Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 31

Ægir - 2019, Blaðsíða 31
31 Á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Brussel skrifuðu Skaginn 3X og út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vís- ir hf. í Grindavík undir samning um vinnslubúnað í nýtt línuskip Vísis, Pál Jónsson GK 7, sem væntanlegt er til landsins í haust. Verðmæti samnings- ins hleypur á tugum milljóna en bún- aðnum er ætlað að bæta aflameð- höndlun og snýr hann að blæðingu fisksins, kælingu, flokkun og frágangi í lest. Verkefnið er að hluta unnið með Marel sem hefur með höndum flokkunarbúnað og fleira í verkefn- inu. „Skaginn 3X hefur unnið með Vísi að mörgum verkefnum í gegnum tíðina og komið að endurnýjun og þróun nýrra lausna í fiskiskip félagsins undanfarin ár,” segir Freysteinn Nonni Mánason, sölustjóri hjá Skaganum 3X. „Í þessu verkefni er enn bætt við nýjungum og meðal annars verður ný hönnun á skrúfum í RoteXTM lausn skipsins, sem bæta mun blæðingu enn frekar,“ bætir hann við. Vísir hefur lagt mikla áherslu á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vöru- gæði. Fyrirtækið býr nú þegar yfir góð- um skipaflota til línuveiða og nýja skipið mun enn frekar styðja við stefnu félags- ins um að veiða, vinna og framleiða af- urðir úr fyrsta flokks hráefni fyrir breið- an hóp kröfuharðra viðskiptavina vítt og breitt um heiminn. „Lausnin um borð í Páli Jónssyni hefur verið unnin í nánu og góðu samstarfi við sérfræðinga Skagans 3X og stuðlar að áframhaldandi framleiðslu á framúrskar- andi matvælaafurðum,” segir Pétur Haf- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. Nýja skipið Páll Jónsson verður 45 metra langt og 10,5 metra breitt en það er í smíðum skipasmíðastöðinni Alkor í Póllandi. Skipið er hannað af skipaverk- fræðistofunni NAVIS í samstarfi við Vísi. Skipamíðastöðin í Póllandi lauk á síðasta ári endurbyggingu línuskips sem fékk nafnið Sighvatur GK 57 og kom í stað eldra skips með sama nafni í fiskiskipa- flota Vísis hf. Þar á undan lauk hún end- urbótum á Fjölni GK fyrir Vísi og er því Páll Jónsson GK 7 þriðja en jafnframt stærsta verkefni stöðvarinnar á stuttum tíma fyrir fyrirtækið. Smíðasamningur skipsins hljóðar upp á um 7,5 milljónir evra. Fréttir ■ Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis og Freysteinn Nonni Mánason, sölustjóri Skagans 3X við undirritun samningsins um smíði vinnslubúnaðarins í nýja línuskipið Pál Jónsson. Sjávarútvegssýningin í Brussel Skaginn 3X smíðar vinnslu- búnað í Pál Jónsson GK ■ Páll Jónsson GK er 45 metra langt sérútbúið línuskip sem hannað er af NAVIS í samstarfi við útgerðina.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.