Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 24

Ægir - 2019, Qupperneq 24
24 „Vöruflóra okkar nær til flest allra geira atvinnulífsins og hefur sjávar- útvegurinn verið að koma sterkur inn og seljum við mikið af persónuhlífum fyrir sjómenn, t.d. hlífðarfatnað, hjálma og skó en einnig gas- og súr- efnismæla, öryggisblakkir o.fl. Slysin gera ekki boð á undan sér og um borð í skipum geta skjótt skapast stór- hættulegar aðstæður og skynsamlegt að hafa gert ráðstafanir sem geta bjargað mannslífum,“ segir Þorsteinn Austri Björnsson, sölustjóri Dynjanda. Fyrirtækið Dynjandi ehf . var stofnað árið 1954 og er brautryðjandi á sviði ör- yggismála á vinnustöðum hér á landi . Hefur Dynjandi sérhæft sig í að kynna og útvega viðurkenndan öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnufatnað fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi og þar er sjávarútvegurinn ekki undan skilinn . Búnaðurinn margborgar sig Í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og öryggisfulltrúa margra helstu fyrirtækja hérlendis hefur Dynjandi átt drjúgan þátt í að stuðla að aukinni notkun ör- yggisbúnaðar enda hefur búnaðurinn frá Dynjanda ehf . margoft komið í veg fyrir alvarleg slys á vinnustöðum . „Sannleikurinn er sá að það margborgar sig fyrir fyrirtækin að hafa þessi mál í lagi . Það er gríðarlega mikill ávinningur af því að koma í veg fyrir slys . Við hjá Dynjanda höfum það markmið að halda forystusæti í að bjóða vörur og þjónustu sem stuðla að auknu öryggi starfs- manna . Starfsmenn okkar veita ráðgjöf varðandi notkun búnaðarins og í því skyni förum við reglulega út í fyrirtæk- in, yfirförum búnaðinn og komum með ábendingar um endurnýjun og viðhald . Sem betur fer er skilningur á mikilvægi öryggisbúnaðar stöðugt að aukast og á þetta við um bæði starfsmenn og rekstr- araðila á vinnustöðum til sjós og lands . Fjölbreytt vöruval Þegar litið er yfir úrvalið í verslun Dynj- anda eru þar margir vöruflokkar í boði . Alls kyns vinnufatnað er hægt að fá, s .s . öryggisskó, hjálma, samfestinga, hanska, boli, vinnuskyrtur og smíðavesti . Mikið af vinnufatnaði Dynjanda er til í alls kyns útfærslum og má segja að þar sé um hástískuvöru að ræða, t .d . hvað skó- fatnaðinn varðar . Öryggisvörur hvers konar eru hins vegar í fyrirrúmi, s .s . augn- og andlitshlífar, eyrnatappar, ryk- og gasgrímur, heyrnarhlífar og gas- og súrefnismælar . Einnig býður Dynjandi úrval fallvarnarbúnaðar s .s . belti, líf- og öryggislínur og alls kyns festi- og tengi- búnað . „Þá höfum við gott úrval af vél- um og tækjum og má þar nefna djúp- vatnsdælur, brunndælur, rafstöðvar, ryk- og vatnssugur, gufugildrur og há- þrýstidælur, m .a . til notkunar í skipum, svo eitthvað sé nefnt . Dælur frá Annovi Reverberi Dynjandi ehf . verður í bás A-5 á sjávar- útvegssýningunni í Laugardalshöll . Þor- steinn Austri segir að þar muni starfs- menn Dynjanda standa vaktina og sýna gestum og gangandi allt það nýjasta sem Dynjandi hefur að bjóða í búnaði sem stuðlar að auknu öryggi fólks, hvort sem er á sjó eða landi . „Við verðum m .a . með gott úrval af háþrýstidælum frá Annovi Reverberi á básnum og verður sérfræð- ingur frá þeim með okkur til að veita viðskiptavinum ráðgjöf . Þetta er gam- algróið ítalskt fyrirtæki með mikið úrval af dælum og fylgihlutum,“ segir Þor- steinn Austri . dynjandi .is Ómetanlegt að koma í veg fyrir slys ■ Þorsteinn Austri Björnsson, sölustjóri Dynjanda. „Sem betur fer er skilningur á mikilvægi öryggis- búnaðar stöðugt að aukast og á þetta við um bæði starfsmenn og rekstraraðila á vinnustöðum til sjós og lands.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.