi en hljómsveitin Bandmenn sér um að kitla dansfætur gesta. Hver viðburðurinn rekur svo annan á laugardeginum. Fótboltamót UMFG fyr- ir 6. flokk hefst kl. 10 og á hádegi verður boðið upp á skemmtisiglingu fyrir alla fjölskylduna en þess má geta að Bylgju- lestin verður í beinni útsendingu frá Grindavík þennan dag. Á sjálfu hátíðarsviðinu hefst dagskrá- in kl. 13 og stendur fram undir kvöld. Við sögu koma Sirkus Íslands, Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ, Regína og Selma, Gunni og Felix og Leik- hópurinn Lotta, svo fátt eitt sé nefnt. Tívolí verður á hafnarsvæðinu, andlits- málun í boði fyrir börnin, veltibíll, sjó- pylsa í höfninni, hópkeyrsla bifhjóla og margt fleira. Um kvöldið keyrir svo Páll Óskar stemninguna í nýjar hæðir á balli í Íþróttahúsinu. Hátíðarbragur og skemmtun í bland á sunnudeginum Dagskráin á sjálfum sjómannadeginum hefst með því að fánar verða dregnir að húni kl. 8 og kl. 12:30 verður hátíðar- messa í Grindavíkurkirkju. Síðan verður fjölbreytt skemmtidagskrá til kvölds; tívo líið á svæðinu, andlitsmálun í boði, veltibíllinn á sínum stað, hátíðardagskrá við Kvikuna þar sem Eliza Reid, forseta- frú, flytur ávarp. Fiskasafn verður á hafnarsvæðinu, hreystimenni og konur takast á í alvöru koddaslag, flekahlaupi og kararóðri, sjómannadagskaffi í Gjánni og tveggja tíma skemmtidagskrá á hátíð- arsviðinu. Sem fyrr segir verður hátíðarkvöld- verður Verkalýðs- og sjómannafélags Grindavíkur í Sjómannastofunni Vör kl. 20 að kvöldi sjómannadagsins. Honum stýrir sá landsþekkti skemmtikraftur Þórhallur Sigurðsson, Laddi en söngkon- an Sigríður Thorlacius kemur einnig fram á þessari samkomu. Fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta ■ Leikhópurinn Lotta er meðal fjölmarga listamanna sem skemmta á hátíðinni. ■ Það er mikið um dýrðir á Sjóaranum síkáta og óhætt að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. ■ Eliza Reid, forsetafrú, ávarpar bæjarbúa og gesti á sjómannadaginn. ■ Páll Óskar skemmtir á hafnarsvæð- inu og blæs síðan til mikillar hátíðar í íþróttahúsinu að kvöldi laugar- dagsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.