Ægir

Volume

Ægir - 2020, Page 14

Ægir - 2020, Page 14
14 Samherji hf. tók á dögunum í notkun nýtt hátæknifiskvinnsluhús á hafnar- svæðinu Dalvík sem búið er öllum þeim vandaðasta tæknibúnaði til nútíma- vinnslu á fiskafurðum sem er að finna í dag. Sjálfvirkni og tæknilausnir hvert sem litið er enda má fullyrða að um sé að ræða fullkomnustu bolfiskvinnslu heims nú um stundir. Fullbúið tækni- búnaði kostaði húsið um sex milljarða króna og þar er gert ráð fyrir að unnið verði úr 15-18 þúsund tonnum af fiski á ári. Fjögur ár eru síðan tekin var ákvörðun um að ráðast í nýbyggingu fyrir vinnslu Samherja á Dalvík en skóflustunga var tekin í júní 2018 og hafa framkvæmdir staðið síðan. Atli Dagsson, tæknistjóri landvinnslu Sam- herja hf., segir að við undirbúning verkefnisins hafi verið horft til margra þátta en ekki síst til framtíðar og þess að hafa húsrými til enn frekari tækni- legrar framþróunar í vinnslunni. Áskorun að hanna og byggja nýja vinnslu frá grunni „Á sínum tíma voru uppi hugmyndir um viðbyggingu við vinnsluna sem við vor- um með á Dalvík en síðan var horfið frá þeim fyrir fjórum árum og ákveðið að byggja nýtt hús frá grunni. Leiðarljósið í undirbúningnum hefur síðan verið hvernig við getum gert enn betur, bæði hvað varðar gæði framleiðslunnar okk- ar, afkastagetu, nýtingu hráefnis, að- Hátæknivædd fiskvinnsla Samherja á Dalvík á sér ekki hliðstæðu í heiminum Sjálfvirkni hvert sem litið er ■ Nýja húsið er engin smásmíði, 9000 fermetrar að heildarstærð og þar af er vinnslurými á um 5000 fermetrum. Í verkefninu var enda hugsað til framþróunar í vinnslunni í framtíðinni. ■ Á fyrsta stigi vinnslunnar er fiskurinn hausaður. Það líða síðan ekki margar mínútur þar til hann er kominn til enda vinnslunnar sem fryst eða fersk afurð. Fiskvinnsla

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.